Tvennum sögum fer af því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi verið orðuð við að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Annars vegar var sú saga á kreiki, að vegna þess að Þorgerður hafi þótt líkleg til að halla sér að Viðreisn, hafi verið reynt að hvetja hana til að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
En síðan segir Bjarni Benediktsson í fréttum í kvöld að hún hafi komið til sín til að ræða hugsanlegt framboð fyrir flokk hans.
Mátti af því ræða að þetta hafi verið að hennar frumkvæði.
Hér fer því tvennum sögum af þessu og gott væri að fá hið rétta fram.
Þorgerður og Þorsteinn í Viðreisn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki efast ég um orð Bjarna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.9.2016 kl. 20:50
Það væri vesælt hjá Viðreisn að hafa ekki í það minnsta einn "kúlulána" sjalla á framboðslista.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 21:09
Ég vissi ekki að fólk þyrfti leyfi formanns Sjálfstæðisflokksins til að bjóða sig fram fyrir flokkinn.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 21:43
Í dag:
"Ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Pálssonar um að ganga til liðs við Viðreisn kemur formanni Sjálfstæðisflokksins í opna skjöldu.
Hann segir stofnun Viðreisnar hvíli á hugsjóninni að ganga í Evrópusambandið.
Bjarni Benediktsson var gestur í fréttum RÚV í kvöld þar sem hann var spurður hvað honum þætti um ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Þorsteins Pálssonar að ganga til liðs við Viðreisn."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 21:47
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 21:54
25.2.2014:
Mikill meirihluti kjósenda allra flokka á Alþingi vill þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 21:55
Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 21:57
31.3.2016:
"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."
"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.
Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.
Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.
Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."
Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:01
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:04
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:06
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:07
8.1.2016:
"Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:11
Er maður ekki kominn í þá stöðu að ganga í Sjálfstæðisflokkinn ef maður er ESB andstæðingur?
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 22:11
20.10.2015:
""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."
"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.
Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.
Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."
"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""
Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:12
1.9.2015:
Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:14
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:16
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:17
1.9.2016 (síðastliðinn fimmtudag):
"Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 26,3% fylgi og Píratar með 25,8% en munurinn mælist ekki marktækur.
16,2% ætla að kjósa Vinstri græn, svipað og síðast. Viðreisn bætir við sig 1,5% og mælist nú með 10,6%."
"Framsóknarflokkurinn yrði ekki svipur hjá sjón. Hann er nú með 19 þingmenn en fengi 6 ef gengið yrði til kosninga nú og engan mann kjördæmakjörinn í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmunum."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:21
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:26
Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu.
Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.
Steini Briem, 7.4.2014
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 22:54
"Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gestur í Kastljósi í kvöld. Þar sagði hún að hugsjónir hennar og hugmyndafræði ættu ekki framgengt innan Sjálfstæðisflokksins.
Þá nefndi hún að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði hvatt hana eindregið til þess að taka þátt í prófkjöri flokksins og myndi taka annað sætið á lista í Kraganum.
Þorgerður sagði að hún og Þorsteinn Pálsson hefðu gengið á fund Bjarna Benediktssonar í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll og tilkynnt honum að þau ætluðu að ganga til liðs við Viðreisn.
Hún segir að málefni Evrópusambandsins hafi ekki verið eina ástæðan að hún hafi gengið til liðs við Viðreisn:
"Þau málefni eru kapítuli út af fyrir sig. Hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgekkst það mál er dropinn sem fyllti mælinn hvað það varðar gagnvart því frjálslynda fólki og þeim hópi sem ég tilheyri og tilheyrði innan flokksins."
Þá hafi ýmis mál stuðlað að því að þau Þorsteinn hafi tekið það skref að hætta í flokknum.
Þorgerður sagði að það væri ákall eftir frjálslyndu afli með ákveðnar hugsjónir og hugmyndir um breytingar til umbóta.
Innan Sjálfstæðisflokksins hafi ekki verið að hlusta á þær eðlilegu kröfur að ræða umbætur."
Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 23:33
Mér vitanlega hefur frúin ekki mótmælt þessum orðum Bjana svo hann hlýtur að vera að segja satt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2016 kl. 10:37
Bjarna átti þetta að vera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2016 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.