8.9.2016 | 07:30
Smáflokkalandslag.
Ég man þá tíð þegar Þjóðviljinn sálugi kallaði Alþýðuflokkinn "pínulitla flokkinn". Samt hafði Alþýðuflokkurinn aldrei minna en 15 prósenta fylgi á þessum áratugum um miðja síðustu öld, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var með um eða yfir 40% fylgi.
Framsóknarflokkurinn var með álíka mikið fylgi og Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa nú og taldist í besta falli vera meðalstór flokkur.
Nú hefur hið pólitíska landslag breyst í smáflokkalandslag, þar sem aðeins tveir flokkar geta talist meðalstórir, en aðrir flokkar eru smáflokkar eða jafnvel örflokkar eins og Björt framtíð er orðin.
Píratar með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í dag:
"Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins 6. og 7. september.
Píratar mælast nú með 29,5% fylgi sem er örlítið meira en í síðustu könnun blaðsins en þá mældust þeir með 28,7%.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28,2% samkvæmt þessari könnun en var með 31,5% þegar Fréttablaðið kannaði síðast fylgi flokka 23. og 24. maí.
Munurinn milli þessara tveggja flokka er innan skekkjumarka.
Vinstri grænir tapa mestu fylgi samkvæmt könnuninni og mælast nú með 12,7% fylgi en voru í könnun blaðsins í maí með 18,1%.
Þar á eftir kemur Framsóknarflokkurinn en 10,7% segjast ætla að kjósa hann.
Samfylkingin mælist nú með 7,5% fylgi, ámóta mikið og Viðreisn sem mælist með 6,7%, en munurinn á þessum tveimur flokkum er innan skekkjumarka.
Í könnun Fréttablaðsins í maí mældist Viðreisn með 1,1% fylgi og bætir því töluverðu við sig.
2% kjósenda segjast ætla að kjósa Bjarta Framtíð, sem samkvæmt því næði ekki manni á þing.
Og 2,7% myndu kjósa aðra flokka."
Þorsteinn Briem, 8.9.2016 kl. 08:15
Þessar tölu benda til þess að "sannir Íslendingar", sem Íslenska þjóðfylkingin (ÍÞ) höfðar til, munu ekki yfirgefa Íhaldið. Sjá enga ástæðu til þess, þeim líður vel hjá þar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 08:27
Þau passa orðið inn í eitt lítið bakherbergi. Það er í rauninni ótrúlega mikið samanlagt fylgi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.