Alltof mikill seinagangur í skipulagningu ferðamála.

Það var fyrir síðustu aldamót sem ég gerði slatta af ferðaþáttum, sem sýndu hve langt á undan okkur Íslendingum Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Norðmenn, Svíar og Finnar eru í skipulagningu ferðamála og umhverfis- og náttúrverndarmála.

Á öllum þessum árum, sem liðin eru síðan, virðist lítið örla á því að við Íslendingar dröttumst til að nota, þótt ekki væri nema brot, af þeim hundraða milljarða tekjum, sem stórvaxandi ferðaþjónusta gefur okkur til að læra af reynslu annarra þjóða að aðgangsstýringu og öðrum frumatriðum í nýtingu lands og skipulagningu ferðaþjónustu.Náttúrupassi BNA

Upphlaupið, sem hér varð þegar rætt var um náttúrupassa, leiddi í ljós djúpstæðan mun á viðhorfum okkar og annarra þjóða gagnvart náttúrunni og auðlindum hennar.

Vestra skilgreinast þjóðgarðsgestir sem "proud partners" en hér á landi voru notuð orð eins og "auðmýking" og "niðurlæging" þegar minnst var á aðgangsstýringu. 

Hér á landi er hundruðum þúsunda ferðamanna mokað skipulagslaust á örfá svæði og staði á sama tíma sem mörg stórmerkileg náttúrufyrirbæri eru algerlega óþekkt, en gætu sum hver nýst til að dreifa ferðamönnunum betur og létta á álagi þar sem það er orðið skaðlegt eða illviðráðanlegt.  

 


mbl.is Ávinningur aðgangsstýringar margfaldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Myndaniðurstaða fyrir pinocchio

Þorsteinn Briem, 13.9.2016 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband