Ekki minnst á súrnun sjávar? Hvernig væri að líta á kort?

Mikil er gyllingin á þeirri blessun, sem loftslagsbreytingar muni færa Íslendingum í frétt um hagsmunamat ráðherranefndar um norðurslóðir. 

Ekki er minnst á súrnun sjávar, sem er lang ískyggilegasta breytingin sem beytt samsetning lofthjúpsins hefur í för með sér. 

Enn standa menn í þeirri trú að hægt verði að byggja heimshöfn í Finnafirði og að siglingaleiðirnar báðar, norðvesturleiðin og norðausturleiðin, liggi um Ísland, þótt ekki þurfi annað en að líta á kort til að sjá, að norðausturleiðin frá Evrópu til Asíu um liggur meðfram Noregsströndum, fjarri Íslandi, og norðvesturleiðin frá austurströnd Ameríku liggur fyrir vestan Grænland, líka fjarri Íslandi.  

"Nýting auðlinda" í formi olíuvinnslu er skómigustefnan í hæsta flokki, því að með því að Ísland gerist olíuvinnsluþjóð leggjum við okkar skerf til þess að menga lofhjúpinn og draga lappirnar í því að takast á við útblásturvandann og skipta yfir í aðra orkugjafa.

Að sjálfsögðu á Ísland mikilla hagsmuna að gæta á norðurslóðum, ekki síst ef framundan eru sviptingar og átök um þær, en sú sýn, sem virðist ríkja á viðfangsefnin, virðist ekki vel ígrunduð í öllum atriðum.  


mbl.is Vilja tryggja hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður veit ekki til þess að vinnanleg olía sé við Jan Mayen, Ísland, Grænland og Færeyjar.

Þorsteinn Briem, 9.9.2016 kl. 00:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 9.9.2016 kl. 00:46

3 identicon

Þessi kenning um súrnun sjávar er enn ein bábiljan og hindurvitnin um hlýnun jarðar. Þessi súrnun mælist hvergi nema við Ísland og Bahamaeyjar. Á þúsundum annarra mælistaða í heiminum mælist þetta ekki.

Menn ættu því að reyna að gerast sannir vísindamenn og finna hina réttu og líklegu skýringu á þessu í stað þess að hengja sig á þessu upp-poppuðu loftslagsvísindi til að finna einfalda en ólíklega skýringu á þessu.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 11:16

4 identicon

Þorsteinn Styrmir (11:16). Viltu gjöra svo vel og vísa í heimildir fyrir þessari fullyrðingu þinni. Takk fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 12:43

5 identicon

Eftir fréttinni að dæma fjallar skýrslan ekki um öll hugsanleg áhrif, heldur kosti og tækifæri. Það hlýtur að mega ræða tiltekna fleti einhvers máls án þess að þurfa að ræða um leið um alla aðra hugsanlega fleti.

ls (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 12:56

6 identicon

Ég sá þetta í viðtali við íslenskan vísindamann um og eftir Parísarráðstefnuna á síðasta ári. Ég held enga heimildarskrá um það sem verður á vegi mínu í prent- og ljósvakamiðlum enda held ég að það geri ekki nokkur maður.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 15:58

7 identicon

Þú heyrðir í viðtali við íslenskan vísindamann eitthvað sem féll þér í kramið, án þess að vera dómbær, dregur síðan þá ályktun að kenningin um súrnun sjávar sé bábilja og rugl. Þú gerir þig sekan um fáfræði og fordóma.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 19:48

8 identicon

Nafn vísindamannsins væri nú ágætis heimild, Þorsteinn Styrmir. Annars er þetta tiltölulega einföld efnafræði: http://ion.chem.usu.edu/~sbialkow/Classes/3650/Carbonate/Carbonic%20Acid.html

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband