14.9.2016 | 07:44
Fylkingar og víglína að mótast.
Það er ljóst að innanflokksviðburðir í Framsóknarflokknum verða mjög áberandi í stjórnmálafréttum komandi vikna. Fyrirbærið kallast flokkadrættir. Fólk skipar sér í fylkingar sem takast á um menn og málefni.
Skiptar skoðoanir eru um hlutverk fyrrverandi formanna og fylgismenn Sigmundar Davíðs átelja Guðna Ágústsson fyrir að gefa upp skoðanir sínar, segja að aldrei áður hafi fyrrverandi formenn gert slíkt varðandi sitjandi formenn.
Þetta er reyndar ekki rétt, því að strax í vor veitti Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður, Sigmundi afar hvassa ádrepu.
Ekki þarf afstaða Gunnars Braga Sveinssonar að koma á óvart. Hann er þingmaður Norðvesturkjördæmis og á bakland sem nefnt hefur verið Skagfirska efnahagssvæðið.
Þar er helsta vígi fjármála- og valdaafla flokksins, sem hvelfast um stóriðju- og virkjanafíkla auk valdakerfis landbúnaðarins.
Þar lét Sigumundur Davíð taka af sér mynd í miðjum hópi manna, sem stefnir einbeittur að byggingu álvers sunnan Skagastrandar og virkjun Jökulsánna í Skagafirði.
Helstu forsprakkarnir hafa þegar tryggt sjálfum sér eignarhald á landareignum, þar sem virkjanamannvirkin verða og gamla kjörorðið frá kosningunum 2007 verður lýsandi á ný: "Árangur áfram - ekkert stopp"
Ræða formannsins á miðstjórnarfundinum var hallelúja þeirrar yfirþyrmandi hugsunar, þar sem ekki var minnst orði á það sem núverandi forsætisráðherra hefur gert og vel hefur gengið hjá honum.
Það ergði hann vafalítið, annars hefði hann varla gefið yfirlýsinguna um að hann tæki ekki varaformannsembættið að óbreyttri forystu.
Nú hefur Gunnar Bragi stigið inn í það tómarúm, sem hugsanlega myndast ef Sigurður Ingi hverfur úr stjórn flokksins.
Það er á fullu verið að skipa mönnum í fylkingarnar, en margir bíða þangað til úrslitin í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi verða ljós.
Styður Sigmund sem formann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
1.4.2015:
"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."
Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn
Þorsteinn Briem, 14.9.2016 kl. 08:04
1.9.2015:
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Þorsteinn Briem, 14.9.2016 kl. 08:05
Þorsteinn Briem, 14.9.2016 kl. 08:26
Meirihluti kjósenda undir þrítugu styður Pírata
Steini Breim, það er ekki hægt að búast við því að börnin séu efnilegri en foreldrarnir...
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.9.2016 kl. 08:31
Flokkurinn á nú ólíkt betri framtíð með Sigurði Inga heldur enn að sökkva með Sigmundi Davíð. Maður finnur bara gamla góða framsóknar-andann leggjast yfir allt með Sigurði. Sem maður hefur ekki fundið fyrir síðustu 20 árin frá því Halldór gekk með flokkinn auðmönnum og peningaöflum á hönd.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 10:40
Hvaða svakalega góða framsóknaranda ertu að tala um Þorsteinn? Þegar ekki mátti flytja eina baun til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi? Þegar verslunarmenn voru rægðir við almenning? Þessi blessaða þjóð ...
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.