Orkunýtni skilar miklum og ótvíræðum ávinningi.

Þekking á rafbílum og öðrum möguleikum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum samgöngutækja er enn ansi ábótavant, ekki bara hjá almenningi hér á landi, heldur um allan heim.

Ástæðan er sú, að kolefnisspor og vistspor mismunandi gerða að bílum, - heildarumhverfisáhrif þeirra, allt frá frammeiðslu til förgunar, - eru ekki metin og upplýst.

Dæmi: Ég hitti Ólaf Ragnar Grímsson, þáverandi forseta, við Hótel Rangá fyrir nokkrum árum, og benti honum á það, að Lexus 600 tvinnbíll forsetaembættisins væri í raun miklu dýrari og flóknari en sambærilegir dísilknúðir bílar frá Benz og BMW.  

Þeir væru bæði jafn rúmgóðir lúxusbílar og Lexusinn, væru jafn fljótir upp í hundraðið, kæmust jafnhratt og eyddu jafn litlu eldsneyti.

"Já, en hér ræður P.R.-ið," svaraði forsetinn.

Já, hárrétt, fræga fólkið vill frekar láta sjá sig á tvinnbíl en "venjulegum bíl."

Helsti galli rafbíla er drægið, hve langt þeir komast á hleðslu og tafir við að endurhlaða.DSCN7958

Þessi galli er ekki fyrir hendi á olíu/bensínknúnum bílum og vélhjólum, þar sem nokkrar mínútur tekur að hlaða orku á bílinn. 

Eini vetnisbíllinn, sem er kominn í sölu, hjá Toyota, er miklu dýrari en sambærilegir rafbílar, en hann kemst líka miklu lengra í einum áfanga.

Tengiltvinnbílar og bílar með "auknu drægi" eins og nýi BMW i3 bæta úr þessum ágöllum.

En að sumu leyti er verið að byrja á öfugum enda við það viðfangsefni að fást við óhjákvæmileg orkuskipti.Léttir, eigandinn og jökullinn

Í stað þess að bjóða upp á eitt og hálft tonn af flóknu og dýru farartæki til að flytja hundrað kíló af mannakjöti ( rúmlega einn maður í hverjum bíl) þarf ekki nema 120 kílóa farartæki, sem þar að auki er margfalt ódýrara og einfaldara. 

Nú hef ég ekið 3000 kílómetra á vespuhjólinu "Létti" sem er af gerðinni Honda PCX, og hægt er að aka á þjóðvegahraða.DSCN7909

Ég á heima í norðausturhluta Grafarvogshverfis, og 2300 kílómetrar hafa verið farnir í borgarakstri og fylgst nákvæmlega með eyðslunni. 

Útkoman er mögnuð: 2,2 lítrar á hundraðið, þrefalt minna en á sparneytnustu bílum! 

Hondan er ALLTAF fljótari í förum en bíll, smýgur um allt, þarf ekki bílastæði o. s. fv. 

Kaupverð nýs hjóls er fjórðungur af kaupverði ódýrasta bílsins. Hjólið er með einn strokk í stað þriggja til fjögurra, tvö hjól í stað fjögurra, þarf ekki vökvastýri eða rafknúna rúðuupphalara o. s. fv. DSCN8015 

Ég fór auðveldlega í ágúst,í leiðangrinum "Orkunýtni - koma svo! - til Akureyrar á þjóðvegahraða, á rúmlega fimm klst 40 mínútum með 50 mínútna stoppum samtals í Borgarnesi, Staðarskála og Varmahlíð, sem þýðir að þessa 380 kílómetra vegalengd var hjólið í 3 klukkustundir og 50 mínútur á ferð. 

Eyðslan: 2,6 á hundraðið! Enginn bíll í sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu um daginn komst nálægt þessu.  Fór hringinn áfram, stoppaði í tvo tíma á Akureyri og sex stundir á Egilsstöðum til að ekki væri hægt að halda því fram að öryggi væri stefnt í hættu vegna skorts á svefni og eðlilegri hvíld.  

Bloggaði raunar allan tímann og tók myndir og birti þær á facebook. DSCN8056

Samtals tók hringferðin, sem var 1331 km, einn sólarhring og sjö klukkustundir brúttó. 

Eyðslan 2,65 í hringnum og allan tímann haldið venjulegum þjóðvegahraða.

Eldsneytiseyðsla vélhjóla er meiri úti á þjóðvegum en í borgarumferð, vegna þess að loftmótstaða sitjandi manns og hjóls úti í vindinum á 80-90 kílómetra hraða er hlutfallslega mun meiri en í borgarumferð. 

Ég var með nægan mat og drykk til ferðarinnar um borð í hjólinu, sem og tölvu af fullri stærð, myndavélabúnað og nausynlegan hlífðarfatnað. Náttfari

Núverandi ágallar rafbíla breyta þó ekki því að einstök aðstaða Íslands í orkumálum knýr á um að skipta yfir í rafmagn sem orkugjafa hér á landi eftir því sem unnt er.

Ég nota áfram rafreiðhjólið Náttfara, sem notað var í leiðangrinum "Orkuskipti - koma svo!" í fyrra, í venjulegum ferðum um borgina, en gríp í vespuhjólið þegar ég þarf að nýta tímann vel og vera fljótur í ferðum.

Eftir eins og hálfs árs reynslu af því að nota þessi tvö hjól til ferða blæs ég á allt tal um rigningu og vind. Það er hægt að negla dekkin á þessum hjólum fyrir vetrarumferðina ekkert síður en á bíl.

Í öllum Evrópulöndum nema Íslandi er fullt af svona hjólum og góður markaður fyrir þau, ekki síst í 125 cc flokknum, og allir helstu vélhjólaframleiðendurnir eru í hörku samkeppni við að framleiða sem best hjól.  


mbl.is Vita lítið um rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður Ómar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá Reykjavík til Húsavíkur eru 479 km, til Ísafjarðar 455 km og til Hornafjarðar 457 km.

Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin

Í fyrradag:

New electric bus can drive 350 miles (560 km) on one charge

Þorsteinn Briem, 14.9.2016 kl. 23:00

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Óttinn við drægi rafbíla" er ekki meira ofmetinn en það, að þeir komast ekki með sæmilegu öryggi lengra frá Reykjavík en að Holtavörðuheiði og Eyjafjöllum vegna skorts á hraðhleðslustöðvum. 

Ómar Ragnarsson, 15.9.2016 kl. 08:38

7 identicon

http://www.faz.net/aktuell/finanzen/devisen-rohstoffe/erneuerbare-energien-werden-wettbewerbsfaehiger-14435636.html#GEPC;s2

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 08:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvernig væri nú að lesa fréttina áður en þú byrjar að gapa um hana, Ómar Ragnarsson?!

Um hvaða land er verið að ræða í þessari frétt?!

Þorsteinn Briem, 15.9.2016 kl. 09:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Þorsteinn Briem, 15.9.2016 kl. 09:42

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 15.9.2016 kl. 09:47

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Að sjálfsögðu er einnig nauðsynlegt að setja sem fyrst upp hleðslustöðvar á landsbyggðinni
fyrir alls kyns rafbíla, til að mynda rafrútur sem ekið verður um allt landið.

Þorsteinn Briem, 15.9.2016 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband