15.9.2016 | 10:15
Getur Lilja brúað bilið?
Miðað við áframhaldandi afneitun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þeim trúnaðarbresti, sem hann stóð sjálfur ítrakað fyrir í vor, er borin von að með slíku háttalagi sé hægt að sameina Framsóknarflokkinn.
Það er synd, því að í flokknum er og hefur verið margt gott og gegnt fólk, þótt gróðaöfl hafi löngum borið þetta hugsjónafólk ofurliði.
Eitt af góðum verkum Sigmundar var að fá Lilju til verka, því að hún er ung og efnileg.
Úr því að Siguruður Ingi vill ekki verða varaformaður að óbreyttri forystu að öðru leyti, má láta sér detta í hug að ef SDG víkur fyrir Sigurði Inga, geti falist í því ákveðin brú á milli hans og Sigurðar Inga að hafa Lilju sem varaformann við hlið hans.
Lilja íhugar varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er ekki ung, nær 43ja ára gömul og því miðaldra.
Þorsteinn Briem, 15.9.2016 kl. 10:45
Já, það er sannkallað hugsjónafólk í Framsóknarflokknum. Almenningur er ýmist illa upplýstur eða gráðugur. Lilja þarf sko ekki að hafa atkvæði frá svoleiðis skítapakki á bak við sig. Við getum treyst því að áfram munu illa upplýstir og gráðugir aularnir mæta á kjörstað til að troða sínum skítugu atkvæðum ofan í kassana.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 11:14
En hvað er hún þung Ómar? Samsvarar hún sér nógu vel? Er hún feit, þétt eða grannholda? Hafa þessir þrír skrokkar verið vigtaðir saman? Nú þurfum við fréttaskýringu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 11:34
Sigmundur Davíð á hvergi að vikja, hann á að standa vaktina áfram. Það eru Framsóknarmenn sem kjósa Framsóknarflokknum formann, ekki fréttastofa RÚV, né aðrir en Framsóknarmenn.
Gaman væri ef einhver getur bent á vammlausan einstakling með allt sitt á þurru. Þá er ég að tala um venjulegan íslending, ekki dýrling katólsku kirkjunnar.
SDG kom sem ferskur gustur inn í íslenska pólitík og var með hugmyndir, sem ekki þóttu par fínar að áiti margra og fékk bágt fyrir. Nú vilja hins vegar allir Lilju kveðið hafa, - ekki bara Lilju Dögg.
Það sem segir mér að SDG sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn, er að hann er undir smásjá hjá mörgum. Ef hann opnar tölvuna sína, er það fréttnæmt hjá RÚV og talað er við pólitíska andstæðinga hans um hve óhönduglega honum tókst það. Ef hann mætir á Alþingi umhverfist Svandís Svavrsdóttir. Ef hann mætir ekki umhverfist Svandís Svavarsdóttir.
Eigum við ekki að sjá til þess að Svandísi Svavarsdóttur í frí.
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 12:07
Það er alveg sama hvernig þessum málum er snúið, Framsóknarflokkurinn er ekkert án Sigmundar og fyrst framsóknarmenn átta sig ekki á þessu, þá er framsókn orðinn örflokkur.
Þá verður framsóknarmafían að kaupa sér annan flokk. Það getur ekki verið vandamál, nema nú þurfa þeir að kaupa marga flokka vegna smæðar þeirra. En framsóknarmafían hefur svosem alveg efni á því.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 12:50
Sammála framsóknarmanninum Steindóri Sigurðssyni, nema ég tek ekki undir mafíutitilinn.
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 12:54
Að kjósa Lilju sem varaformann væri væntanlega góð leið til að sætta "...strákana sem stjórna Framsóknarflokknum" eins og Vigdís Hauksdóttir orðar það.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 13:07
„The game is over“ hjá Sigmund Davíð, hefði mátt vera fyrr. Maðurinn var svo vitlaus og óforskammaður að hann reyndi að fela það fyrir þjóðinni að hann hefði hagsmunatengingar við þrotabú föllnu bankanna. Auk þess stelur hann undan skatti með því að fela seðlana sína á Tortóla. Hann er hrokagikkur með smeðjulegt yfirlæti. Innbyggjar verða að vanda sig betur, maður gerir ekki erfðaprinsa íslenska auðvaldsins, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben að valdamestu mönnum þjóðfélagsins. Það gengur bara ekki. Og öllum má nú vera ljóst að Sigmundur Davíð er vanhæfur „posh boy“, með litla sem enga menntun, því lítill námsmaður. Það er ekki hægt að kaupa menntun, hinsvegar sæti flokksformanns ónýts stjórnmálaflokks.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 13:20
Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en aldrei áður Framsóknarmaður. Það truflar mig svosem ekkert en aldrei hef ég gerst sekur um að kjósa þann flokk. Það sem ég skrifa er bara einfalt stöðumat hjá manni úti í bæ sem fær eins og flestir, bara að sjá toppinn á ísjakanum. En varðandi mafíutitilinn þá má líka kalla það elítu eða klíku eða eitthvað annað og svoleiðis er víðar en í framsóknarflokknum. Pólitíkusarnir eru bara frontur á hagsmunagæslu, ekki hagsmunagæslu almennings, heldur hagsmunagæslu ákveðinna hagsmunaafla í samfélaginu. Og menn geta kallað þau öfl það sem þeir vilja.
En Benedikt, þar sem ég sé Framsóknarflokkinn svo sundurleitan í því hver næstu skref eiga að vera þá verður það þeirra banabiti.
Yfirmenn Bjarna Ben vissi nefninlega alveg þeir voru að gera þegar þeir ákváðu að hafa kosningar í haust, því það væri of stuttur tími fyrir framsóknarmenn til að ná vopnum sínum aftur.
Og þá verður ekki talað um afnám verðtryggingar eða aðrar lýðræðisumbætur í langan tíma.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 13:26
En Haukur ég er sammála þér í flestum atriðum,nema mér finnst þú ásamt alltof mörgum Íslendingum gera alttof mikið úr menntun. Það vantar ekki menntunina á alþingi þar er allt fullt af lögfræðingum svo dæmi sé teki en það virðist ekki hjálpa neitt. Stjórnsýslan og embættismannakerfið er fullt að mjög vel menntuðu fólki. Samt tókst nánast að setja þjóðina ða hausinn árið 2008. Ég er löngu búinn að sjá það að menntun geir ekkert gagn í að stjórna landinu, en afturámóti þurfum við að fá heiðarlegt fólk til að stjórna og þar vantar mikið uppá. Það vantar enga menntun við höfum nóg af henni með engum árangri.
Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 13:40
Haukur Kristinsson.
Ítrekað veltir maður fyrir sér hver sé að fremja meintan gæp. Sá sem talinn er hafa eitthvað óhreint í pokahorninu, eða hinir sem stöðugt klifa á glæpsamlegur athæfi, án þess að hafa innistæðu fyrir þeirri fullyrðingu sinni og gjörsamlega rænulaus að koma þeim ávirðingum til réttra aðila, til úrlausnar.
Verður ekki einnig að álykta, að þeir embættismenn séu vanhæfir og eigi að víkja, sem ekki hafa enn fundið það ólöglega, sem SDG er ítrekað sakaður um?
Dylgjur í garð annarra, eru ekki sæmandi heiðvirðu fólki.
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 20:33
Fyrigefðu Steindór, ekki var það ætlun mín að móðga þig.
En málið er það, að margir, sem agnúast út í einhvern minnihlutahóp, tilheyra gjarnan þeim hópi, þegar öll kurl eru komin til grafar.
Þetta hefur oft gerst í sögunni.
Mig minnir t.d. að einhverntíma hafi hrotið af vörum manns, í hita leiksins:
"Enginn er meiri framsóknarmaður en Halldór Ásgrímsson, ef frá er talinn Egill á Seljarvöllum."
Grun hef ég um að sá síðarnefndi hafi ekki oft kosið Framsóknarflokkinn.
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 20:44
Afsakið "Egill á Seljavöllum"
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 20:46
Ég vil eindregið losna við sem mest af Framsóknarflokksmönnum af þingi og mæli því heilshugar með því að Sigmundur verði áfram formaður.
Bergur Isleifsson (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 21:30
Sæll Bergur.
Leitt ef dagdraumar þínir gufa upp, þ.e. SDG verði áfram formaður og Framsókn verði áfram á þingi.
Rétt að minna á það, að með SDG náði flokkurinn bestu kosningu frá 1979. Reikna ekki með að það verði endurtekið, en eftir að SDG kom til baka úr fríi, hefur flokkurinn heldur hækkað í skoðunarkönnunum.
Benedikt V. Warén, 15.9.2016 kl. 23:28
Sæll, Benedikt og sömuleiðis.
Ég hef nú ekki fylgst grannt með breytingum á skoðanakönnunum um fylgi Framsóknarflokksins að undanförnu en ef það hefur aukist eitthvað á milli síðustu kannana þá gæti ég alveg trúað að það sé vegna vonar um að Sigurður Ingi taki við og Sigmundur láti sig hverfa. En eins og ég segi, ég vona sjálfur að Sigmundur sitji áfram sem fastast. Síðustu fréttir um að Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ sé hættur að styðja hann slær þó á þá von.
Bergur Isleifsson (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 06:34
lilja er eflaust ágæt maneskja en nokkuð hægrameigin í flokknum. um sigmund.varla deir flokkurinn út þó hann fari frá. er ekki aðdándi hans þó framsóknarmaður sé. sinti ekki skildum sínum sem forsetisráðherra. blessað flökkudýr. kanast ekki við að sjá hann í mínu kjördæmi þó í orði sagðist ann ætla um landið ef landið er ekki stæra en norðurland eru það nýjar fréttir fyrir mér. svona gét ég haldið áfram og tapan tók svo úr þegar hann var ekki við innsetníngu forseta íslands. en sigurður á erfit með að fara í formaninn eftir fyrri yfirlísíngar en gæti stutt eyglóu til formans. hvort lilja er málamiðlun veit ekki en hún hefur þekkíngu á efnahagsmálum gæti orðið góður fjármálaráðherra
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.