16.9.2016 | 18:54
Einstæður viðburður í þjóðarsögunni.
Slysið mikla við Mýrar fyrir réttum 80 árum, þegar franska rannsóknarskipið Pourquois pas? fórst, var einstæður viðburður í þjóðarsögunni á flesta lund.
Það var ekki aðeins að margir færust, heldur var leiðangursstjórinn heimsþekktur og skipið fullkomnasta rannsóknarskip þess tíma.
Þegar óhemju viðhafnarmikil og stór minningarathöfn fór fram í Reykjavík, var það í fyrsta skipti sem útvarpað var frá Íslandi til annarra landa frá nokkrum viðburði hér, svo djúpstæð áhrif hafði þetta mikla slys á Frakka og aðrar þjóðir.
Ég minnist þess enn úr bernsku, þegar móðir mín, Jónína R. Þorfinnsdóttir, sagði mér frá því hvað þetta mikla slys hafði djúp áhrif á hana, ekki hvað síst vegna þess að þetta gerðist á 15 ára afmælisdegi hennar.
Fjörutíu rósum varpað í sjóinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, svo merkilega vill til Ómar, ad mamma thína kenndi mér í
Álftamýrarskólanum og meira ad segja systir thín líka.
Mamma thín sagdi okur thessa sogu og ég man alltaf hvad okkur
fannst thetta forvitnilegt.
Thad voru margar sogurnaar sem hún sagdi okkur og vid
hofdum mikla ánaegju af.
Hún var frábaer kennari og blessud sé hennar minning.
M.b.kv.
Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.