17.9.2016 | 23:29
Leikur að (púður)eldinum.
Í tvígang hefur Donald Trump gert hugsanlega skotárás á Hillary Clinton að umtalsefni.
Tilefnið er ekki það að Clinton vilji afnema byssueign, því að það gerir hún ekki.
Hún er aðeins að kalla eftir strangara eftirliti og lagaumgjörð varðandi skotvopn til að takmarka möguleika sálsjúkra og ofbeldisfullra einstaklinga til að komast yfir skæð skotvopn.
Með því að espa upp umræður um skotárásir á frambjóðendur er Trump að óþörfu að leika sér að eldinum.
Vill að lífverðir Clinton afvopnist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.