18.9.2016 | 07:36
Sáttir við eigin stöðuveitingar en ekki annarra.
Stjórnmálaátök, bæði innan flokka og utan, bjóða oft upp á tvískinnung og mótsagnir.
Þegar Viðreisnarflokkarnir svokölluðu höfðu verið við völd í tólf og hálft ár, náðu stjórnarandstöðuflokkarnir meirihluta og alger umskipti urðu í stjórn landsins.
Öll valdaár Viðreisnarstjórnarinnar höfðu stjórnarherrarndir verið gagnrýndir harðlega fyrir að stunda miskunnarlausar stöðuveitingar í eigin þágu.
Svo komust vinstri flokkarnir að, og þá brá svo við að þeir tóku upp svipaðar stöðuveitingar.
Sú stjórn sat í þrjú ár, og við næstu stjórnarskipti varð aftur sveifla í stöðuveitingum.
Það, sem var einna athyglisverðast, voru þau rök, sem alliri beittu, nokkurn veginn þessi:
Við erum ekki að veita stöður pólitískt, heldur að koma í veg fyrir að hinir geri það og andæfa misbeitingu þeirra.
Í tilfelli vinstri stjórnarinnar heyrði maður þessi rök: Hinir, eru búnir að misnota aðstöðu sína í svo mörg ár, að það er skiljanlegt að á stuttum valdatíma okkar neyðumst við til að koma fram einhverju mótvægi.
Sáttir við eigin smölun en ekki annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til að um stöðuveitingar sé að ræða þurfa menn að hafa fengið einhverja stöðu.
Og hvar er Gunnar Ingiberg Jónsson á framboðslistum Pírata fyrir alþingiskosningarnar í næsta mánuði?!
"Lilja gagnrýndi prófkjör Pírata fyrr í mánuðinum í bréfi sem hún sendi á fjölmiðla.
Þar sakaði hún Birgittu Jónsdóttur um að hafa beitt sér fyrir því að koma Gunnari Ingiberg Jónssyni, fyrrverandi gjaldkera flokksins, ofar á framboðslistanum í kjördæminu.
Birgitta hefur hafnað þessum ásökunum."
Þorsteinn Briem, 18.9.2016 kl. 08:18
Framboðslistar Pírata 2016
Prófkjöri lokið í Norðvesturkjördæmi
Staðfestur framboðslisti í Norðausturkjördæmi
Staðfestur framboðslisti í Suðurkjördæmi
Framboðslisti í Reykjavík Norður
Framboðslisti í Reykjavík Suður
Framboðslisti í Suðvesturkjördæmi
Þorsteinn Briem, 18.9.2016 kl. 08:27
Síðastliðinn sunnudag:
Verða þau alþingismenn eftir kosningarnar í næsta mánuði?
Þorsteinn Briem, 18.9.2016 kl. 08:33
Steini Briem, ættu aðrir flokkar ekki bara að taka upp Pírata lýðræðið: Það er kosið, svo er aftur kosið ef Birgittu líkar ekki niðurstaðan. Nýja Ísland eins og Birgitta vill hafa það.
Steini er þetta grunnstefna Pírata: Grunnstefna= Sósíalismi: Píratar vilja taka frá þeim sem eiga, og hafa nent að vinna fyrir sínu, og gefa þeim sem sem ekki nenna að vinna, og lepja latte kaffi í 101, opna öll landamæri, og fjölga latte kaffihúsum í 101.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 09:59
Hver skilur grunnstefnu Pírata? Bandaríkjamenn samþykkja 4,3 billjóna samning um hernaðaraðstoð til Ísraels á sama tíma og þeir fallast á bótagreiðslu vegna drónaárásar þar sem ítalskur hjálparstarfsmaður lét lífið. Hvað með alla hina sem hafa fallið í drónaárásum Bandaríkjanna? Engar bætur fyrir þá? Hvað með að sleppa bara þessum árásum? Þetta er gargandi óréttlátt og það má öllum vera ljóst að Bandaríkjamenn eru með þessu vísvitandi að hella olíu á eldinn. Stefna Pírata: Ef ekki Nató, þá hvað? er því í besta falli brosleg. Í þessu tilviki geta þeir ekki einu sinni sagt - eins og þeir gerðu varðandi búvörusamninginn - að þeir vilji skilja afleiðingar gjörða sinna.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.9.2016 kl. 11:01
Halldór Björn skrifar:
"Steini Briem, ættu aðrir flokkar ekki bara að taka upp Pírata lýðræðið: Það er kosið, svo er aftur kosið ef Birgittu líkar ekki niðurstaðan. Nýja Ísland eins og Birgitta vill hafa það."
Þetta er bara rangt. Reglurnar fyrir þetta prófkjör voru settar af kjördæminu sjálfu. Semsagt kosning, staðfestingakosning af landinu öllu og ef listinn yrði felldur, þá kosning úr þeim frambjóðendum frá landinu öllu. Þetta lág fyrir áður en prófkjörið átti sér stað.
Þetta er lýðræðislegt ferli í alla staði, en listinn varð lýðræðislega kosinn eftir þrjár atkvæðagreiðslur.
Það má blaðra um hvað sem er varðandi þetta prófkjör, staðreyndin er samt engu að síður sú að þetta eru dylgjur hjá þessari manneskju.
Varðandi Grunnstefnuna, þá er það bara kjaftæði. Ef þú leggur hana að jöfnu við sósíalimsma, þá veistu ekki hvað sósíalismi er.
Að lokum, þá kom sá fram sem viðhélt ásökunum seinna, baðst afsökunar á því að hafa haldið þeim á lofti og sagt að þær voru rangar.
Um að gera að gagnrýna, en gera það þá staðreyndum.
Hver veit, sú sem vitnað er í þarna gæti verið með mikil hagsmunatengsl gagnvart einhverjum á listanum.
Hákon Helgi (IP-tala skráð) 19.9.2016 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.