Einu sinni var brottrekstrarsök ađ vera á íţróttaskóm.

Stundum verđa til reglur um fatnađ, sem eru börn síns tíma. Ţegar ég kom á reiđhjóli í Menntaskólann í ullarsokkum og íţróttaskóm ţótti ţađ allt ađ ţví brottrekstrasök. 

Verra varđ ţett ţegar ég hóf ađ ganga fréttavaktir í Sjónvarpinu. 

Fréttastjórinn var afar vandur ađ virđingu sinni, kallađi mig á teppiđ og setti mér stólinn fyrir dyrnar: Engum fréttamanni á hans fréttastofu leyfđist ađ fara til dćmis í viđtal eđa upptöku hjá ćđstu ráđamönnum ţjóđarinnar svona klćddur til fótanna. 

Ég var svo heppinn ađ fara til ađ skemmta í útlöndum skömmu síđar og tók ţar dag í ađ leita dyrum og dyngjum ađ svartleitum íţróttaskóm. 

Fann loks eina slíka, alveg nýja gerđ, og fór ađ ganga í ţeim heima. 

Fréttastjórinn sá ţetta álengdar og áttađi sig ekki á ţví ađ ţetta vćru í raun íţróttaskór og ţannig slapp ég fyrir horn. Hef ég gengiđ í svörtum íţróttaskóm alla tíđ síđan. 

Hiđ hlálega viđ ţetta var hins vegar, ađ gríđarlegar umbreytingar urđu í ţjóđfélaginu á örfáum árum á áttunda áratugnum. Ţéringar og fleira, sem taliđ hafđi veriđ frágangssök ađ iđka ekki, lögđust einfaldlega niđur. 

Áratug eftir ađ hótađ var brottrekstri fyrir ađ vera í vinnunni á íţróttaskóm voru langflestir komnir á alls kyns íţróttaskó en ég hins vegar orđinn einn af fáum sem alltaf var á svörtum og til ţess ađ gera virđulegum skóm. 

Er svo og verđur ţar til tćrnar snúa upp hjá mér, en hefur í áratugi oft vakiđ undrun ađ slíkt skótau skuli notađ hvar sem er, jafnt uppi á hálendinu sem í Hörpu og leikhúsunum. 


mbl.is Fréttakona rekin vegna fylgihlutanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Barack Obama ásamt leiđtogum Norđurlandanna ađ loknum fundi ţeirra í Stokkhólmi í gćrkvöldi. Ef grannt er skođađ sést ađ Sigmundur Davíđ er í ósamstćđum skóm og klćđist Nike skóm á vinstri fćti.

Ţorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 11:56

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Međ Obama í skrítnum skóm,
skakklappađist kallinn,
Sigmundur nú lemur lóm,
ljótur margur gallinn.

Ţorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 12:17

3 identicon

Ađ ţessi vanhćfi og lítt menntađi undirmálsmađur skuli hafa veriđ fulltrúi ţjóđarinnar var okkur Íslendingum til háborinnar skammar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 23.9.2016 kl. 14:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband