23.9.2016 | 22:56
Spáði því að "skýrslan" yrði sprengja. Hvað nú?
Þegar Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson lögðu fram fyrir hönd meirihluta fjárlaganefndar "skýrsluna" margfrægu, spáði Vigdís því að skýrslan yrði "sprengja."
Hún spáði rétt um það, en ekki því, hvers konar sprengja hún yrði.
Því að skýrslan hefur reynst þvílík sprengja innan raða meirihluta fjárlaganefndar og stjórnarþingmanna, að allir hafa forðað sér frá henni nema Vigdís.
Nú er að sjá hvernig stórsigur verður unninn á flokksþingi Framsóknarmanna.
Spáir stórsigri Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki Lilja að gera klárt að taka við keflinu svo friður verði tryggður í Framsóknarflokknum? Mér sýnist að Framsóknarframhaldsþættirnir gætu hafa verið undirbúnir a.m.k.fá þeir alla athyglina í fjölmiðlum fría spara sér mikla peninga í kosningarbaráttunni nú um þessar mundir sem er tær snilld
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 23:20
Viðbrögðin segja minnst um Vigdísi en mest um mafíuna sem hérna ræður öllu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 23:52
Tek 100% undir orð Elínar Sigurðardóttur, um að viðbrögðin segja mest um mafíuna sem hérna ræður öllu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.9.2016 kl. 00:20
Ljóta má nú skýrslu skrá,
um skaðræðis það kvendið,
Sigurður komst ofan á,
undir honum lendið.
Þorsteinn Briem, 24.9.2016 kl. 04:09
Getur ekki bara verið að SIgmundur springi þegar hann tapar fyrir Sigurði Inga
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2016 kl. 10:41
Í pólítík er laust um lím,
lausung líta má,
Vigga bara greip hann Grím
á gandreið - ofanfrá!
Þjóðólfur í Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 10:55
Ég hef nú ekki séð eða lesið skírsluna, en enn og aftur þá skauta menn alltaf framhjá fyrri einkavæðingunni sem kom öllu bullinu af stað. Og ef menn halda því stanslaust áfram, nú þá heldur bullið bara áfram. Sem dæmi þá erum við ennþá með handónýtt fjármálaeftirlit sem stofnað var þegar Davíð nokkur Oddson lagði niður Þjóðhagsstofnun til að hleypa öllu bullinu af stað.
Steindór Sigurðsson, 24.9.2016 kl. 14:15
Skil vel að þú nennir ekki að lesa skýrsluna Steindór. Eins og þetta blasir við mér þá kemur fyrri einkavæðingin fyrir í síðasta kafla spillingarsögunnar. Þetta er alveg svakalegur doðrantur. Hundleiðinlegur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 14:31
Vigdísi yfirsást auðvitað viðbrögð fjórða veldisins, sem eina ferðina enn ãkvað að móta almenningálitið frekar en að flytja fréttir.
Þessi meinsemd í nútímaþjóðfélagi verður ekki upprætt nema með því að svokallaðir fréttamenn verði teknir af ríkisspenanum og lãtnir ganga sjálfala.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 20:37
Sammála þér Bjarni
Eggert Guðmundsson, 24.9.2016 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.