24.9.2016 | 19:09
Kraftar sem geta breytt ströndinni og siglingaleiðinni.
Þeir kraftar, sem valdið hafa hopi Breiðamerkurjökuls svo langt inn í land, að eitt dýpsta vatn landsins hafi myndast, valda því líka að við það að leirframburður jökulsins fellur að mestu í lónið en berst ekki til sjávar við ströndina, rýfur sjórinn ströndina meira en áður var svo að hún færist æ innar.
Með sama áframhaldi án nokkurra mótaðgerða mun brúin að lokum falla, hringvegurinn að rofna og lónið breysta í fjörð, fullan af ísjökum, sem munu berast með ströndinni og trufla siglingar, meðal annars hugsanlegar ferjusiglingar yfir þann farartálma sem fjörður yrði.
Enga festu er að finna fyrir mannvirki til að verjast þessu, því að þarna eru tvö hundruð metrar lóðréttir niður á fasta klöpp undir sandinum.
Vaxandi líkindi eru til þess að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum valdi hlýrra veðurfari, sem aftur veldur bráðnun jökulsins.
En þegar Vatnajökull bráðnar, þynnist, minnkar og léttist, minnkar farg hans á landið, þannig að landið fer hækkandi.
Það gæti seinkað því að Jökulsárlón breytist í fjörð.
Aðal umhugsunarefnið varðandi hamfarir af mannavöldum í líkingu við það sem hér hefur verið lýst, er það hve lítið þarf oft að rugga bátnum til þess að hrinda af stað hrikalega stórri atburðarás. Að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Miklir kraftar að verki í Jökulsárlóni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst fjóra kílómetra suður í Kötluhlaupinu 1918.
Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal.
Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörleifshöfði að minnsta kosti að hluta umlukinn sjó og fyrir vestan hann var Kerlingarfjörður, hin ágætasta höfn, sem fylltist í Kötluhlaupi árið 1179 (Höfðárhlaupi).
Þessi tvö litlu dæmi sýna hve mikilvirk jökulhlaupin eru í því að mynda sandana á Suðurlandi — Kötluhlaup, Skaftárhlaup, Skeiðarárhlaup — en Katla hefur stundum hlaupið undan Sólheimajökli og myndað þannig Skógasand og Sólheimasand, auk þess sem hún hefur hlaupið niður í Þórsmörk og þannig lagt til aura Markarfljóts.
Þar fyrir utan bera jökulárnar kynstur af framburði til sjávar ár og síð, frá Hvítá í vestri til Jökulsár í Lóni í austri."
Vísindavefurinn - Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?
Þorsteinn Briem, 24.9.2016 kl. 20:26
22.8.2004:
Kötlutangi enn syðsti oddi Íslands
Þorsteinn Briem, 24.9.2016 kl. 20:27
3.4.2014:
"Höfn í Hornafirði stendur nú 15 sentímetrum hærra en árið 1997 og ástæðan er minna farg af bráðnandi jökulþekju.
"Áætlað er að þegar Vatnajökull hefur hopað allur muni land undir honum miðjum rísa um rúma 100 metra og allt að 20 metra við Höfn í Hornafirði.
Fargléttirinn við bráðnun jökulsins mun stórauka eldvirkni, enda á kvikan þá greiðari leið upp á yfirborðið."
Þorsteinn Briem, 24.9.2016 kl. 20:29
Ómar Jöklar eru síbreytilegir hvort sem það er einhverju a kenna eða ekki. Ég var það frægur að vera fyrstur keyra yfir sandrif sem myndaðist árið 1967 ef mig minnir rétt en það stóð ekki lengi kannski 12 tíma. Ég fór líka nokkrar ferðir með Kalla Eyríks að mæla jökulinn fyrir innan jökulheima en allt var þetta á fleygi ferð inn og út
Valdimar Samúelsson, 24.9.2016 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.