Gerð var skýrsla sem stungið var ofan í skúffu.

Fyrir tæpum tuttugu árum létu samtök norrænna borga gera mjög vandaða skýrslu með samanburði í smáu og stóru á helstu atriðum, sem skiptu máli varðandi þessar borgir.

Í skýrslunni var meirihluti borganna á stærð við Reykjavík og í ljós kom að Reykjavík og þessi höfuðatriði voru verulega frábrugðin í stóru borgunum, svo sem Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Björgvin, Helsinki og Gautaborg, eða í meðalstóru og smærri borgunum, svo sem Álaborg, Árósum, Óðinsvéum, Þrándheimi, Luleaa, Tampere o.s.fv. 

Stóru borgirnar voru yfirleitt eldri og með miklu þéttari byggð. 

Athygli vakti að smærri borgirnar voru áberandi líkar Reykjavík hvað þéttleika snerti og önnur höfuðatriði. Eina undantekning hvað þéttleika varðaði, var Stavanger, en það stafar af landfræðilegum ástæðum, af því að borgin er byggð á takmörkuðu svæði, sem umlukt er sjó.  

Þessi skýrsla hlaut hljóða útför, hafnaði ofan í skúffum og varð aldrei opinber.

Ástæðan fyrir því er óskiljanleg, af því að þetta voru þær borgir heims sem líkastar voru Reykjavík.

Eina hugsanlega ástæðan, sem mann gæti grunað, gæti verið sú að niðurstöður skýrslunnar rímuðu ekki við sönginn um það, hvaða borgir í Evrópu ættu mest sameiginlegt með Reykjavík.

Í Norðurlandaferðum mínum fyrir 10-15 árum heimsótti ég flestar þessar borgir og fleiri af sömu stærð til þess að sjá með eigin augum það sem skýrslan sýndi.

Aldrei gafst þó tími til að taka það til þeirrar meðferðar eins og málið hefði átt skilið að fá.  


mbl.is Affarasælla að heimsækja sambærilegar borgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fár borgir í Evrópu eru með eins gott sporvagnakerfi og Basel (Bale) í Sviss. Hefði líklega verið tilvalið fyrir borgarfulltrúa að heimsækja þá ágætu borg.

Einnig má þar finna HM verzlun!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 11:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúafjöldi á ákveðnu svæði og flatarmál svæðisins er að sjálfsögðu ekki það sama þegar menn gapa um "stærðir".

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 13:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 13:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í fyrradag:

"... þá eru að verða tímamót í undirbúningi afkastameiri almenningssamganga á höfuðborgarsvæðinu.

Eftir viðræður sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu (SSH) við innanríkisráðuneytið liggur nú fyrir að Vegagerðin og fulltrúar ráðuneytisins munu taka þátt í kynnisferð SSH þar sem afla á upplýsinga um hvernig borgarsvæði hafa staðið að því koma upp kerfi hraðvagna og léttlesta.

Leitað verður fanga í Kaupmannahöfn, Strasbourg og Vancuver í Kanada sem allar eru leiðandi á þessu sviði, hver á sinn hátt."

Borgir
um allan heim, af öllum stærðum og gerðum eru að ráðast í þessar framkvæmdir og til dæmis er verið að smíða 30 léttlestarkerfi í Bandaríkjunum og Kanada akkúrat núna.

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með umfangsmikil uppbyggingarverkefni sem miða að því að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu verulega og öflugri almenningssamgöngur eru lykilatriði í því þessi áform gangi eftir."

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 13:59

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, var samþykkt fyrir nokkrum árum af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 14:04

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.9.2016:

New electric bus can drive 350 miles (560 km) on one charge

Frá Reykjavík til Húsavíkur eru 479 km, til Ísafjarðar 455 km og til Hornafjarðar 457 km.

Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 14:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 14:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Að sjálfsögðu er einnig nauðsynlegt að setja sem fyrst upp hleðslustöðvar á landsbyggðinni
fyrir alls kyns rafbíla, til að mynda rafrútur sem ekið verður um allt landið.

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 14:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 14:46

13 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

 Íbúafjöldi á íslandi stefnir hraðbyri í að verða hálf milljón og þegar fram líða stundir verður óhjákvæmilegt að taka upp raflestakerfi ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, heldur einnig milli stærstu þéttbýlisstaða á landinu. Við sem núna lifum munum ekkert hafa um það að segja þegar íbúafjöldi verður kominn yfir milljón og flutningar með flugi leggjast af vegna mengunar lofthjúpssins. 

Stefán Þ Ingólfsson, 25.9.2016 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband