25.9.2016 | 17:37
Leðjuslagurinn á fullu, "brigsl, svik og óheiðarleiki."
Nú er kominn á fullt aðal leðjuslagur komandi kosninga, því það er erfitt að toppa slag á milli forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra úr sama flokknum á sama árinu.
"Kalinn á hjarta þaðan slapp ég" kvað Grímur Thomsen um stjórnmálin, sem hann dróst inn í, og þetta á ekki við um leðjuslaginn, sem hafinn er hjá Framsókn, heldur hvern leðjuslag stjórnmálanna.
Eina ráðið, sem maður getur fundið, er að sjá einhvern húmor í þessu, sem maður getur létt af sér á statusi dagsins á facebook. á
Athugasemdir
Sigmundar er sviðin jörð,
í sorann hann er dottinn,
Vigdís brjóst nú hefur hörð,
heimilið blessar Drottinn.
Þorsteinn Briem, 25.9.2016 kl. 18:32
Gefum Kristni Hrafnssyni orðið:
Það er áfellisdómur yfir íslenskum stjórnmálum í heild sinni, að þjóðin skuli þurfa að horfa á þennan óskeinda lygara og ómerkilegaheitamann í forystu fyrir stjórnmálaafl í sjónvarpskappræðum. Það er eiginlega óboðlegt að hann skuli fá pall til að halda áfram lygi um að hann hafi aldrei átt Wintris, þegar skjalfest er að svo var, þangað til korteri áður en hann hefði ella þurft að tilgreina eign sína til opinberra aðila. Hann hélt þessu leyndu fyrir þinginu og því einnig fyrir þjóðinni, að þetta fyrirtæki þeirra hjóna væri kröfuhafi í föllnu bankana, sem hans eigið stjórnvald samdi síðar við. Gleymið því svo ekki að hann laug blákalt í sjónvarpsviðtali (sem birt var um allan heim) áður en hann strunsaði úr því viðtali með allt niðrum um sig. Það verður ekki upp á hann Sigmund Davíð logið að hafa ekki þjálfun í að ljúga í sjónvarpsviðtölum. Þar hefur hann engu gleymt. Þó að minni kjósenda sé upp og ofan þá hefur aldeilis ekki fjarða undan Wintrismálinu á hálfu ári.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 19:41
Ég held að kjósendum hafi nú þótt leiðinlegra að sjá stjórnarandstöðuna, fjölmiðlamenn o.fl. froðufellandi yfir skýrslu Vigdísar Hauksdóttur nú fyrir stuttu. Þetta fólk virtist algerlega ófært um að fjalla um málið efnislega. Þeir eru margir sem hafa tapað trúverðugleika á skömmum tíma, m.a. Kristinn Hrafnsson.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 20:25
Fyrrverandi forsetisráðherra kom meiru í verk í kjarabótum til Íslendinga, heldur en nokkur annar stjórnmálamaður í sögu Íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Foringi sem kom inn í pólitík, og gerði það sem hann lofaði að gera. Bauð Hrækammasjóðunum birginn, svo fjámálakerfi heimsins víbraði, og náði til baka 600-700 miljörðum. Framkvæmdi skuldaleiðréttingu fyrir Íslensk heimili upp á ca. 80-90 miljarða, barðist ásmt fleirum gegn Icesave, sem kom íslenskum almenningi ekkert við, skuld einkafyrirtækis í útlöndum, þannig að með réttu má segja að þessi foringi framsóknar hafi bjargað Íslenskri þjóð frá frá örbyrgð á komandi árum og jafnvel áratugum. Síðan er það þetta Wintris mál. Ómar væri nú ekki rétt, að kanna hvort rétt sé, því hæg eru heimatökin, að RUV eigi eftir að flytja fréttir um upplýsingar sem þeir hafa fengið staðfestar að sögn, frá LBI LUX. fyrir margt löngu, þar sem staðfest er af starfsmanni LBI LUX að mistök hafi verið gerð, og arfur Önnu hafi verið skráður sem sameign hjóna, sem þá voru ekki í staðfestri sambúð, ef rétt er, að þessum upplýsingum hafi verið haldið frá landsmönnum, er fréttastofa RUV í verulega slæmum málum, en afar mikilvægt er að hið sanna komi fram, fyrir alla aðila.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 25.9.2016 kl. 21:15
Samfylkingin hleypti öllu í bál og brand,þegar flokkurinn sótti um aðild að(ESB) og neitaði almenningi um að kjósa um það.
Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2016 kl. 21:36
Framsjallar hleyptu öllu í bál og brand þegar þeir neituðu þjóðinni um að fá að kjósa um ESB.
Síðan kom Wintris og leynireikningar þeirra í skattaskjólum.
Þá var þetta bara búið.
Um 1/3 styður þó þessi ósköp, framsjalla, áfram og það eingöngu útfrá trúar afstöðu. Þetta er einhver trú hjá þeim framsjallaskapur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2016 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.