26.9.2016 | 01:07
Miklar og skiljanlegar hræringar á nokkrum klukkustundum.
Forseti Íslands lýsti því í beinni útsendingu frá Bessastöðum eftir örlagaríkan fund hans með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, að hann hefði synjað honum alfarið um að skrifa undir þingrofsheimild á þeim forsendum að með því væri hann að færa honum vopn í hendur í átökum við Sjálfstæðismenn og slíkt vildi hann ekki láta leiða sig út í.
Þetta sáu og heyrðu ekki aðeins allir þeir landsmenn sem horfðu á sjónvarp, heldur barst þessi vitneskja til þingflokks Framsóknarmanna, sem varð svo brugðið við að heyra af för forsætisráðherra til forsetans, að einn þingmanna var nánast klökkur þegar rætt var við hann.
Augskilin fyrstu viðbrögð þingflokksins við þessum einleik formannsins voru að rísa gegn honum og bjarga samstarfi stjórnarflokkanna.
En til samþykktar vantraustsyfirlýsingar kom ekki vegna þess að þess reyndist ekki þörf, af því að sú lausn fram að Sigmundur Davíð stigi til hliðar og Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra í hans stað.
Voru búin að ákveða að setja Sigmund af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlaut að koma að þessu. Ekkert upplýst samfélag gerir lítt menntaðan og reynslulausan "trumpoid" að valdamesta manni þjóðarinnar. Þetta "slys" Framsóknar og þjóðarinnar varð vegna mátt peninganna í okkar litla klíkusamfélagi, en einnig vegna "naivety" kjósenda. Verðugt umhugsunarefni, ef ekki rannsóknarefni fyrir félagsfræðinga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 07:36
Ég held að kjánalegasta dæmið um menntahroka hafi komið fram í máli formanns félags leikskókennara sem kallaði eldri borgara "skyndilausn". Hvað kom fyrir vinstri menn? Klikkuðust þeir þegar þeir fóru að endurbyggja fornminjarnar?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 08:00
Það fer tvennum sögum af þessum fundi eftir hvor segir frá. Sjálfum finnst mér allavega ekki endilega að sá sem hélt blaðamannafund til að greina frá innihaldi tveggja manna trúnaðarsamtali, sé að segja algerlega rétt frá. Sérstaklega þegar samtalið var notað sem réttlæting til að hætta við að hætta
ls (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 08:22
Harla einkennilegt ef enginn má fá fleiri atkvæði sem formaður Framsóknarflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sá sem fær flest atkvæði er einfaldlega réttkjörinn formaður flokksins.
Og fundarmenn geta kosið hvern sem er sem formann, enda þótt þeir hafi ekki boðið sig sérstaklega fram í embættið.
Þorsteinn Briem, 26.9.2016 kl. 09:15
"34. flokksþing Framsóknarmanna verður haldið 1.-2. október 2016 á höfuðborgarsvæðinu, en boðun þingsins var samþykkt á miðstjórnarfundi Framsóknar á Akureyri, 10. september.
Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.
Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins.
Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga."
Þorsteinn Briem, 26.9.2016 kl. 09:22
"Á flokksþingi [Framsóknarflokksins] eru allir í framboði til formanns."
Þorsteinn Briem, 26.9.2016 kl. 09:23
Við því öllu hugur hrís,
hneggja bráðum saman,
frekar ég nú Kötlu kýs,
kolsvarta í framan.
Þorsteinn Briem, 26.9.2016 kl. 09:24
Vondir menn með vélaþras, að vinum drottins gera brigzl. (Bjarni amtmaður)
Frásögn Sigurðar Inga af fundinum eða atburðum í apríl er trúverðug, að mínu mati.
Auðvitað setti þingflokkurinn manninn af og síðan hafa menn baxast við að fá hann til að segja sig frá þessu sjálfviljugan.
Hann neitar því hinsvegar. Neitar að hætta. Flestir hafa sjálfsagt reiknað með að hægt væri að sjatla þetta og fá manninn til að horfast í augu við gjörðir sínar.
Það var bara ekki hægt. Hvert uppistandið af öðru. Þarna, ,,ÉG er kominn heim" uppákoman og síðan allt tal og framgangur umrædds enganvegin í takt við raunveruleikann eða álit og upplifun meginþorra þjóðar.
Steinin tók svo úr á dögunum þegar hann opnaði kosningabaráttu Framsóknarflokksins á því að segja, að hann hefði aldrei átt Wintris og Wintris hefði ekki verið í skattaskjóli.
Þá var þetta bara búið. Ekkert um annað að ræða en bera mannin út. En ekkert skemtiverkefni er það sjálfsagt. Voða leiðinlegt allt saman og sorglegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2016 kl. 13:13
Það er náttúrlega stórfrétt er rétt er að Sigurður Ingi hafi verið á umræddum fundi á Bessastöðum.
ls (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 13:27
Góð ummæli Ómar Bjarki (13:13). Það rétta í spilinu væri að flengja Kögunar krakkann og það duglega. Nokkuð sem foreldrum hans láðist að gera. Betra seint en aldrei.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.9.2016 kl. 14:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.