26.9.2016 | 22:18
Gat hann ekki einu sinni "mæmað"?
Íslendingar og Norðmenn eru frændþjóðir og það hefði mátt ætla að tengsl Justins Biebers við þessar tvær þjóðir yrðu svipuð.
En það er nú öðru nær. Eftir tónleika Biebers á dögunum mátti heyra miklar rökræður um frammistöðu hans, sem ýmsir gagnrýndu nokkuð, svo sem það hve lítið hann söng beint og að hann stæði að baki öðrum stórstirnum bæði fyrr og nú, sem færu oftast hamförum á sviðinu.
Niðurstaðan varð þó oftast sú að sýna Bieber samúð og sanngirni, og langflestir virðast hafa verið ánægðir hér á landi.
Öðru máli gegnir um Norðmenn. Bieber hefur verið harðlega gagnrýndur, ekki aðeins fyrir að syngja lítið og "mæma" þeim mun meira, heldur líka fyrir dauðyflisskap og að kunna ekki einu sinni að "mæma".
Og eitthvert leiðinlegt fúllyndi virðist líka sækja að Bieber í Noregi og frændur okkar fara mikið í taugarnar á honum.
Þið eruð glötuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
25.2.2016:
Hólsvirkjun - Arctic Hydro
Þorsteinn Briem, 29.9.2016 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.