27.9.2016 | 22:36
Málið rangfært af línulagnarmönnum.
Í fréttaflutningi af raflínumálinu fyrir norðan hefur því verið stillt upp þannig, að náttúruverndarfólk hafi alfarið lagst gegn því að tengja Kröflu og Þeystareyki við Bakka á Húsavík.
En þetta er ekki rétt.
Andófsfólk gegn offorsi línulagnarmanna hefur lagt fram tillögur um skaplegri línuleiðir en þær sem hafa mestu möguleg óafturkræf neikvæða umhverfisáhrif í för með sér.
Það mun að vísu hafa nokkurn aukakostnað í för með sér en þó hvergi nærri svo mikinn að það sé frágangssök.
En á þetta hefur ekki verið hlustað heldur málið keyrt áfram af offorsi.
Í stað þess að samþykkja skástu leiðina út frá umhverfissjónarmiður á nú með samþykkt frumvarps á Alþingi að setja fordæmi fyrir því, að í framtíðinni verði þannig staðið að verki, að fyrst verður ákveðið hvar reisa eigi verksmiðju og virkjun, og síðan geti Alþingi látið leggja raflínur stystu leið á milli án tillits til óafturkræfra umhverfisspjalla.
Raflínumenn komast þar með í stöðu frekra og óþægra krakka sem geta grenjað út allt sem þeir heimta.
Fundað stíft um raflínumálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt að guðfaðir þessara mannvirkja væri vinstri grænn og héti Steingrímur J. Sigfússon.
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:04
1.11.2015:
Rannsókn: Ungt fólk lítur ekki við stóriðju - Iðnaður á Bakka stöðvar ekki brottflutning
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:08
Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.
Steini Briem, 4.9.2013
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:10
28.3.2013:
"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.
Ríkið veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.
Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.
Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.
Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.
Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.
Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:12
25.6.2013:
"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.
Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.
Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."
"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.
Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.
"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.
Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."
"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."
Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík
Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:14
27.6.2015:
"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.
Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."
Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:22
22.9.2015:
Fóru á árabáti inn í Vaðlaheiðargöng
Stolt siglir fleyið mitt - Karlakór Sjómannaskólans - Myndband
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.