28.9.2016 | 15:35
Það var mikið!
Allt frá því um 1965 og samfell frá 1990 hafa álver verið trúaratriði hér á landi, álver í Eyjafirði til að "bjarga Akureyri," álver á Keilisnesi, álver í Reyðarfirði, álver á Bakka, álver í Hvalfirði, álver í Þorlákshöfn, álver í Helguvík, álver suður af Skagaströnd!
"Árangur áfram, - ekkert stopp!" var slagorð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2007. Nýbúið var að taka fyrstu skóflustunguna í Helguvík fyrir komandi risaálveri, sem myndi krefjast samfellds virkjananets frá Reykjanesi um Reykjanesskagann endilangan austur í Skaftafellssýslu og upp á miðhálendið.
Svo kom Hrunið, en þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var fyrsta forgangsverkefnið á fyrstu vinnudegi í iðnaðarráðuneytiinu að lýsa yfir því, að ríkisstjórnin stefndi "einróma" að því að reisa álver í Helguvík.
Í fyrra lét þáverandi forsætisráðherra stilla sér upp í miðjum hópi manna, sem voru búnir að handsala það við Kínverja að reisa álver suður af Skagaströnd.
Kaupfélagsstjórinn í Skagafirði var búinn að kaupa helstu jarðir sem virkjanir í Skagafirði yrðu reistar í.
Að vísu er ekki beint nefnt í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins gamla góða slagorðið "Árangur áfram - ekkert stopp", það hljómar svolítið ankannalega með tilliti til kosningaósigurs Framsóknar 2007, en söm hefur ætlunin verið.
Það er fyrst nú sem Bjarni Benediktsson kveður upp úr með það að álver séu ekki lengur á dagskrá og skilur Framsóknarmenn eftir með sárt ennið.
Það var mikið!
Bjarni: Álverum muni ekki fjölga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En Bjarni Benediktsson ræður engu um það hvort í framtíðinni verði byggð álver. Hann er ekki einráður með æviráðningu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 17:02
Enni margra er nú sárt,
en þó verra klofið,
loksins er það kvitt og klárt,
Kölski fær allt lofið.
Þorsteinn Briem, 28.9.2016 kl. 17:05
Í dag er það Kísill (Si, Siicon, Silicium) í stað Áls (Al, Aluminium). Við framleiðslu á Kísil er enn meiri óþverra dælt út í andrúmsloftið. Ekki einu sinni Kínverjar vilja slíka framleiðslu, mörlandinn hinsvegar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.9.2016 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.