Vandi Framsóknarflokksins er samofinn vanda Sigmundar Davíðs.

Nú eru tímar alþóðlegrar fjölmiðlunar og líklega hafa aldrei neitt viðlíka margir jarðarbúar orðið vitni að falli íslensks stjórnmálamanns vegna trúnaðarbrest og þegar traust og trúnaður Sigmundar Davíðs fauk út um gluggann 5, apríl í vor. 

Ekki aðeins vegna myndarinnar af afneitun hans gagnvart Wintris-sjóðnum, heldur líka vegna þess hvernig hann án samráðs við eigin þingflokk eða þingflokk samstarfsflokksins fór einstæða sneypuför til Bessastaða og missti þar á örskotsstund trúnað beggja þingflokka og traust forseta Íslands. 

Í framhaldinu var reynt að bjarga þessum vandræðum í horn með því að flýta kosningum, senda SDG í frí frá þinginu og ríkisstjórninni um sinn, og skipa Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra fram að kosningum. 

Lengi vel var von um að þetta myndi gefa Framsóknarflokknum tækifæri til þess að endurheima eitthvað af meira en helmingi fylgis hans sem hafði horfið í vor. 

En í upphafi umræðuþáttar formanna stjórnmálaflokkanna í Sjónvarpinu á dögunum rústaði Sigmundur Davíð þessu endanlega með því að fullyrða, að hann hefði aldrei átt neitt í Wintris, Bresku jómfrúareyjar væru ekki skilgreindar sem heimili fyrir aflandsfélög, og að gjörðir hans hina örlagaríku apríldaga hefðu alls ekki verið ástæða þess að hann var settur út úr stjórn og í tímabundið frí og Alþíngiskosningunum verið flýtt.

Sjaldgæft er að jafn risavaxinni afneitun sé haldið fram eftir að tæpt hálft ár hefur gefist til þess að horfast í augu við raunveruleikann og bregðast heiðarlega við honum. 

Vandi Framsóknarflokksins er samofinn vanda SDG. Í öllum skoðanakönnunum kemur í ljós að helmingur fylgis hans í síðustu kosningum er hruninn. 

Það er hluti af djúpri afneitun ef menn halda að besta ráðið til að forða flokknum frá miklu fylgistapi sé að hafa Sigmund Davíð áfram við stjórnvöl hans. 

Og einfeldningslegt að halda, að vegna þess að hugsanlega geti meirihluti þeirra fáu sem nú segjast myndu styðja flokkinn vel hugsað sér Sigmund Davíð sem leiðtoga í komandi kosningum, sé það vænlegasti kosturinn að hafa hann áfram í því hlutverki. 

Flokkurinn þarf að endurheimta helming fylgis síns og það er ekki hægt nema að skipta um karl í brúnni, og fá þangað þann mann, hefur sýnt það í störfum sínum sem forsætisráðherra, að hann nýtur vaxandi trausts. 

 


mbl.is Tortryggni eykst þegar traustið hverfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og vandi þjóðarinnar er samofinn braski, innherjaviðskiptum og siðleysi pilsfaldkapítalista eins og SDG daddy's og annara Íhalds- og Framsóknarmanna.

Og kjósndur láta draga sig á asnaeyrunum aftur og aftur og....

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2016 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband