1.10.2016 | 07:33
Neyðarbraut á Miðnesheiði lengir ferðalag sjúklings um 85 kílómetra.
Neyðarbrautin svonefnda í Reykjavík hefur oft verið notuð þegar um kapphlaup við tímann upp á mínútur hefur verið að ræða.
Það er augljós afturför þegar ferðalagið með sjúklinginn er lengt um alls 74 til 87 kílómetra, fyrst 37 kílómetra þegar flogið er utan af landi yfir Reykjavík til Keflavíkur, og síðan í akstri þaðan til Reykjavíkur upp á 50 kílómetra eða þyrluflugi upp á 37 kílómetra.
Betra væri að fresta byggingu nýs íbúðahverfis í Skerjafirði, sem hvort eð er er sex kílómetra frá miðju íbúabyggðar á höfuðborgarsvæðinu, og breyta brautinni þar svo að hægt sé að nota hana, þótt byggt sé á Valshverfinu.
Hvað kostnað við NA-SV braut á Miðnesheið snertir, má geta þess, að fjárhagslegt tap að meðaltali við það að missa eitt mannslíf á ótímabæran hátt er samkvæmt köldum útreikningi minnst 280 milljónir.
Skoða nýja neyðarbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar menn hefja umfjöllun sína á rangri fullyrðingu, lygi, er oftast ástæðulaust að lesa lengra. "Neyðarbrautin svonefnda í Reykjavík hefur oft verið notuð þegar um kapphlaup við tímann upp á mínútur hefur verið að ræða." Þessi fullyrðing er flökkusaga sem stenst ekki skoðun og hefur aldrei verið sönnuð. Enda er nær allt sjúkraflug flugvéla með sjúklinga sem ekki eru í bráðri hættu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 12:46
Þið þarna "flugvallarvinir" sem notið óspart þessi hvimleiðu sjúkraflugsrök Af hverju skoðið þið aldrei hinn endann á sjúkrafluginu.
1. Eina sjúkraflugvélin í landinu er staðsett á Akureyri. Það er af hagkvæmnisástæðum EKKI öryggisástæðum.
2. Hún þarf að sækja sjúklinga til Ísafjarðar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Það getur tekið nokkra klukkutíma.
3. Sé hún í einu verkefni getur þurft að bíða nokkra klukkutíma þangað til hún getur sinnt því næsta.
4. Ekki er sólarhringsvakt á Akureyri. Þannig að á nóttunni tekur klukkutíma að koma vélinni á loft. Það tæki annars tíu mínútur.
Þarna fara klukkutímarnir í súginn. En svo grenja menn hvíturnar úr augunum yfir nokkrum mínútum Reykjavíkurmegin.
Ég hvet ykkur flugvallarvini því til að láta af þessum haldlausu sjúkraflugsrökum og finna eitthvað bitastæðara.
Svo er Hábeinn náttúrulega með fimmta atriðið. Sjúklingar eru nánast aldrei fluttir nema í stöðugu ástandi.
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 13:44
Hér má koma með nokkkra punkta til leiðrétta nokkra hluti sem koma fram hjá höfundi og gestum.
Svo má velta fyrir sér hvað allir flognir tímar á flutningsvél, tómri, frá RVK norður á AK kosta skattborgara. Þar sem 90% flutninga enda í RVK, hví er ekki sjúkraflug gert út frá RVK/KEF ? Pólitík ?
Annars góður...
Sigfús (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 14:14
...svo er þetta athyglisverður punktur í umræðunni.
Þeir sem styða við að flugvöllur hér í borg verði alls ekki breytt hafa hinsvegar ekki viljað taka mark á þessum manni, yfirmanni stærsta atvinnumanna slökkvilið landins, sem er merkilegt.
http://www.visir.is/telur-oliklegt-ad-aukinn-ferdatimi-breyti-miklu/article/2015150629257
Sigfús (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 14:16
...Ef ég teldi mig ekki vita betur, þá myndi ég halda að þessi umræða um flugvöllinn snerist um allt annað er öryggi sjúklinga. Frekar hagsmuni annara sem koma flutningi á veiku fólki ekkert við....
Enda verður fróðlegt að sjá hvort að þeir sem hafa tifað á því að geta lent flugvél með veikt fólk á flugbraut í ákveðinni vindátt fagni ekki þessu útspili ráðherra.
En hvað veit ég...
Sigfús (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 14:19
800 íbúðum ætla ógæfukratarnir að setja á þennan smáskika í Skerjafirði. 400 bílastæði....
GB (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 15:01
Það er svo að sjá á skrifum og ummælum margra að best sé að hafa sjúkraflugvélarnar í Reykjavík eða jafnvel Keflavík.
En sjúkraflugið með sjúklinginn um borð hefst ekki hér á suðvesturhorninu, heldur úti á landi.
Ég hélt að allir sæju, að það flug myndi verða allt að tvöfalt lengra ef vélin fer fyrst tóm í loftið hér syðra, fljúgi norður eða annað út á landi og síðan með sjúklinginn til baka.
Af öllum flugvöllum landsins er Akureyri að meðaltali lang stysta vegalengd frá sjúklingi, þannig að það er ekki aðeins af hagkvæmnisaðstæðum sem miðstöð flugsins er þar, heldur fara hagkvæmnis- og öryggisaðstæður saman.
Ómar Ragnarsson, 1.10.2016 kl. 15:25
Sé ekki betur á umræðunni, að ekki skipti mál hvar flugvöllurinn er með tilliti til sjúkrahússins, kemst ég ekki hjá því að velta fyrir mér:
- Þarf sjúkrahús allra landsmanna að vera í göngufæri frá Alþingi?
- Þarf sjúkrahús allra landsmanna að vera í göngufæri frá Hörpunni?
- Þarf sjúkrahús allra landsmanna að vera í göngufæri frá Þjóleikhúsinu?
Ef ekki.
- Er þá ekki best að setja sjúkrahús allra landsmanna í Hvassahraun?
Hvassahraun er um það bil mitt á milli Alþingis og Keflavíkurflugvallar. Þá er um það bil jafnlangt fyrir höfuðborgarbúa og íbúa landsbyggðarinnar, að rúlla á sjúkrahús í sjúkrabíl. (Tek ekki með flugtíma landsbyggðamanna, hann virðist ekki skipta máli, að mati sjálfskipaðra sérfræðinga bloggheima)
Benedikt V. Warén, 1.10.2016 kl. 15:37
Ómar, til þess að styðja þessa staðhæfingu þína "Neyðarbrautin svonefnda í Reykjavík hefur oft verið notuð þegar um kapphlaup við tímann upp á mínútur hefur verið að ræða." komdu þá með 5 tilfelli á síðustu 15 árum þar sem hún er sönn, með dagsetningum og ég skal hafa samband við viðeigandi aðila til að staðfesta það.
Ef þú getur það ekki þá verð ég bara að líta á þetta sem spuna einstaklings sem hefur allt aðra hagsmuni í huga þegar hann hendir svona löguðu fram.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 15:44
Sé ekki betur á umræðunni, að ekki sé nema eitt sjúkrahús á landinu, nýlega endurskýrt sjúkrahús allra landsmanna. Og að það eigi að vera staðsett þannig að jafnlangt sé fyrir höfuðborgarbúa og íbúa landsbyggðarinnar að rúlla á sjúkrahúsið. Rekur samt minni til þess að á landsbyggðinni séu nokkur sjúkrahús. Það mætti þá e.t.v. loka þeim fyrst allir landsmenn þurfa þennan jafna aðgang að sjúkrahúsi höfuðborgarsvæðisins og efla neyðarbrautina. Varla þurfum við önnur sjúkrahús ef við höfum sjúkrahús allra landsmanna.
Davíð12 (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 16:26
Þetta "kapphlaup við tímann" þitt stenst engan veginn þegar þú vilt hafa Landspítalann á Vífilsstöðum og flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 17:10
"Það er svo að sjá á skrifum og ummælum margra að best sé að hafa sjúkraflugvélarnar í Reykjavík eða jafnvel Keflavík."
Ekki veit undirritaður til þess að einhverjir hafi fullyrt að best sé að sjúkraflugvélar séu í öllum tilvikum staðsettar á flugvelli í Reykjavík eða á Keflavíkurflugvelli, Ómar Ragnarsson.
Hvaðan flýgur hins vegar sjúkraflugvél sem sækir sjúkling í Vestmannaeyjum og flytur með hann á Landspítalann í Reykjavík?!
Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru staðsettar á flugvellinum í Reykjavík og sækja þaðan sjúklinga á Vesturlandi og Suðurlandi, svo og í Vestmannaeyjum þegar sjúkraflugvélar geta ekki sótt þangað sjúklinga vegna veðurs.
Það á einnig við þegar sjúklingar eru á skipum allt í kringum landið og þar sem enginn flugvöllur er.
Hins vegar eru sjúkraflugvélar hraðfleygari en þyrlur Landhelgisgæslunnar og enginn á móti því að hafa sjúkraflugvél staðsetta á flugvellinum á Akureyri, svo undirritaður viti til.
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 17:45
Davíð. Maður kemst við, af þessari yfirgripsmiklu vanþekkingu á sjúkrahúsum landsmanna, sem kristallast í færslu þinni.
Benedikt V. Warén, 1.10.2016 kl. 18:22
Hvaðan flýgur hins vegar sjúkraflugvél sem sækir sjúkling í Vestmannaeyjum og flytur hann á Landspítalann í Reykjavík?!, átti þetta nú að vera.
"800 íbúðum ætla ógæfukratarnir að setja á þennan smáskika í Skerjafirði. 400 bílastæði...."
Eiga þessir punktar allir að tákna eitthvað sérstakt, "GB" framsóknarmaður?!
Í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur eru fjórir stjórnmálaflokkar, Samfylkingin, Björt framtíð, Píratar og Vinstri grænir.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og flugvallarvinir eru hins vegar í miklum minnihluta í borgarstjórninni, með sex fulltrúa af fimmtán.
Þar að auki vissi undirritaður ekki að búið væri að skipuleggja nýju íbúðabyggðina við Skerjafjörð í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 18:25
14.3.2013:
"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.
Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.
Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.
Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.
Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 18:27
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 23.9.2016:
"Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með umfangsmikil uppbyggingarverkefni sem miða að því að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu verulega."
Þorsteinn Briem, 1.10.2016 kl. 18:38
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/10/sjukraflug_ad_langmestu_leyti_farid_med_myflugi/
http://www.laeknabladid.is/fylgirit/fylgirit/2014/fylgirit-77/agrip/
http://www.althingi.is/altext/pdf/143/s/0131.pdf
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:46
http://hjartalif.is/201309031784/m%C3%ADn%C3%BAtur-skipta-sk%C3%B6pum-og-einnig-adb%C3%BAnadur-sj%C3%BAklinga-%C3%AD-sj%C3%BAkraflugi
http://www.visir.is/sjukraflug-i-haesta-forgangi-treysti-a-neydarbrautina/article/2015151239859
http://www.vikudagur.is/is/frettir/threttan-sjukraflug-i-sidustu-viku
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.10.2016 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.