Flokkar hafa jafnað sig áður á klofningi.

Átök og klofningur í Framsóknarflokknum eiga sér margar hliðstæður í íslenskri stjórnmálasögu, og oftast hefur flokksfólk jafnað sig á eftir og tekið höndum saman. 

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði illa 1980 og hluti þingflokksins gekk til stjórnarmyndunar við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk, var ýmsum áhrifamönnum mjög heitt í hamsi og vildu reka Gunnar Thoroddsen og hans menn úr flokknum. 

Framsýni Geirs Hallgrímssonar og fleiri réð þó ferðinni, og í kosningunum 1983 gekk flokkurinn einhuga og heill til kosninga og var í ríkisstjórn í fimm ár eftir það. 

Fordæmi hafði raunar verið gefið 1944 þegar hluti flokksins studdi ekki Nýsköpunarstjórn Ólafs Thors með sósíalísku flokkunum tveimur en Ólafur vildi ekki erfa það við þessa þingmenn. 

Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvær álíka stórar fylkingar á landsfundi 1991 rétt eins og Framsókn nú en flokkurinn jafnaði sig og Þorsteinn Pálsson varð ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar á uppgangsárum flokksins á tíunda áratugnum. 

Fleiri dæmi mætti nefna, en auðvitað veit enginn örugglega fyrirfram hver eftirmál verða innan Framsóknarflokksins nú. 

Oft hafa flokkadrættir innan vinstri flokkanna skapað klofning eins og 1930, 1938, 1956, 1970, 1987 og 1994, sem leitt hefur af sér stofnun og síðar dauða nýrra flokka.

Kjör Sigurðar Inga Jóhannssonar ætti að gefa Framsóknarflokknum betra tækifæri til þess að verða áfram í ríkisstjórnarsamstarfi af einhverri gerð en ef Sigmundur Davíð hefði verið kosinn. 


mbl.is „Fullur þakklætis og auðmýktar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ekkert af því sem þú skrifar
á við um það sem nú hefur gerst.

Það tjón sem nú er orðið er þjóðarinnar allrar.

Þó skiljanlegt sé að menn kjósi fang
bangsapabba í stað þess að eiga á hættu að vera
hundeltir af RÚV þá hefur í raun skelfilegur atburður átt sér stað sem
óhjákvæmilega mun draga dilk á eftir sér langt inní framtíðina
eða jafnlengi og þessir menn lifa.
 
Það var óþarfi og það fólk sem veitti Sigurði Inga brautargengi
veit flest að það hefur misvirt sjálft sig með því að kjósa
þannig gegn betri vitund og gerir sér þegar grein fyrir því
eða mun fyrr en síðar gera það og óhjákvæmileg afleiðing
af því mun verða sú að það mun þvo hendur sínar
og yfirgefa flokkinn við fyrsta tækifæri sem gefst
en enginn með minnsta snefil af sjálfsvirðingu mun til
lengdar sætta sig við að hafa lagst undir það vald sem RÚV réð
yfir til að fella fv. forsætisráðherra.
 
Ég sé það ekki fyrir mér að Sigmundur geti boðið sig fram
að breyttri forystu í NA-kjördæmi; mestar likur á að hann hætti í
pólitík eða gjaldi rauðan belg fyrir gráan með því
að fara í sérframboð.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 19:13

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Haha..og enn er verið að kenna RUV um ófarir SDG í pólitík Framsóknarflokksins. Þvílík blinda.cool

Ragna Birgisdóttir, 2.10.2016 kl. 19:39

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi hugsa óánægðir Framsóknarmenn til Íslensku Þjóðfylkingarinar á kosningardeginum, eini flokkurinn sem útilokar ESB umsókn ef þeir fá einhverju ráðið. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.10.2016 kl. 22:19

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigmundur Davíð er fullfær um að stofna sinn eigin húsafriðunar og verndarflokk. Og ég tel að þar séu hans styrkleikar mjög sterkir.

Ég óska honum og hans konu og barni alls hins besta á þeirri nýju framboðsbraut. Þau eru ágætis fólk sem flæktust í fjandans svikapólitíkina (eins og fleiri), á vegum föður Sigmundar Davíðs, Gunnlaugs Sigmundssonar.

Í guðanna bænum losið ykkur öll við gömlukalla-stjórana, þið ágæta unga framtíðar vonarstjörnufólk.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.10.2016 kl. 22:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er svo sorglegt allt saman að ég græt mig í svefn í kvöld.

Þorsteinn Briem, 2.10.2016 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband