Ekki hægt að kenna málþófi um.

Varla er hægt að kenna málþófi stórnarandstöðu eða annarra um það, þegar þingstörf virðast vera lömuð vegna þess að mál koma ekki fram hjá ríkisstjórninni og því ekki einu sinni hægt að beita málþófi.

Þegar litið er yfir tímann, sem ríkisstjórnin hefur haft undanfarin ár til að koma fram málum, sem hún viðraði í upphafi, en hefur ekki komið frá sér, er augljóslega eitthvað athugavert við samkomulagið innan stjórnarflokkanna sjálfra frekar en að aðrir standi í vegi fyrir því að mál séu afgreidd.

Að vísu má sjá á einni bloggsíðunni þá skýringu að Birgittu Jónsdóttur sé um að kenna, af því að hún fái ekki að ráða starfsáætlun.

Það er skrýtin sýn. Birgitta er bara að kalla eftir því að ríkisstjórnin komi fram með áætlun um aflgreiðslu mála sinna.  

Ekki liggur fyrir að Birgitta hafi borið fram kröfu um starfsáætlun sína, heldur biður hún bara um að ríkisstjórnin viðri sína. 

Það er erfitt að botna í því hvernig hægt er að kenna Birgittu um stöðu mála. 

 

P. S.  Annar síðuhöfundur heldur því fram að það sé hælisleitendum að kenna að lögreglunám var flutt í háskóla. Halló! Hvað næst?


mbl.is „Þetta er bara stjórnleysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband