5.10.2016 | 10:14
Þetta átti að gera allan tímann.
Það hefur verð lenska hér á landi, að stjórnmálaflokkarnir eru ýmis meðmæltir eða mótmæltir þjóðaratkvæðagreiðslum, allt eftir því hvernig á stendur hjá hverjum þeirra þá stundina.
Það gæti verið fróðlegt að velta því fyrir sér hverju það hefði breytt 2009 ef hugmyndir þáverandi stjórnarandstöðuflokka hefðu þá verið samþykktar um að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort rétt væri að "skoða í pakkann" eins og sumir hafa kallað það.
Þá hefði staðan í þessu máli þegar orðið allt önnur en hún hefur verið síðan.
Eftir kosningarnar 2013 snerist dæmið síðan við og fyrrverandi stjórnarflokkar vildu þjóðaratkvæðagreiðslu en núverandi stjórnarflokkar ekki.
Vilja spyrja þjóðina um viðræðurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Það gæti verið fróðlegt að velta því fyrir sér hverju það hefði breytt 2009 ef hugmyndir þáverandi stjórnarandstöðuflokka hefðu þá verið samþykktar um að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslu ..."
Búið að benda þér á það hér nýlega að þetta er röng fullyrðing hjá þér en samt heldurðu áfram að staglast á henni, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 11:37
Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:
"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.
Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."
Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 11:39
Halla Gunnarsdóttir sem var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, þáverandi heilbrigðisráðherra, þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Það vill svo til að ég sat flokksþing Framsóknar í janúar síðastliðnum [2009] sem blaðamaður Morgunblaðsins."
"Eftir langa umræðu voru greidd atkvæði um ályktun sem lá fyrir fundinum og hún var samþykkt.
Í ályktuninni er skýrt að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu með umboði frá Alþingi.
Hvergi er minnst á tvöfalda atkvæðagreiðslu."
Steini Briem, 7.8.2016
Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 11:40
"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."
Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.