5% þröskuldur er ólýðræðislegt fyrirbæri.

Ef enginn 5% þröskuldur væri varðandi fylgi framboða til Alþingis, myndu í kringum 1,7% nægja til að koma einum þingmanni inn. 

Hvað eftir annað detta meira en 10% atkvæða samtals "dauð" niður, en það samsvarar því Norðvesturkjördæmi væri svipt meira en helmingi þingmanna sinna. 

Ef menn endilega vilja hafa þröskuld, eru 5% of hátt hlutfall, enda aðeins tvö önnur lönd en Ísland í Evrópu með 5% þröskuld. 

Það væri strax skárra að hafa hlutfallið 3%. 


mbl.is BF kæmi mönnum á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1.7% er ólýðræðislegt. Allir sem vilja ættu að eiga rétt á því að fara á þing, hvort sem þeir eiga þangað erindi, eða ekki.

Það væri strax skárra ef við myndum ekki ógilda atkvæði, það væri lýðræðislegra. Væri flott ef við myndum kjósa auða þingmenn og ógilda. Allir eiga rétt á sínum fulltrúa.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.10.2016 kl. 18:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tel að öll atkvæði eigi að gilda. Það eru engin rök fyrir þröskuldi önnur en hagsmunagæsla fyrir stóru flokkana. Ég tel líka að auð atkvæði ættu að gilda sem önnur atkvæði. Ef 5% kjósenda skiluðu auðu í alþingiskosningum þá ætti sama hlutfall þingsæta að vera auð á Alþingi. Það myndi veita flokkunum aðhald umfram annað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2016 kl. 20:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auðir og ógildir þingmenn á Alþingi eru sjálfsagt nógu margir nú þegar að margra mati.

Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 20:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.4.2013:

"Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing.

Þetta segir stjórnmálafræðingur.

Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð."

Ef landið væri eitt kjördæmi og enginn þröskuldur myndu öll framboðin ná manni inn

Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 20:44

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjördæmaskiptingin er tóm della og landið á að sjálfsögðu að vera eitt kjördæmi.

Þorsteinn Briem, 5.10.2016 kl. 20:45

6 identicon

12 flokkar á þing og stjórnarkreppa þar til aftur verður kosið - æði

Grimur (IP-tala skráð) 5.10.2016 kl. 21:00

7 Smámynd: Steindór Sigurðsson

5% er bara smá dæmi um að það er ekkert lýræði í þessu landi. En þessi hugmynd Axels er alveg frábær. Þ.e. ef áveðið hlutfall skilar auðu eða kýs ekki að þá verður sama hlutfall þingsæta auð. Enda höfum við samt yfirnóg af vitleysingum þar inni. Ég hef t.d. aldrei átt fulltrúa á alþingi alveg sama hvað ég hef kosið. Nú er ég löngu hættur að kjósa, vegna þess að ég tek ekki þátt í sýndarlýðræði.

Steindór Sigurðsson, 6.10.2016 kl. 02:08

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Auðvita á Ísland að vera eitt kjördæmi, að því gefnu að höfuðborgin hafi ekki kosningarétt.

Rökin:

- Þar er öll stjórnsýslan, ráðuneytisstjórarnir ráða því sem þeir vilja ráða, án þess að vera kosnir.

- Fjórða valdið er í Reykjavík, fjölmiðlarnir og hafa ótrúlegt vald, eins og fram hefur komið.  

Benedikt V. Warén, 6.10.2016 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband