Íslenska nálægðin.

Stundum er sagt að allir þekki alla á Íslandi eða getað rakið tengsl sín við alla. Kannski ofmælt en þó mikið til í þessu enda þjóðin örþjóð í aflokuðu landi. 

Af þessu leiðir, að fréttin stóra um það að á Íslandi væri minnsta spilling í heimi, samkvæmt alþjóðlegri könnun nokkru fyrir Hrun, var brandari. 

Einnig var það tilfinning mín strax í lagadeild H.Í. upp úr 1960 að ákvæði stjórnarskrárinnar um Landsdóm væri ávísun á vandræði, ef því yrði breitt, og ætti frekar að leggja það níður og skerpa í staðinn á almennum lögum eða ákvæðum stjórnarskrár um ábyrgð stjórnmálamanna á gerðum sínum og eftirliti þar að lútandi. 

Þessi varð líka niðurstaðan hjá stjórnlagaráði, en meðan ekkert gerist í þessum efnum, gildir ákvæðið um Landsdóm áfram ásamt margvíslegu öðru úreltu og umdeilanlegu í núverandi stjórnarskrá.

Í framkvæmd Landsdómsákvæðisins eru þingmönnum lagðar þær óbærilegu skyldur á herðar að ákveða um lögsókn gegn jafnvel nánum samstarfsmönnum og vinum í gegnum þingsetuna og vinnu í þingnefndum.

Faðmlög Svandísar Svavarsdóttur og Katrínar Júlíusdóttur í þingi í dag er gott dæmi um jákvæð áhrif nálægðar þingmanna hverjir við aðra í þinginu, sem oft getur greitt fyrir málefnalegri vinnu og samstarfsvilja þvert á flokkslínur.

En einnig valdið sárindum og leiðindum eins og Landsdómsmálið er gott dæmi um.   


mbl.is Féllust í faðma í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ætti að sjálfsögðu ekki að þurfa að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.

"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""

"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."

Stjórnarskrá Íslands


Lög um Landsdóm nr. 3/1963


Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963

Steini Briem, 30.6.2013

Þorsteinn Briem, 7.10.2016 kl. 15:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðherrar fara með æðstu miðstjórn innan stjórnsýslunnar og fara í reynd með það framkvæmdavald sem forseta Íslands er formlega veitt í stjórnarskránni.

Þeir bera ábyrgð á öllum stjórnsýsluathöfnum í þeirra eigin ráðuneytum samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð nr. 4/1963.

Ríkisstjórnin tekur hins vegar sameiginlegar ákvarðanir á ráðherrafundum.

Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963:

"5. gr. Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni."

Forseti Íslands sækir vald sitt beint til þjóðarinnar en samkvæmt stjórnarskránni er hann ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.

Samkvæmt þingræðisreglunni getur meirihluti þingmanna hvenær sem er lýst vantrausti á ríkisstjórnina eða einstaka ráðherra.

Hafi slík vantrauststillaga verið samþykkt er viðkomandi ráðherra, eða ráðherrum, skylt að biðjast lausnar og þá veitir forseti Íslands þeim lausn frá embætti.

Alþingi getur með þingsályktun kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra og Landsdómur dæmir um þau mál.

Steini Briem, 10.12.2008

Þorsteinn Briem, 7.10.2016 kl. 15:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

95. gr. Ráðherraábyrgð - Frumvarp Stjórnlagaráðs:

"Ráðherrar bera lagalega ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Bóki ráðherra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar ber hann þó ekki ábyrgð á henni.

Ábyrgð vegna embættisbrota þeirra skal ákveðin með lögum.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveður, að undangenginni könnun, hvort hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra.

Nefndin skipar saksóknara sem annast rannsóknina. Hann metur hvort niðurstaða rannsóknarinnar sé nægileg eða líkleg til sakfellingar og gefur þá út ákæru og sækir málið fyrir dómstólum.

Nánar skal kveðið á um rannsókn og meðferð slíkra mála í lögum."

Þorsteinn Briem, 7.10.2016 kl. 16:07

4 identicon

Íslenska nálægðin getur verið hvimleið og kemur í veg fyrir samskipti manna á milli sem byggjast fyrst og fremst á vináttu, virðingu og gagnkvæmu trausti. En til er ráð við því, notað í ýmissum löndum, óháð stærð samfélagsins; þéringar. Í þýskumælandi löndum, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þéra menn og þúa, en einnig t.d. í Frakkalndi og Grikklandi. Þéringar eru góðar til að halda fólki í fjarlægð án þess “sparka” í það, fólki sem þú vilt ekki kynnast, berð litla virðingu fyrir eða barasta þekkir ekki, þekkir ekki nógu vel. Í gegnum árin hef ég kunnað að meta þéringar og held að þær mundu bæta siði innfæddra á Íslandi. Ekki síst í samfélagi þar sem það þykir nærgöngult að bjóða góðan daginn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband