Ártúnshöfði er inni á lykilsvæðí.

Þegar dregnar eru samgöngulínurnar frá Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum um Borgarfjörð til Suðrunesja og hins vegar línan frá Egilsstöðum um Höfn í Hornafirði út á Seltjarnarnes, skerast þær á svæðínu Ártúnshöfði-Árbær-Mjódd. 

Samkvæmt lögmáli þéttbýlis um gildi krossgatna meginþjóðleiða er þetta svæði mikilvægasta svæði höfuðborgarsvæðisins og býr því yfir miklum möguleikum til uppbyggingar fyrir verslun og þjónustu. 

Nú eru þeir tímar voandi loks að líða sem sandnámur með öllu tilheyrandi taki upp mikið rýni á þessu svæði.  


mbl.is Björgun hverfur af Sævarhöfða 2019
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þetta svæði mikilvægasta svæði höfuðborgarsvæðisins ..."

Mikilvægasta svæði höfuðborgarsvæðisins er að sjálfsögðu Miðbærinn í Reykjavík, sem þú ert sífellt að flytja á einhverja aðra staði á höfuðborgarsvæðinu, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 11:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 1.100 íbúðir verða í Vogabyggð en alls um 1.400 í Hlíðarendahverfinu og við Skerjafjörð í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:06

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.

Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.

Vestan
Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gatnamót Hringbrautar, Snorrabrautar, Bústaðavegar og Miklubrautar skammt frá Landspítalanum eru ein umferðarmestu gatnamót landsins með um 100 þúsund bíla á sólarhring, sem er um helmingur fólksbílaflotans hér á Íslandi, en hann var 206 þúsund bílar árið 2011.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru að sjálfsögðu jafn mikið austan og vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tvö hundruð hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur nú tekið þar til starfa.

Þar að auki eru þar meðal annars Landspítalinn, stærsti vinnustaður landsins, þrír háskólar með um 20 þúsund kennara og nemendur, bankar, CCP, stærsta fiskihöfn landsins, og fjölmargir aðrir stórir vinnustaðir ríkisins og Reykjavíkurborgar.

Vestan Kringlumýrarbrautar eru einnig um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús og við Laugaveg einan eru um tvö hundruð verslanir, þar sem eitt þúsund manns starfa, tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu og Skólavörðustíg.

Á Vatnsmýrarsvæðinu verður geysimikil uppbygging og að minnsta kosti 600 íbúðir verða á Hlíðarendasvæðinu einu.

"Heitasta svæði" landsins er því vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:14

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:16

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja um 1.330 íbúðir:

Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,

Um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,

Um 140 íbúðir í Stakkholti,

Um 180 íbúðir í Mánatúni,

Um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,

Um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,

Um 90 íbúðir á Höfðatorgi,

Um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,

Um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,

Um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,

Um 80 íbúðir á Brynjureit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

Um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

Um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,

Um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,

Um 80 íbúðir austan Tollhússins.

Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt, um 170 í Austurhöfn við Hörpu og um 100 við Guðrúnartún.

Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.

Og einnig er ætlunin að byggja um 600 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.

Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 1.850 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.330 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.

Samtals 3.180 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, um tvö hundruð, eru vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:30

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ákveðið hefur verið að Landspítali-Háskólasjúkrahús verði áfram við Hringbraut samkvæmt deiliskipulagi fyrir Landspítalann við Hringbraut sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012 eftiröll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höfðu samþykkt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þar sem gert er ráð fyrir að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 8.10.2016 kl. 12:51

13 identicon

Þess vegna þurfum við góða sjoppu á staðnum svo þeir sem kona frá Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum um Borgarfjörð á leið til Suðurnesja geti sest niður og spjallað við þá sem koma frá Egilsstöðum um Höfn í Hornafirði á leið út á Seltjarnarnes....En er mikill straumur fólks frá Egilsstöðum um Höfn í Hornafirði á leið út á Seltjarnarnes?

Samkvæmt lögmáli þéttbýlis um krossgötur meginþjóðleiða telst höfuðborgarsvæðið vera krossgötur. Lögmáli þéttbýlis um krossgötur er ekki um raunverulegar krossgötur. Öskjuhlíðin og Arnarhóll eru því samkvæmt fræðunum á sömu krossgötum og Ártúnshöfðinn.

Vagn (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 13:24

14 identicon

Það fékk flog!!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 18:17

15 identicon

12 copy paste..!!!!

En hjálpar teljaranum um hvað er vinsælast.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband