8.10.2016 | 21:11
Minnir á kosningar 1995 og 2010.
Fyrir alþingiskosningar 1995 og borgarstjórnarkosningar 2010 áttu sér ákaflega miklar fylgissveiflur og þó sérstaklega fyrir kosningarnar 2010 þegar Besti flokkurinn var á tímabili með fylgi upp á hreinan meirihluta.
Nú berst Björt framtíð, sem varð til sem samruni fólks úr Besta flokknum og Samfylkingu fyrir því að koma manni á þing!
Á tímabili fyrir kosningarnar 1995 virtist Þjóðvaki, nýstofnaður flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur, ætla að ganga að Alþýðuflokknum dauðum, - á tímabili var prósentutala Alþýðuflokksins "pilsner-tala."
En niðurstaðan varð rúmlega 10 prósenta fylgi Alþýðuflokkins.
Þessir tveir flokkar gengu ásamt Alþýðubandalagi og Kvennalista inn í Samfylkinguna, sem nú má ekki missa mikið meira fylgi til þess að detta niður fyrir 5% markið og þar með út af þingi!
Kosningarnar 2010 urðu til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fjarri því að ná fyrra flugi í Reykjavíkurborg.
Og stöðugt fylgi Pírata um og yfir 20% er nýtt fyrirbæri í íslenskri pólitík.
Þessi komast á þing samkvæmt könnuninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.