10.10.2016 | 10:13
Mesti leðjuslagur í sögu kappræðnanna?
Síðan John F. Kennedy og Richard M. Nixon háðu sjónvarpskappræður fyrsti manna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1960 hafa mörg þung orð eða vafasöm í meira lagi fallið í slíkum kappræðum og ekki verið þeim, sem sagt hafa þau, til sóma.
En kappræðurnar í nótt skrapa líklega botninn hvað þetta varðar, leðjuslagur á köflum, og er það miður, því að nútíma stjórnmálaumræða þarf líklega á öðru að halda en þessu.
Hvassar kappræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru 7 kannanir á Twitter og Trump er hæstur í öllum allt frá 81% niður í rúm 70% Hillary læst 15% Ef þið viljið skoða þetta klikkið á slóðina og kjósið til að upp komi prósentutalan. Þetta er svipuð aðferð og hjá Útvarp sögu.
Ég treysti Twitter kosningu betur enda margfalt fleiri sem kjósa plús að þarna er bara ein spurning viltu eða ekki og þú segir já eða nei.
https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd">https://twitter.com/search?q=Precidential%20polls&src=typd
Valdimar Samúelsson, 10.10.2016 kl. 13:41
Mörlenski rasistaskríllinn rottar sig saman hér á Moggablogginu.
Meindýraeyðir Íslands
Þorsteinn Briem, 10.10.2016 kl. 14:04
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 10.10.2016 kl. 14:05
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 10.10.2016 kl. 14:06
Sæll Ómar.
Skamma stund verður hönd höggi fegin
og þetta sannaðist á Clinton því
ótvíræður sigurvegari í þessum kappræðum
var Trump.
Það undirstrikar ennfrekar orð Bernie Sanders
um vanhæfni hennar og dómgreindarleysi til
að gegna þessu embætti.
Húsari. (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 15:37
Algjört aukaatriði en eru þessir Sjónvarpsþættir virkilega kappræður?
Agla (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 16:59
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Steini Briem !
Er nú Moldin farin að rjúka: í logninu ?
Valdimar Samúelsson - er gegnheill þjóðernissinni, af hinum gamla skóla Steini, eins:: og lagt var í þá merkingu orðsins, fram eftir 19. öldinni / og inn á þá 20., hafi fram hjá þér farið.
Öndvert við mig t.d. (ég hætti að telja mig, til einhverra sérstaklega þjóðhollra Íslendinga, fyrir einum 3 - 4 árum að minnsta kosti, og sé alls ekki eftir því / og tel mig til Alþjóðasinna, með tilliti til stuðnings míns við Kúómingtang hreyfingu Chiangs heitins Kai- shek austur í Kína og á Taíwan, m.a.) er Valdimar gegnheill í trú sinni, á framtíðar horfur Íslands og Íslendinga, þó ég sé það alls ekki, aftur á móti.
Þess utan - er Valdimar ekki rasisti, fremur en þú (Steini Briem) og fremur en ég (Óskar Helgi Helgason) alla vegana, hefir hann ekki upplýst okkur um neitt nám í Mannfræði (hinum eiginlega rasisma, skv þeim fræðum Steini), en hvort þú kallir Valdimar fornvin minn rass vasa ista / eða eitthvað þaðan af ''gáfulegra'' öðrum fremur, er þinn vandi, en ekki annarra Steini.
Ég vona Steini: að þú sért ekki gengin fyrir björg þröngsýni og afdala mennzku og hræsni þeirrrar, sem:: hinn fyrrum virti Tónlistar jöfur og hugsuður, Gunnar Waage útmálar sig fyrir að vera orðinn, á dæmafárri síðu sinni sandkassinn.com. og víðar á vefsvæðum.
Ég hafði lengi vel: hinar mestu mætur á Gunnari, enda skrifuðumst við á, hér á Mbl. vefnum fyrir allmörgum árum með ágætum , en það er eins: og hann hafi gengið í björg forheimskunar og steigurlætis, í seinni tíð.
Því miður.
Hvað - sem Dónaldi Jóhannesi Trump líður, og hans sögulega framboði, þar vestra, reyndu nú að sitja á strák þínum gagnvart Valdimar Samúelssyni og öðrum þeim, sem kunna að hafa aðrar skoðanir á Trump, en þú og Gunnar Waage og aðrir yfirleitt, Steini minn.
Bara: svona vinsamleg ábending, Steini / af minni 1/2 !
Með beztu kveðjum, að öðru leyti - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 17:23
Við erum með frambjóðenda sem varða nauðgara 12 ára stúlku: http://www.dailymail.co.uk/news/article-3729466/Child-rape-victim-comes-forward-time-40-years-call-Hillary-Clinton-liar-defended-rapist-smearing-blocking-evidence-callously-laughing-knew-guilty.html
Við erum með frambjóðenda sem stóð með manni sínum andspænis góðum hóp af konum sem ásökuðu hann um nauðgun eða kynferðislega áreitni: https://www.amazon.com/Clintons-War-Women-Roger-Stone/dp/151070678X
Við erum með frambjóðenda sem var einn af lykil persónum í að sprengja ríkasta land Afríku aftur á steinöldina og svo hlær hún þegar búið er að murka lífið úr fyrrum leiðtoga þess lands: https://www.youtube.com/watch?v=5484y_Jythk
Við erum að tala um frambjóðenda sem tók þátt í kosningasvindli þar sem einn af þeim sem uppljóstruðu um svikin var drepinn: http://radaronline.com/videos/hillary-clinton-julian-assange-suggests-dnc-murdered-seth-rich/
Við erum að tala um frambjóðenda sem laug að þinginu varðandi email sem hún eyddi, vefþjón sem var sterilhreinsaður og starfsmenn sem neituðu að vitna vegna þess að það myndi gera þau sek um glæpi. Hún laug að hafa aðeins haft eitt tæki en forstjóri FBI sagði að hún hafði haft fleiri en tíu tæki en þau tæki, símar og fleira voru eyðilögð með hömrum.
https://www.youtube.com/watch?v=4SZqiXDfHnI
Stutt samantekt á öllum lygunum í kringum þetta mál: https://www.youtube.com/watch?v=wEOmSYOPkWk
Það er eiginlega ekki hægt að tjá sig um þessa manneskju án þess að standa í skítkast því annars værir þú að ljúga.
Mofi, 10.10.2016 kl. 18:04
Hillary-hatarar virðast alveg froðufellandi.
Umhugsunarvert.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.10.2016 kl. 23:37
Eðlileg viðbrögð fólks með smá réttlætiskennd.
Mofi, 11.10.2016 kl. 12:19
Réttlætiskennd er hugtak sem tengist helst mönnum af svipuðu kalíberi og hins víðfræga Binna Sandara, eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, og er því hæpin mannlýsing að skeyta sig með því að segjast hafa smá réttlætiskennd.
Hinsvegar get ég vel skilið að maðurinn sem kallar sig Mófa hafi einmitt réttlætiskennd í þeim flokki þegar hann opinberar dálæti sitt á Dónaldi framar Hillarí.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 13:42
Ómar Bjarki! Nú er Framsóknarflokkurinn
allt að dauður og fátt sem fær kneikthann á bak aftur til fyrra horfs.
Er ekki ráð þegar draumar þínir rætast svo
bókstaflega að sameinast þeirri breiðfylkingu
sem nær frá ströndu til strandar um gjörvöll
Bandaríkin og ganga undir þann sigurboga
sem þjóðin hefur myndað um forsetaefni sitt, Trump?
Ræð þér eindregið frá íþróttum
á borð við Clinton-axlahristingin
og höfuðskakið sem hún hefur tileinkað sér.
Illvíg einkenni eru rakin til
þessa að undanförnu en lýsa sér
sem bráða niðurfallssýki eða hundaæði.
Húsari. (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 15:02
Þorvaldur, að sjá Hillary fyrir hvað hún er, er ekki hið sama og hafa dálæti á Trump; kannski lógík er þinn Akkilesarhæll?
Mofi, 11.10.2016 kl. 18:32
Maður sem skrifar í öðru orðinu; "mér finnst alveg greinilegt að fjölmiðlar eru ekki sanngjarnir í þeirra umfjöllun á honum". en í hinu:"er ekki hið sama og hafa dálæti á Trump"; Hefur einmitt nokkurt dálæti á Trump og ekki minna en á Hillarí og minnir á manninn sem var vændur um að verja andskotann og sagði að því tilefni; Sjálfsagt er hann nú ekki verri en hann er sagður.
Annars snerist svar mitt um fyrirbærið réttlætiskennd og hversu hún skilgreindist en þú hefur kannski ekki kært þig um að svara þeim hluta.
Þá má og geta þess að við Pútín erum orðnir sammála um eðli og innræti Dónalds.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 11.10.2016 kl. 22:32
Að segja að fjölmiðlar séu ekki sanngjarnir við Trump er heldur ekki að hafa dálæti á Trump. Hérna er gjöf handa þér: https://www.youtube.com/watch?v=eIEYxMtKIwg
Ef að þinni réttlætiskennd er ekki misboðið við að kynna þér Hillary Clinton þá annað hvort hefur þú ekki réttlætiskennd eða þú hefur ekki kynnt þér þann fúla pytt.
Mofi, 11.10.2016 kl. 23:25
Sæll Ómar.
Ég held að veruleikinn sé sá
að litlu muni milli forsetaefna
í kosningabaráttunni vestra.
Fréttaflutningur af þessari baráttu
hefur verið í skötulíki og næsta markleysan ein
og opinberað svo ekki verður um villst að
RÚV á við mikinn vanda að stríða sem birtist
í stjórnleysi og hvatvísi og er engu líkara
en að það hafi hlutleysi að engu.
Ég sakna þess að geta ekki tekið mark á RÚV.
Villandi málflutningurinn hefur orðið til þess
að það hefur sjálft skotið sér út úr allri
umræðu og er orðið að meinsemd og böli
sem þó er ekki hægt að losna við.
Við ættum sem minnst að tala um Norður-Kóreu
og fréttir þaðan.
Húsari. (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 07:51
Já. Mig langar ekkert til að hafa réttlætiskennd eins og hún brýst út hjá langflestum þeim sem segjast brenna af réttlætiskennd. Sú réttlætiskennd snýst aðeins um eitt; ekki skal undir neinum kringumstæðum hafa af mér eða mínum. Aðrir geta étið hund.
Þetta birtist berlega í sjónvarpssplalli Binna Sandara við Bigga gps, eða hvað þeir nú hétu þeir ágætu menn, hérna um árið.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.10.2016 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.