Túrbínutrixið lifi!

Sjaldan hefur sést jafn einbeittur vilji til að negla niður nýjasta afbrigðið af túrbínutrixinu frá 1970, sem felst í nýjum háspennulínum til Bakka við Húsavík.

Í þetta skiptið á að horfa fram hjá arfa slæmri meðferð virkjanamanna í sveitarstjórnum nyrðri varðandi framkvæmdaleyfi, stjórnsýslulög og náttúruverndarlög með því að setja sérstök lög sem upphefja mistök sveitarstjórnarmannanna og offors línulagnarmanna.

Ætlunin var svipuð í upphafi Laxárdeilunar hér um árið en trixið var einfaldlega of svæsið til þess að það gæti gengið í gegn vegna afar slæmrar málsmeðferðar virkjanamanna gagnvart undirbúningi og lagalegan ramma.

Svipað virðist vera að gerast nú, og það er erfitt að hugsa sér að menn ætli sér virkilega að keyra málið á háhraða í gegn fyrir kosningar.

Mistakameistararnir nyðra verða að axla ábyrgð á gerðum sínum og eðlilegara er að taka málið fyrir eftir kosningar.    


mbl.is Þingi frestað vegna Bakkamálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Einnig forráðamenn Landsnet og Landvirkjunar sem keyra þessi mál áfram. Landsnet virðist hafa gert enn ein mistökin í sínum yfirgangi. 

Kristbjörn Árnason, 10.10.2016 kl. 19:56

2 identicon

Ég man það nú ekki nákvæmlega, en áttu Steingrímur og co ekki einhvern hlut að þessu máli í upphafi?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.10.2016 kl. 22:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Úrskurðarnefndin segir að sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafi við undirbúning og meðferð útgáfu framkvæmdaleyfisins ekki gætt í öllu að ákvæðum skipulagslaga og náttúruverndarlaga.

Auk þess hafi sveitarstjórn ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni og farið þá á svig við stjórnsýslulög.

Þessir ágallar þyki óhjákvæmilega leiða til ógildingar framkvæmdaleyfisins.

Þá hafi sveitarfélagið ekki birt auglýsingu um framkvæmdaleyfið og þannig hafi almenningur ekki verið upplýstur um ákvörðunina, svo hann gæti kynnt sér forsendur hans og fengið upplýsingar um kæruheimild og kærufresti. 

Í úrskurðinum kemur fram að augljóst sé að sveitarstjórn hafi átt að horfa til nýrra náttúruverndarlaga við útgáfu framkvæmdaleyfisins, þrátt fyrir að framkvæmdin hafi farið í umhverfismat á þeim tíma sem eldri náttúruverndarlög voru í gildi.

Þá hafi sveitarstjórn ekki tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um framkvæmdina og segir nefndin að sú ástæða sé nægilega mikil til að fella framkvæmdaleyfið úr gildi."

Þorsteinn Briem, 10.10.2016 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband