13.10.2016 | 13:27
Nauðsynlegt víðsýni.
Þótt listaheimurinn eigi að vera heimkynni víðsýni hefur hið gagnstæða oft ráðið ríkum á ýmsum sviðum.
Menn hafa hyllst til þess að raða listinni í aðgreind hólf, svo sem bókmenntir, tónlist, leiklist o.s.frv og einnig í fleiri flokkanir, sem sem í hámenningu og lágmenningu.
Að sjálfsögðu hefði Bob Dylan fyrir löngu átt að vera búinn að fá bókmenntaverðlaun Nóbels, og er það fagnaðarefni að loks skuli nauðsynlegt víðsýni hafa ráðið för.
Hér heima tók það talsverðan tíma að menn áttuðu sig á list Megasar og það er til dæmis rammíslensk hefð að aðgreina höfunda texta við tónlist í tvo flokka, annars vegar ljóðskáld og hins vegar textahöfunda.
Þar hafa svonefndir "dægurlagatextar" og "dægurlagatextahöfundar" verið í lægsta flokki hjá menningarvitum þjóðar sem syngur "Ég er kominn heim" eftir "dægurlagatextahöfundinn" Jón Sigurðsson fjálglegar en sjálfa þjóðsönginn 55 árum eftir að Óðinn Valdimarsson "dægurlagasöngvari" söng textann við hið erlenda lag fyrst inn á plötu.
Bob Dylan fær Nóbelinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vill einhver taka við þessu eftir að Obama fékk ófriðarverðlaunin?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 13:33
Obama er merkur maður en friðarverðlaun Nóbels átti hann ekki skilið að fá að mínum dómi. Margar verðlaunaveitingar eru umdeilanlegar en það á ekki sjálfkrafa að þurfa að verða til þess að hætt verði að veita þau.
Mikið var til dæmis deilt um það að Winston Churchill fengi bókmenntaverðlaun Nóbels.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2016 kl. 13:38
Enn einn maður af gyðingaættum kominn í röð nóbelsverðlaunahafa.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 13:51
Ómar. Sammála þér núna, eins og svo oft áður. Eru þetta fyrstu hljóðbókarverðlaunin?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.10.2016 kl. 13:54
Athyglisverður punktur Haukur. Listamaður getur ekki tekið við þessu en kannski að hégómlegur gyðingur geti það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 15:05
Sæll Ómar.
Prjál og hégómi af þessu tagi er
fyrst og fremst spaugilegur.
Ef þau laun að geta unnið og fá að vinna
og uppskera gleðina sem í því felst dugar
ekki þá hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis
sem úrelt þing á borð við orður fær engu úr bætt.
Húsari. (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 01:51
Ekki trúi ég því að Bob Dylan hafi kært sig um eitthvert Nóbels-kjaftæði.
En honum var afhent þetta prjál, og líklega án þess að honum hafi fundist heiður að slíku prjáli.
Hann veit líklega betur en nóbelsverðlauna-nefndarprjálaríarnir, að gull og metorð gagnast ekki, gangi fólk með sálarhlekki af einhverju tagi.
Vonandi missir fólk ekki trú á Bob Dylan við þessa snobbaranna útdeilingu á sérfráteknum virðingartitlum Hæstaréttar-deildarinnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2016 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.