Sums staðar valda jarðstrengir meiri náttúruspjöllum en loftlínur.

Þegar jarðstrengir eru lagðir um gróið land á láglendi og um byggð eða þegar röskuð svæði, er stærsti kostur þeirra sá, að það verður engin sjónmengun af þeim. 

Í könnun, sem gerð var á viðhorfum ferðamanna til háspennulína kom í ljós að þeim fannst slíkar línur trufla og jafnvel eyðileggja meira upplifunina af óspilltri en flest annað. 

Ferðafólk dæmir oft það sem það sér út frá augnablikinu og áttar sig ekki alltaf á því, að afturkræfar loftlínur valda oft miklu minni spjöllum til lengri tíma litið en óafturkræfar framkvæmdir.

Sömuleiðis áttar fólk sig ekki alltaf á því, að jarðstrengur sem lagður er um ósnortið hraun veldur mun meiri óafturkræfum spjöllum en loftlína.

Leggja þarf vegarslóða meðfram loftlínum til þess að hægt sé að komast að þeim vegna viðhelds eða viðgerða, og geta þeir í sumum tilfellum verið fólgnir í því að aka ofaníburði ofan á hraun, sem hægt er í mörgum tilfellum að fjarlægja síðar ef línan er lögð niður.

Þar sem jarðstrengur er lagður niður í jörð, þarf að rista hana upp með því að grafa stóran skurð, og þegar um úfin ósnortin hraun er að ræða, felast oft í því mikil náttúruspjöll til framtíðar, miklu meiri en ef gerð væri loftlína.  

 


mbl.is Verða að umhverfismeta jarðstrengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur enginn málsmetandi aðili lagt það til að grafinn verði jarðstrengur í óröskuð hraun milli Kröflu og Bakka eða á milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur.

Eini aðilinn sem fjallað hefur um slíkt er Landsnet og virðist það hafa verið gert í þeim tilgangi að teikna upp Grýlur.

Það er hinsvegar margbúið að benda á að leggja megi jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar án þess að raska hrauni.

Í tilfelli Bakkalína er æskilegt að leggja nokkra km langan jarðstreng norðan Leirhnúkshraunsins og norðurundir fyrirhugað tengivirki á Hólasandi. Mögulegt er að bora jarstreng undir leirhnúkshraunið þar sem það mjókkar niður undir Eldánni eða að reisa möstur í hrauninu að vetri með léttum vinnuvélum sem ekið væri inn á hraunið á snjó og möstrin hífð inn á þyrlu eins og alsiða er víða um heim.

Hefðbundin vegagerð og vinnuplön undir möstur í hrauni valda álíka raski og lagning jarðstrengs.  


Sigurður Sunnandvindur (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 21:59

2 identicon

Það er hægt að bora marga kílómetra niður í jarðkúluna svo hvers vegna er ekki hægt að bora fyrir línum lárétt?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 13.10.2016 kl. 23:08

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hnaskið á línunni verður of mikið nema borað sé það gróft að það pláss verði fyrir ídragningarrör. En ég sjálfur hefði viljar hafa allar línur og rör í steiptum stokkum sem bjóða upp á gott eftirlit og fjölgun/fækkun kpla/röra.

Eyjólfur Jónsson, 13.10.2016 kl. 23:42

4 identicon

Það er þrennt sem þar til að leysa þessi mál fyrir norðan. það er:

    • Náttúrusálfræðingur

    • Stjórnsýslusálfræðingur

    • Skipulagssálfræðingur

    Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 09:41

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband