15.10.2016 | 17:26
165 ára saga misheppnaðra tilrauna í stjórnarskrármálinu.
Sérstöku stjórnlagaþingi, svonefndum Þjóðfundi, var falið árið 1851 að semja nýja stórnarskrá fyrir Íslendinga.
Þegar dönsku valdsherrunum sýndist að sú stjórnarskrá yrði þeim ekki að skapi, sleit fulltrúi konungs Dana og Íslendinga Þjóðfundinum fyrirvaralaust.
Danir sömdu síðan stjórnarskrá sem var nánast samhljóða þeirri dönsku 1874 og "gáfu" Íslendinguum þá stjórnarskrá, þar sem fyrstu þrjátíu greinarnar voru nær eingöngu um konunginn og stöðu hans í samræmi við friðþæginguna í fyrstu stjórnarskránni 1849.
Þessi stjórnarskrá hefur haldið sér í öllum meginatriðum síðan, þótt Danir hafi gert nýja stjórnarskrá fyrir sig frá grunni fyrir 60 árum.
Talsmenn allra þingflokka lofuðu því 1943 og 1944 að Íslendingar sjálfir myndu eftir stríðið gera nýja stjórnarskrá fyrir Ísland eins og ætlunin hafði verið 1851.
En stjórnarskrárnefnd 1946 mistókst þetta og það rann út í sandinn, þótt fyrsti forseti Íslands brýndi menn til dáða í þessu efni.
Aftur var reynt 1953 en fór á sömu leið.
Eina bitastæða breytingin á afmörku sviði, á kjördæmaskipaninni, var gerð í hatrömmumm pólitískum átökum í tvennum Alþingiskosningum 1959.
Stjórnarskrárnefnd Gunnars Thoroddsen mistókst ætlunarverk sitt 1983.
Þingið var gert að einni deild 1991 og sett inn mannréttindagrein 1995, en stjórnarskrárnefndum 2005 og 2014 hefur mistekist að setja þrjár nýjar greinar inn í stjórnarskrána.
Engum hefði átt að koma á óvart að þetta fór svona í ljósi 165 ára sögu málsins. Þegar allir fulltrúar í stjórnarskrárnefn eru beinir fulltrúar flokkanna óg allir hafa neitunarvald, hefur þetta alltaf misheppnast.
2011, 160 árum eftir Þjóðfundinn (stjórnlagaþingið) 1851, afgreiddi stjórnlagaráð, sem ekki var skipað fulltrúum einstakrar flokka á alþingi, heldur í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu, nýja stjórarskrá einróma.
Þótt þjóðin samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða 2012 að leggja skyldi þá stjórnarskrá til grundvallar nýrri stjórnarskra, gerðist það sama og 1851, að valdaöflin komu í veg fyrir það.
Þingið afgreiddi ekki 126 mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðin þarf nánast öll að greiða atkvæði, ef eithhvað á að vera að marka svona samkomur eins og Þorvaldur Gylfason stýrði, með samsöng og ég veit ekki hvað, hér um árið. Alger sirkúhússamkoma. Stjórnarskrá sem miðar að því að afnema fullveldið, fela stjórn landsins blýantsnögurum og gerspilltu kerfiskarlaveldi á erlendri grund, er landfjandsamleg og jaðrar við landráðum og verður að sjálfsögðu aldrei samþykkt Ómar. Furðulegur fjandi að skuli yfir höfuð finnast fólk, hér á landi, sem sér framtíð landsins best borgið með fullveldisafsali. Aldeilis furðulegur fjandi, svo ekki sé meira sagt. Andskotinn bara, afsakaðu orðbragðið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.10.2016 kl. 18:33
Að blanda Þjóðfundinum svokallaða árið 1851, inn í umræðuna er afbökun og ljótt herbragð, sem illa virkar. Við höfðum ekkert þá, af því sem við höfum í dag, ekki neitt!
Góðar stundir og enn betri kveðjur að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 15.10.2016 kl. 18:36
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Það er nú allt "fullveldið".
Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:15
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:15
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland, Sviss og Liechtenstein) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:16
"111. gr. Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.
Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.
Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."
Frumvarp Stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:17
Lissabon-sáttmálinn (Treaty of Lisbon):
"Does the Treaty of Lisbon create a European army?
No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.
However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.
A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."
"Does the Treaty of Lisbon create a European "Super-State"?
No. The Treaty of Lisbon is an international treaty agreed and ratified by sovereign Member States that agree to share some of their sovereignty in supranational cooperation.
The Treaty of Lisbon acknowledges that the Union reflects the will of the Member States and their citizens, and that its powers stem from these States."
"Do national parliaments have a greater say in European affairs?
Yes. National parliaments are for the first time fully recognised as part of the democratic fabric of the European Union. Special arrangements are made to help national parliaments to become more closely involved in the work of the Union."
"Does the Treaty of Lisbon increase the number of decisions taken in "Brussels"?
No. The Treaty creates a basis for a more decentralized and transparent approach to implementing EU policies to help ensure that decisions are taken as close as possible to the citizen."
"The Treaty entered into force on 1 December 2009."
Lissabon-sáttmálinn - Treaty of Lisbon
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:19
Meirihluti atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:22
17.6.2004:
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:23
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:23
17.8.2015:
"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:25
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:25
25.8.2015:
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:26
"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."
Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.
"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."
Jarðalög nr. 81/2004
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:28
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:29
"Tilraunir kínverska fjárfestisins Huangs Nubos til þess að kaupa jörðina [Grímsstaði á Fjöllum] fóru út um þúfur um árið og hefur jörðin verið auglýst til sölu á Evrópska efnahagssvæðinu."
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.
Þorsteinn Briem, 15.10.2016 kl. 20:30
Það er ekki misheppnuð tilraun þó hún fari ekki eins og þú hefðir óskað. Hálfri þjóðinni þótti síðasta tilraun ekki þess virði að mæta á kjörstað. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar voru sammála því mati og ákváðu að breyta ekki stjórnarskránni. Einu mistökin þar voru að þeir sem vildu breyta vildu bara breyta til þess að breyta og gátu ekki sýnt fram á þörfina á þeim breytingum sem þeir lögðu fram. Það að kasta ónothæfum tillögunum sem þjóðin hafði engan áhuga á í ruslið voru ekki mistök.
Hábeinn (IP-tala skráð) 15.10.2016 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.