19.10.2016 | 16:29
Fyrirsjáanleg fylgisminnkun Pírata og sótt að Sf úr tveimur áttum.
Fylgisminnkun Pírata hefur verið fyrirsjáanleg og þeir fá minna upp úr kjörkössunum en í skoðanakönnunum.
Í fyrra stakk Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingar, upp á því að flokkurinn leitaði inn í ákveðið tómarúm hægra megin á miðjunni.
Þessu átti margir fylgismenn flokks, sem heitir Jafnaðarmannaflokkur Íslands, erfitt með að kyngja og ekki varð af þessu.
Nú hefur Viðreisn sótt inn í þetta tómarúm.
Vinstra megin eða róttækni megin frá hafa Vinstri græn og Píratar sótt sér fylgi meðal óánægðra kjósenda og aflað sér hluta þess fylgis sem Samfylking hafði áður.
Aukið fylgi Vinstri grænna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu á að miða við síðustu alþingiskosningar en ekki einhverjar skoðanakannanir þegar úrslit alþingiskosninganna í næstu viku liggja fyrir.
Píratar hafa aldrei reiknað með að fá 30% atkvæða í kosningunum og vinna þar að öllum líkindum stórsigur með margfalt meira fylgi en í síðustu alþingiskosningum.
Skoðanakannanir eru langt frá því að vera kosningar, fylgi í skoðanakönnunum getur sveiflast gríðarlega í sömu vikunni, eins og fjölmörg dæmi sanna, og fjöldinn allur er óákveðinn eða vill ekki svara í skoðanakönnunum.
Ungt fólk hefur miklu meiri áhuga á að kjósa Pírata en Samfylkinguna og lítur á flesta frambjóðendur hennar í efstu sætunum sem gamalmenni.
Þér finnst hins vegar allir yngri en fimmtugir vera ungir og miðar þar við sjálfan þig, Ómar Ragnarsson.
Flestir frambjóðendur Vinstri grænna í efstu sætunum eru einnig langt frá því að vera ungir og enda þótt foringi þeirra, Katrín Jakobsdóttir, sé fertug lítur hún út fyrir að vera að minnsta kosti tíu árum yngri.
Þar að auki þekkja flestir kjósendur Katrínu, enda hefur hún verið þingmaður síðastliðin níu ár, ráðherra í fjögur ár og er nú formaður flokksins.
Ungt fólk myndi á hinn bóginn yfirleitt ekki líta á Steingrím J. Sigfússon sem fulltrúa sinn á Alþingi, enda lítur hann út fyrir að vera gamall framsóknarmaður, sem snúa þarf í gang eins og gömlum Willys jeppa.
Og fjölmargir framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi kjósa Vinstri græna í kosningunum í næstu viku eftir öll axarsköft síðasta formanns Framsóknarflokksins og útlit fyrir að flokkurinn fái einungis einn þingmann í því kjördæmi.
En það er engan veginn víst, enda eru skoðanakannanir ekki kosningar.
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 17:42
Góður Steini Briem, mjög góður!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 17:54
Valhallarflórinn vellur upp sem aldrei fyrr,Viðreisn.. útikamar sjálfstæðisflokksins er án klósettpappírs og íhaldssamir afturhaldsseggir hræðast bráðgáfuðu Kötu litlu tindilfættu og skjálfa eins og laufblað í vindi í hvert sinn er hún tjáir sig. Kosningarnar verða skemmtilegar.......
Ragna Birgisdóttir, 19.10.2016 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.