40 kílómetrum styttra frá núverandi flugvelli til Vífilsstaða en frá Keflav.flugvelli.

Það eru 48 kílómetrar frá Keflavíkurflugvelli til núverandi bráðamóttöku í Fossvogi en 8 kílómetrar frá Vífilsstöðum. Mismunurinn er 40 kílómetrar. 

Hvassahraunsflugvöllur er óráð vegna nálægðar við Reykjanesfjallgarðinn og ókyrrðar frá honum. 

Bráðamóttöku má auk þess halda áfram í Fossvogi þótt aðalsjúkrahúsið rísi á Vífilsstöðum. 

Meginatriði málsins hefur ætíð verið haldið fram af síðuhöfundi, að það er 170 kílómetrum lengri samanlögð ferðaleið fram og til baka milli miðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu á landi og í lofti ef Keflavíkurflugvöllur er notaður heldur en ef núverandi flugvöllur er notaður. 


mbl.is Flugvöllur í Vatnsmýri þó að spítali verði á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... þótt aðalsjúkrahúsið rísi á Vífilsstöðum."

Einungis Framsóknarflokkurinn vill að Landspítalinn verði á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu en við Hringbraut af þeim flokkum sem líklegt er að fái þingmenn í alþingiskosningunum í næstu viku, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 17:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... miðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu ..."

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu er við Klambratún (Miklatún) og því skammt frá Landspítalanum, eins og hér hefur margoft verið sýnt fram á.

Langflestir landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og yrði Landspítalinn fluttur frá Hringbraut til Vífilsstaða þyrfti því að flytja langflesta sjúklinga mun lengra á Landspítalann.

Þar að auki tekur að sjálfsögðu mun skemmri tíma að flytja sjúklinga frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á Landspítalann við Hringbraut en á Vífilsstaði.

Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 18:08

3 identicon

Nokkrir punktar frá mér Ómar,

"Það eru 48 kílómetrar frá Keflavíkurflugvelli til núverandi bráðamóttöku í Fossvogi en 8 kílómetrar frá Vífilsstöðum. Mismunurinn er 40 kílómetrar."

Já en það er mun auðveldara fyrir sjúkrafluttningabíla að keyra á háum hraða þessa 48 km til vífilstaða frá Keflavík en þessa 8 km frá Reykjavíkur flugvelli á háannatíma.

"Bráðamóttöku má auk þess halda áfram í Fossvogi þótt aðalsjúkrahúsið rísi á Vífilsstöðum."

Ég veit ekki hvort þú hefur eithvað fylgst með umræðuni í kringum nýjan spítala en í stuttu, og nokkuð einfölduðu, máli þá er tilgangurinn nánast eingöngu að sameina slysadeild og bráðamóttökunar á Hringbraut og í Fossvogi.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 19:33

4 Smámynd: Már Elíson

Kjaftæði St.Breim :

"Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu er við Klambratún (Miklatún) = Kjaftæði og þvæla ....og því skammt frá Landspítalanum, eins og hér hefur margoft=Lesist : Aldrei... verið sýnt fram á.

Það tekur enginn mark á hvað ÞÚ sýnir fram á, kjáni. - Staðreyndin er önnur.

Þú ert nú meiri angurgapinn.

Már Elíson, 19.10.2016 kl. 21:37

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það búa rúmlega 210 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu og skiptast þannig nokkurn veginn:

Innan við 40 þúsund vestan Klambratúns.  

Um 170 þúsund austan Klambratúns. 

Ómar Ragnarsson, 19.10.2016 kl. 22:44

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"Hvassahraunsflugvöllur er óráð vegna nálægðar við Reykjanesfjallgarðinn og ókyrrðar frá honum."

Yrðu ekki einhverjir átta kílómetrar frá flugvelli í Hvassahrauni að Reykjanesfjallagarðinum? Er það hættulegt varðandi flug?

Mekka sjúkraflugs á Íslandi er í Eyjafirði sem er umkringt fjöllum sem eru miklu nær flugvellinum en mögulega yrði í Hvassahrauni. Þar er líka bara ein braut N/S. Er almennt alltaf verra veður fyrir sunnan heldur en fyrir norðan?

Er ekki líka nóg pláss fyrir flugvöll á hrauninu milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns?

Ég held að nauðsyn Reykjavíkurflugvallar sem sjúkraflugvöll og nálægð hans við hátæknisjúkrahús sé stórlega ofmetinn. Fyrir það fyrsta þyrftu allir aðrir flugvelli, þaðan sem sjúkraflugið á að koma, að vera í topplagi. Tíu mínútur til eða frá innan höfuðborgarsvæðisins, þegar sjúklingur er kannski búinn að ferðast 3-4 tíma með sjúkrabíl og flugi frá landsbyggðinni, er ekki mikil lenging. Það má nefnilega ekki bara miðað við að sjúklingur veikist aðeins á Akureyri. Ísland er svo miklu stærra en Akureyri og höfuðborgarsvæðið.

Sumarliði Einar Daðason, 20.10.2016 kl. 10:48

7 identicon

Burt með vallarófetið

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 12:02

8 identicon

Það verður aldrei byggður flugvöllur í Hvassahrauni. Alþingi er búið að samþykkja að vernda hraun og hraunavinir munu koma í veg fyrir þá framkvæmd.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 12:07

9 identicon

Setjum flugvöllinn á Bessastaðanesið og færum forsetan út í Viðey.

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 14:36

10 identicon

En að hafa flugvöllinn á Bessastöðum og gera Guðna að vallarstjóra og konan getur séð um mötuneitð..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 16:17

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Í Hvassahraunið með sjúkrahúsið. Friðum Vatnsmýrina og færum hana til uppruna síns, friðland vaðfugla.  Bingó, allir ánægðir.

Benedikt V. Warén, 20.10.2016 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband