19.10.2016 | 20:34
Búið að taka átta ár.
Átta ár og 13 dagar eru síðan þeir atburðir, orð og gerðir áttu sér stað, sem loksins nú eru að koma upp á yfirborðið eftir öll þessi ár.
Meðal annars virðist þetta blasa við:
Starfsmaður Seðabankans brýtur trúnað við bankann og gaukar mikilvægum trúnaðarmálum að lögfræðingi Samtaka fjármálafyrirtækja sem geta þar með nýtt sér dýrmætan mánudag til að bregðast við bankahruni ef þessi vitneskja breiðist út og er nýtt.
Seðlabankastjóri lætur hljóðrita sérstaklega símtal sitt við forsætisráðherra landsins um neýðarlán handa fallandi banka án þess að láta hann vita af því að símtalið sé hljóðritað.
Þegar þetta vitnast síðar segir ráðherrann fyrrverandi að forsætisráðherra eigi ekki að þurfa að sæta slíku.
Hann ræðir mál Kaupþings ekki í ríkisstjórn sinni.
Bankahrunið 2008 var að sönnu dæmalaust út af fyrir sig, en margt fleira í kringum það virðist hafa verið það líka.
Braut trúnað í aðdraganda neyðarlaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landráðamenn.
Ragna Birgisdóttir, 19.10.2016 kl. 20:48
Halló! Staðfest er að DO fór á fund ríkisstjórnarinnar skömmu fyrir hrun, óboðinn, og varaði við yfirvofandi hruni. Þau hlógu. Hvers vegna er þessu grundvallaratriði nær alltaf sleppt? Það er líka grundvallaratriði að Haarde leggi öll spil á borðið og leyfi að símtalið verði spilað. Þetta vilja allir, nema þeir sem vilja leyna sannleikanum.
Þjóðólfur í Hruna (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 20:58
Í dag:
"Davíð Oddsson tjáði Geir H. Haarde að lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings árið 2009 væri tapað fyrir fram.
Þrátt fyrir þetta var lánið veitt og almenningi boðið upp á þær skýringar að bak við lánið væru góð veð.
Þetta kemur fram í yfirheyrslum sérstaks saksóknara yfir Sturlu Pálssyni, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabanka Íslands, sem Kastljós hefur undir höndum og fjallar um í kvöld."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 21:21
Dettur einhverjum heilvita manni að ástandið í stjórnsýslu landsins sé eitthvað skárra núna með Vafninginn Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra.Maður sem hefur í skjóli embættis síns afhent hér vildarvinum,ættingjum og hagsmunaaðilum tengdum honum marga gulleggjabakka í eigu þjóðarinnar. Þetta er hættulegt fólk og með ólíkindum að í skoðanakönnunum skuli flokkur hans mælast með yfir 21% fylgi.Háttsettir embættismenn í Bretlandi vöruðu Davíð Oddsson við að bankakerfið á Íslandi væri að falli komið hálfu ári áður en það féll. Hlustaði Davíð á það? Nei ekki þá frekar en nokkurn tímann. Sami grautur,sömu kokkar,sama uppskriftin og ekkert annað en landráðamenn.Í landi þar sem að stjórnkerfi er í lagi væru þessir menn löngu komnir á stað með rottum,flóm og öðrum óværum .
Ragna Birgisdóttir, 19.10.2016 kl. 21:23
Þú sleppir kjarna málsins vísvitandi SB! Seðlabankinn fékk staðfest frá danska seðlabankanum, að veðið væri öruggt. Það brást svo. Þetta vita allir sem horfðu á Kastljósið í kvöld.
Þjóðólfur Slím (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 21:24
7.10.2008: (Sama dag og Davíð Oddsson talaði um óreiðumenn í Kastljósinu.)
"Eins og fram hefur komið í morgun stendur til að íslenska ríkið fá allt að fjögurra milljarða evra [á núvirði um fimm hundruð milljarða íslenskra króna] lán frá yfirvöldum í Rússlandi en fréttir af því eru þó enn óljósar.
Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag segir Davíð Oddsson [seðlabankastjóri] að viðræður við Rússana væru enn í gangi.
Seðlabanki Íslands sendi engu að síður frá sér tilkynningu snemma í morgun þar sem greint var frá því að Rússland hefði veitt Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra til að efla gjaldeyrisforða landsins."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 21:30
Var þá bara allt í góðu að lána 75 milljarða og sleppa í leiðinni út úr sér að þetta væru tapaðir peningar.? Álíka gáfulegt og að lána eggjabónda 75 fúlegg með þeirri von að hænuræsknið sem kom þeim frá sér yrði þeirra eign eftir að hausinn af henni yrði högginn af.
Ragna Birgisdóttir, 19.10.2016 kl. 21:30
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 21:32
Valdabarátta sem spinnst inn í spennuþrungna afléttingu gjaldeyrishafta.
Ný alþjóðleg vídd inn í líf okkar alþjóðavædda ,, íslenska ,, þjóðfélags.
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 21:47
Ragna, þetta voru tapaðir peningar til að innheima af Kauþingi, skv. skoðun DO. Þú gleymir, eða sleppir visvitandi, hinu yfirlýsta "örugga" veði frá þeim danska!
Þjóðólfur í Ragnarökum (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 21:55
Heldur almenningur virkilega að hér sé ekki um að ræða eitthvert útspil að valdatafli?
Að sannleikslekar komi einungis vegna samviskubits en ekki vegna græðgi?
Wikileaks?
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 22:01
Hafi DO, ekki hlustað á bretana hálfu ári áður, réttlætir það vítavert tómlæti Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, og heillar ríksstjórnar, þegar hrunið var að bresta á?
Ragnar L0ðbrók (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 22:02
Hvað er öruggt veð í fallandi heimsbankakerfi Þjóðólfur? Lygi á lygi ofan,ábyrgðar og dómgreindarleysi.
Ragna Birgisdóttir, 19.10.2016 kl. 22:05
- Seðlabankinn hafði aðgerðaráætlun sem hindraði að hrunið hafði afdrífaríkari áhrif en orðið hefði. Þetta höfðu þeir undirbúið nokkrum mánuðum/vikum fyrir hrunið.
- Seðlabankastjóri aðvaraði ríkistjórnina síðast og kom á ríkistjórnarfund með 1/2 tima fyrirvara 3 vikum fyrir hrunið og sagði fyrir hrunið.
Þjóðólfur í Staðreynd (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 22:21
Fyrir Landsdómi lýsti Sturla [Pálsson, framkvæmdastjóri markaðsviðskipta og fjárstýringar Seðlabanka Íslands], því hvernig hann hefði í febrúar 2008 farið ásamt Davíð Oddssyni, formanni bankastjórnar Seðlabankans, til London.
Þar hefðu þarlendir kollegar þeirra talað allt annað en rósamál um einn íslensku bankanna, Kaupþing.
Kaupþingsmenn væru alveg rúnir trausti. Menn treystu ekki því sem þeir sögðu á fundum með fjárfestum þegar þeir væru að kynna uppgjör sín.
En áhyggjurnar af hinum bönkunum voru líka miklar, menn litu þannig á að ef einn bankinn færi þá færu þeir allir."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 22:25
Engey er víða. Áður en neyðarlögin voru sett hringdi Sturla Pálsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, í konu sína, Helgu Jónsdóttir, eins og fram kom í Kastljósi, og upplýsti um yfirvofandi aðgerðir bankans. Helga er dóttir Guðrúnar Sveinsdóttur, systur þeirra Einars og Benedikts Sveinssonar, stórtækra fjárfesta. Benedikt er faðir Bjarna, sem nú er fjármálaráðherra. Hann og Helga eru systkinabörn. Áður en neyðarlögin voru sett fengu Engeyingar því viðvörun og svigrúm til að bjarga sínu. Algjörir snillingar. (GSE)
Ragna Birgisdóttir, 19.10.2016 kl. 22:26
23.6.2011:
"OECD segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 22:34
Seðlabanki Bretlands bauð hinum íslenska aðstoð strax á útmánuðum 2008 til þess að takast á við þá ógn, sem Icesave var að verða.
Ekki var litið við því og fjármálaráðherrann, Árni Mathiesen, sagði við "nöldurskjóður" í hópi þingmanna: "Sjáið þið ekki veisluna, drengir?
Ómar Ragnarsson, 19.10.2016 kl. 22:39
"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, til einkaaðila.
Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.
Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.
Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.
Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:
"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.
Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.
Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.
Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 22:49
20.4.2010:
Steingrímur Ari: Davíð og Halldór réðu öllu og pólitísk ákvörðun hverjir eignuðust bankana
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 22:50
Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson kallar Evu Joly ógæfukonu
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 22:51
Efnahagslegt hrun Íslands varð árið 2006 en ekki á haustmánuði 2008.
Á vor mánuð 2008 í teyti hjá bandaríska sendiráðinu tjáði núverandi formaður VG að Ísland væri best borgið innan ESB.
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 22:53
Á vor mánuði sem allir íslendingar voru taldir á að efnahagslíf íslendinga væri í himnalagi.
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 22:56
Gæti best trúað að glæpamennirnir í bönkunum og sparisjóðunum hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:00
Það er sama sagan up aftur. Það er reynt að kalla FIH bankann ónýtt veð. Steingrímur Jóhann Sigfússon seldi bankann fyrir 100 milljarða og notaði það í áróðri sínum um það að Davíð hefði stórtapað á láninu á þessu ónýta veði.
En það er ekki sagt frá því að þetta sem selt var á 100 kall þarna var selt skömmu síðar á 1000. Þar tapaði Steingrímur níuhundruðmilljörðum af almannafé til viðbótar. Það munaði ekki um ein blómörskepp í sláturtíðinni.
Hvernig hefði staðan verið núna ef við hefðum notið veðsins?
Halldór Jónsson, 19.10.2016 kl. 23:00
Stórglæpamaðurinn Sigurður Einarsson einn af helstu samstarfsmönnum Ólafs Ragnars Grímssonar
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:01
"BJARGVÆTTURIN":
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.
Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"You ain't seen nothing yet!""
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:01
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans sem starfaði í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:04
Getur Ómar Ragnarsson fullyrt að íslenska þjóðin væri í betri málum ef stjórnvold hefðu tekið tilboði breska seðlabankans?
Hver voru skilyrði breska seðlabankans?
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 23:08
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:09
Gengi breska pundsins hefur hrunið eftir að meirihluti breskra kjósenda samþykkti úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:15
Eða heldur Ómar Ragnarsson að skilyrði breska seðlabankans hafi byggst á góðmennskunni einni?
L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 23:25
Bresk yfirvöld sáu að sjálfsögðu í hvað stefndi með íslensku bankana og Icesave í Bretlandi.
Og engin furða að þeir væru ekki hrifnir af Íslendingum eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.
Þorsteinn Briem, 19.10.2016 kl. 23:36
Hrunið virðist hafa verið vel skipulagt
http://beforeitsnews.com/alternative/2016/01/12-days-before-08-financial-crash-congress-was-told-to-sell-their-stocks-3276062.html
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.