20.10.2016 | 02:56
Þegar botninum er náð er aðeins ein leið.
Botninum í sögu kappræðna frambjóðenda fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum var náð í síðustu kappræðu Hillary Clinton og Donalds Trumps, sem varð að dapurlegum leðjuslag.
Þess vegna eru fyrstu viðbrögð þau við síðustu kappræðu þeirra, sem var að ljúka þegar þetta er skrifað, að eftir að hafa verið á lægsta mögulega plani síðast, hafi varla verið hægt annað en að ummræðan yrði ögn skárri nú.
Engu að síður voru umræðurnar áfram neikvæðar og oft lágkúrulegar, enda óhjákvæmilegt annað en að tala um helstu ásakanir Hillarys og Trumps, sem dunið hafa í fjölmiðlum undanfarna tíu daga.
Fleirum fannst Trump standa sig verr en Hillary síðast, ef marka má skoðanakannanir þar um, og það fer sjálfsagt talsvert eftir almennum stjórnmálaskoðunum fólks, hvað því finnst í þetta sinn.
Fyrsta tilfinning síðuhöfundar er að Trump hafi ekki haft betur í þetta sinn frekar en í hinum kappræðunum tveimur.
Ásakanir hans á hendur Hillary varðandi heilsufar hennar lágu í láginni í kvöld, enda var ekki á henni að sjá á frammistöðu hennar að þessar dylgjur hefðu bit.
Stefnir í hörkuviðureign í Vegas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.