20.10.2016 | 04:47
Maður samsæriskenninganna.
Donald Trump virðist sjá samsæri í hverju horni, svo sem svindl í forsetakosningunum og það, að bandarískir hershöfðingjar séu að sækja að Mosul til þess að laga stöðu Hillary Clinton.
Nokkur umræða spannst um stöðuna í Írak og Sýrlandi og Trump taldi Bandaríkjamenn vera að hygla Írönum á alla lund með stefnu sinni þar.
Svipað hefur komið upp áður skömmu fyrir kosningar.
Hrakfarir Bandaríkjamanna vegna byltingarinnar í Íran 1979 og í gíslatökumálinu þar í kjölfarið, auk misheppnaðri árásar Kana til að frelsa þá átti stóran þátt í því að Jimmy Carter sitjandi forseti tapaði fyrir Ronald Reagan 1980.
Gíslarnir voru látnir lausir eftir að Reagan tók við embætti og ýjað var að samsæri í því sambandi.
Hillary vitnaði í það álit málsmetandi manna að Donald Trump væri ekki treystandi til að fara með úrslitavald varðandi beitingu kjarnorkuherafla landsins og höfðaði þannig til kjósenda, sem óar við mistökum eða misbeitingu í því sambandi.
![]() |
Mun Trump ekki una niðurstöðunni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.