Alþjóðlegt vandamál, auðræði og ójöfnuður.

Til eru þeir sem telja, að orðið "vandamál" í yfirskrift þessa pistils, eigi ekki við. Donald Trump myndi vafalaust segja það. 

Þessir menn telja, að þeir skapi svo mikil verðmæti einir og sér, að þjóðfélagið allt njóti góðs af. Aflafé þeirra skili sér til samfélagsins alveg niður til þeirra lægst launuðu. 

Þessi "brauðmolakenning" hefur verið rannsökuð og reynst að mestu leyti röng.

Þegar auðjöfur reisir sér veglega sumarhöll og fær sér einkaþotu, er að vísu fólk, sem fær vinnu við það.

En fleira fólk hefði fengið meira út úr því ef auður hinna ríku hefði hefði verið notaður í eitthvað þarfara en glys og sóun á orkulindum.

Trump réttlætir hátterni sitt, svo sem að koma sér hjá því, fyrstur allra forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum, að borga neinn tekjuskatt, að hann verji peningunum betur en ríkissjóður.

Með sömu rökum gætu flestir, sem borga sína skatta, réttlætt það að svíkja undan skatti.

Þessi heldur Trump fram í landinu, þar sem ekki tókst að góma Al Capone, einn hættulegasta glæpamann þess, fyrr en sönnuð voru á hann skattsvik.

Í Fréttatímanum í dag er rakið, hvernig íslenskir sægreifar stunda það grimmt að fara með fé sitt úr landa til staða, sem alþjóðlega eru skilgreindir sem skattaskjól.

Það gera þeir á sama tíma og veiðigjöldin, sem voru aðeins lítill hluti af auðlindarentu þeirra, hafa verið stórlækkuð af núverandi valdhöfum.   


mbl.is Vísbendingar um aukinn ójöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðaþjónustan og bændur greiða ekkert fyrir afnotin af landinu. Bíleigendur ekkert fyrir afnotin af vegunum og fyrirtækin fá menntað fólk ókeypis meðan grenjað er yfir því að sumar útgerðir skuli þrátt fyrir veiðigjöld, hæstu skattlagningu á landinu, sýna hagnað. Undrast er að meðan stór hluti þjóðarinnar, heilu stjórnmálaflokkarnir, eru í startholunum með að gera eignir útgerða upptækar að þá skuli einhverjir þeirra reyna að koma þeim undan.

Davíð12 (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 17:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Píratar leggja áherslu á að í stjórnarskrá verði fest ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í náttúru Íslands.

Ríkið skal bjóða aflaheimildir upp á opnum markaði fyrir hönd þjóðarinnar.

Handfæraveiðar séu þó frjálsar fyrir þá einstaklinga sem kjósa að stunda þær.

Allur afli skal fara á markað."

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 17:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verði allir skyldugir til að selja sjávarafla sinn á fiskmarkaði og greiða ákveðið hlutfall af verðinu sem þar fæst fyrir aflann í ríkissjóð er væntanlega hægt að halda því fram að það sé fullt gjald, sem yrði þá í raun ákveðið af kaupendunum með markaðsverði hverju sinni.

Hlutfallið (prósentuna) sem greiða þyrfti af söluverði aflans á fiskmarkaði í ríkissjóð þyrfti þá að ákveða og gæti því talist eðlilegt gjald af markaðsverðmæti aflans hverju sinni.

Þannig væri í raun um að ræða bæði fullt og eðlilegt gjald.

Og fiskmarkaðir hafa verið bæði hér á Íslandi og erlendis í áratugi.

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 17:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er misjafnt hvort þeir sem kaupa frekar lítið eða mikið af sjávarafla á fiskmarkaði bjóða hæsta verðið í aflann hverju sinni.

Það verð sem kaupandinn er tilbúinn að greiða fer meðal annars eftir því hversu hátt verð kaupandinn getur fengið fyrir aflann eftir að hann hefur verið unninn.

Einnig til að mynda hversu langt viðkomandi þarf að flytja aflann frá þeim stað sem honum hefur verið landað þangað sem hann er unninn.

Kaupandinn er ekki í öllum tilfellum þar sem aflanum er landað og flutningskostnaðurinn misjafnlega mikill.

Sumir vilja kaupa ýsu en aðrir einhverja aðra tegund og sjávarafli er misjafnlega verðmætur eftir til að mynda tegund og ástandi aflans.

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 17:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir íslenskir ríkisborgarar eiga til að mynda öll fiskimiðin hér við Ísland, allar íslenskar þjóðlendur, alla íslenska þjóðvegi og Landsvirkjun.

Þorsteinn Briem, 21.10.2016 kl. 17:58

6 identicon

Góður Steini, góður!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 18:01

7 identicon

Þeir nota skattana í hernað.  Gott hjá Trump að leggja ekki í púkkið.

http://www.visir.is/bandarikin-samthykkja-4,3-billjona-samning-um-hernadaradstod-til-israels/article/2016160919520

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 19:01

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trump vill einmitt efla herinn og lögregluna. 

Ómar Ragnarsson, 21.10.2016 kl. 22:49

9 identicon

Er virkilega ljótt að svíkja undan skatti við þær aðstæður?  Hver situr eftir með sárt ennið?  Herinn kannski?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2016 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband