Gyðingar, rómafólk og fatlaðir voru hinsegin fólk nasistanna.

Enginn maður fæðist vegna þess að hann hafi beðið um það eða borið ábyrgð á því. Ekkert mannsbarn ræður því í hvers konar líkama sál þess þarf að dvelja í jarðvistinni. 

Frá blautu barnsbeini þurfa þeir sem eru ekki "eins og fólk er flest" oft að þola einelti, sem er annað orð yfir stríðni, sem oft getur snúist upp í hreinar ofsóknir. 

Frá fyrstu árum í barnaskóla man ég eftir því að nemendur voru "hinsegin" máttu þola illkvitnislega stríðni og áreiti vegna þess að útlitið var ekki eins og hjá okkur hinum. 

Það er eins og það sé einn þáttur í hjarðeðli mannsins að finna einhverja sem hægt er sameinast um að ráðast á. 

Ein merkasta menningarþjóð Evrópu lét ofstækismann fylkja sér um ofsóknir gegn Gyðingum, rómafólki og fötluðum og heyja gereyðingarstríð gegn rúmlega tíu milljón manna þjóðflokki. 


mbl.is Bakslag komið í baráttu hinsegin fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi menningarþjóð var atvinnulaus.  Þess vegna fer um mann þegar Smári McCarthy segist vilja sjá 40-50% atvinnuleysi og Birgitta Jónsdóttir talar niður ferðamannaiðnaðinn með Disneylandstali.  Maður veltir því fyrir sér hvað vaki eiginlega fyrir þeim.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 11:11

2 identicon

Sæll Ómar!

Þessi malankólía þín sem einkennist 
af eðallyndiskasti og göfgun mun skjótt
líða hjá og þú heldur áfram að vera sami
þrjóturinn og þú hefur alltaf verið!

Enginn á samanlögðu blogginu hefur sýnt af sér
aðra eins eineltistilburði en einmitt þú.
Þér er því vorkunn þegar þú lítur í spegilinn
og sérð hversu brotin mynd þín er.

Þú skrifar í það óendanlega um illskuna
vegna þess að þú þekkir hana og hún á sér bústað
í hjarta þér! Sorry Stína!!

...en ég er sjálfur slíkt ið sama!!!

Húsari. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 12:00

3 identicon

Lækjarbrekkufundurinn er gott dæmi um eineltisgerendur.  Ekki eru fulltrúar Dögunar, Alþýðufylkingarinnar, Flokks fólksins - að ekki sé talað um stjórnarflokkana - á þessum fundi.  Útskúfun og þöggun er líka ofbeldi Ómar.

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/10/23/ekki_ad_fara_ad_mynda_stjorn_nuna/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 12:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þess vegna fer um mann þegar Smári McCarthy segist vilja sjá 40-50% atvinnuleysi ..."

Margbúið að svara hér þessu rugli þínu, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 12:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu vill stærðfræðingurinn Smári McCarthy frá Vestmannaeyjum ekki að atvinnuleysi verði 40-50%, enda var það auðvitað sagt í kæruleysi fyrir margt löngu, eins og hann hefur sjálfur sagt, Elín Sigurðardóttir.

Og ekki veit undirritaður til þess að fleiri Píratar séu atvinnulausir en annað fólk, margir þeirra vel menntaðir og með há laun.

En að sjálfsögðu er ekki nóg að hafa há laun hér á Íslandi og til að mynda þurfa vextir á húsnæðislánum að vera hér mun lægri en þeir eru nú og hafa lengi verið.

Sannleikurinn hefur aldrei verið þín sterkasta hlið, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 12:47

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Hinsegin fólk" var hinsegin fólk nazistanna.

Þeir bjuggu til sápu úr þeim líka, ef þeir fréttu af þeim.  (Nema þeir væru rétt tengdir í flokknum, eins og frægt er orðið.)

Ásgrímur Hartmannsson, 23.10.2016 kl. 13:23

7 identicon

Er það rugl í mér þegar Smári segist vilja fá 40-50% atvinnuleysi?  Þetta var alveg örugglega ekki mitt grín.  Fundurinn á Lækjarbrekku er heldur ekki mín hugmynd.  Best að taka það fram.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 13:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engum nema fávitum dettur í hug að Smári McCarthy hafi sagt þetta fyrir mörgum árum í einhverri alvöru, Elín Sigurðardóttir.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 14:23

9 identicon

Það veldur áhyggjum, en er ekki skrýtið í ljósi þess að allir fjölmiðlar á Íslandi eru undirlagðir pólítískri rétthugsun og sjálfritskoðun, að hvergi í fréttinni er minnzt á þann hóp sem ekki bara hefur fordóma gegn samkynhneigðum og transfólki, heldur vill einfaldlega koma þeim fyrir kattarnef. Hrinda þeim fram af háhýsum eða hengja þá í byggingakrönum, til að mynda. Það er sá hópur sem LGBT eru blind fyrir, en sem þau ættu helzt að hafa áhyggjur af.

Pétur D. (IP-tala skráð) 23.10.2016 kl. 15:33

10 identicon

Síðan hvenær er Smári McArthy (jafnvel nafnið hræðir) stærðfræðingur?

Það er talið vandséð að hann hafi lokið fyrsta árinu í stærðfræði, hvað þá meiru.

En hann er svosem í góðum félagsskap; SDG, Gísli Marteinn..., sem skreyttir hafa verið með "lánuðum" fjöðrum.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband