Ekki sú fyrsta sem verður fyrir barðinu á svona löguðu.

Arna Ýr Jónsdóttir er ekki fyrsta konan, sem verður fyrir barðinu á fordómum varðandi vaxtarlag. Ef ég man rétt, varð ein af þrjátíu bestu fimleikakonum heims á síðustu Ólympíuleikum fyrir aðkasti og gagnrýni fyrir að vera of feit. 

Var hún þó undir 60 kílóum að þyngd. 

Baráttan gegn offitu á ekkert skylt við tilfelli eins og þessarar fimleikakonu og Örnu Ýrar, því að sú ímynd sem Nadia Comanechi fimleikadrottning skóp á sínum tíma og margar fyrirsætur og tízkusýningarkonur virðast aðhyllast hefur leitt af sér ofstækisfulla kröfur um vaxtarlag.  


mbl.is Cosmopolitan hrósar Örnu Ýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hrósar einhverjum.

Hrósar Örnu Ýri.

Hér er Ýr, um Ýri, frá Ýri, til Ýrar.

Ýrr (Ýrr, Ír).

Ýrr hét dóttir Geirmundar heljarskinns samkvæmt Landnámu og einnig er minnst á hana í Sturlungu.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 19:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ýr (Ýrr, Ír), átti þetta nú að vera.

"... sú ímynd sem Nadia Comanechi fimleikadrottning skóp á sínum tíma og margar fyrirsætur og tízkusýningarkonur virðast aðhyllast ..."

Fimleikar eru engan veginn það sama og tískusýningar (tíðskusýningar, tízkusýningar) og í fimleikum er heppilegast fyrir stúlkur að vera litlar og nettar.

Þorsteinn Briem, 23.10.2016 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband