Hvers vegna þessir "flækjufætur"?

Áratugum saman hef ég undrast hvers vegna er þess krafist að sýningarstúlku gangi á himinháum og mjóum hælum með göngulagi, sem ég hef aldrei séð nokkurn vera með annars staðar en hjá sýningarstúlkum og keppendum í fegurðarkeppni, enda myndi flest venjulegt fólk detta á hausinn ef það gengi svona.  

Enda getur enginn komist neitt áfram af viti ef hann notar svona flækjufótagöngulag. 

Ef það er rétt hjá Örnu Ýr Jónsdóttur að harðar æfingar í ofangreindum fíflagangi í undirbúningi fegurðarkeppni hafi gengið svo nærri henni að hún hafi meiðst á ökklum og glímt við sársauka af þeim sökum verður undrunin enn meiri yfir þessum aðförum.

Að ekki sé nú talað um tilboð eiganda keppninnar um að "hagræða" útliti Örnu Ýrar með því að setja silikon í brjóst hennar.  


mbl.is Viðurkennir að hafa sagt hana of feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef það er rétt hjá Örnu Ýr Jónsdóttur ..."

Ef það er rétt hjá einhverjum.

Ef það er rétt hjá Örnu Ýri.

Hér er Ýr, um Ýri, frá Ýri, til Ýrar.

Þú ert sífellt að birta hér heilu bloggfærslurnar um lélega íslenskukunnáttu blaðamanna á Mbl.is en ert svo ekkert betri sjálfur, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 26.10.2016 kl. 19:35

2 identicon

Steini Briem, á að beygja millinafn?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 19:54

3 identicon

   ...."Flugfreyjum Icelandair er skylt að mæta til vinnu í hælaskóm. Hælarnir mega ekki vera lægri en fjórir sentímetrar eða hærri en tíu sentímetrar". tilvitnun endar .      Alveg ótrúlegt, Af hverju mega þær ekki vera í stoðkerfisvænum skóm.? kvenfólk á sjúkrastofnunum er alltaf í þægilegum skóm.

Hörður (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 20:15

4 identicon

Hörður, Íslendingar eru aftarlega á merinni hvað þetta varðar. Skoðið bara auglýsingar frá WOW, bleik skvísa, ekkert um öryggi eða stundvísi, nei, flott skvísa. Eins og WOW væri “nightclub” eða þér væri boðið upp á sex í 30.000 feta hæð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 20:39

5 identicon

Oft hlýst illt af kvenna hjali.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 21:32

6 identicon

Steini hann er frakkur fýr,

fellir þungan dóm,

því Ómar beygir ekki Ýr,

á hælaháum skóm! kiss

Þjóðólfur í Neðra-Skarði (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 21:34

7 identicon

Steini er stuttur í spuna,

skömmin nú ætti að muna,

er hann hafði á prjónum, 

í hrágúmmískónum,

á hælkrók að taka mig!

Unakiss

Una Stuna (IP-tala skráð) 26.10.2016 kl. 21:47

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað á að beygja millinöfn. Við förum til Gunnhildar Elvu, ekki til Gunnhildar Elva. En þetta getur stundum verið erfitt því nú eru í tísku millinöfn sem er ekki auðvelt að beygja og ekki óalgengt að foreldrarnir beygi þau jafnvel vitlaust, hvað þá barnfuglarnir sjálfir. Stundum eru líka álitamál um kynið og ekki bætir það úr skák. Því er ekki að undra þótt Ómari skjöplist á málfræðinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2016 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband