27.10.2016 | 07:53
Bylting í samgöngum í aðsigi.
Eitt af því sem kom fram á fróðlegum fundi um umferðarmál og stöðu einkabílsins í fyrrakvöld mætti túlka með orðunum "bylting í aðsigi" þegar sjálfakandi bílar koma til sögunnar.
Sumir hafa sagt, að sú bylting verði lítt minni en varð fyrir rúmri öld með tilkomu bíla, sem knúnir voru bulluhreyflum.
Bylting sjálfakandi bílsins gefur möguleika á margfalt betri nýtingu bílaflotans en nú er þegar nýjar aðstæður og lagaumhverfi gefa fólki kleyft að komast hjá því að leggja út í þá miklu fjárfestingu, sem fylgir því að eiga og reka eigin bíl.
Fólk notar þá farsímann til að hóa í lausan bíl, sem kemur sjálfur akandi og býður upp á ferðalag í samræmi við óskir og þarfir bílleigjandans.
Líta má á nýja löggjöf um heimild til að leigja út einkabíla í gegnum sérstakar einkabílaleigur á netinu sem upphaf þessa nýja tíma.
Heimilt að leigja út heimilisbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert "úti að aka" Ómar minn í þessari skoðun þinni...ef eitthvað er að marka borgaryfirvöld.
Þau hafa séð í hendi sér að lestarsamgöngur eru málið...línulegar samgöngur inn...þegar línuleg dagskrá í sjónvarpi er á leiðinni út.
Orkuskipti í samgöngum bara bóla...einsog Alnetið svokallaða...sem enginn kannast við lengur og er gagnslaust til allra hluta.
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 11:24
Þú getur nú þegar komist hjá því að leggja út í þá miklu fjárfestingu sem fylgir því að eiga og reka eigin bíl. Þú getur nú þegar notað farsímann til að hóa í lausan bíl sem kemur akandi og býður upp á ferðalag í samræmi við óskir og þarfir þínar. Leigubílar hafa starfað í borginni í áratugi og ekki valdið neinni byltingu. Og sért þú ekki að tala um að sjálfakandi bílarnir verði eign ríkisins og notkunin greidd af skatttekjum ríkisins þá verður koma þeirra engin bylting í eignarhaldi og notkun.
Hábeinn (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 12:20
Að leigja út heimilisbílinn??? Býður það ekki upp á að fólk leigi út einhverja ryðgaða gamla og vafasama bíla, þótt þeir séu með skoðun? Og er nokkur skattur greiddur af þessu, allt svart?? Eins margt í ferðaþjónustu. Var nýlega úti á landi, þar eru nokkrir sem vilja bara cash fyrir gistingu. Og engin yfirvöld gera neitt í málinu :-(
Margretso (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.