Veilur bandarísks þjóðfélags birtast. Næstum óbærileg óvissa.

Í forsetakosningum í Bandaríkjunum birtist yfirleitt styrkleiki þessa miklu lýðræðisþjóðfélags, en einnig veikleikar þess. 

Einn veikleikinn birtist í tengdri frétt á mbl.is um skoðanakannanir, sem fara ofan í saumana á aðstæðum í hverju ríki Bandaríkjanna fyrir sig vegna þess fyrirkomulags, að heildarúrslit í atkvæðagreiðslunni á landsvísu ræður ekki, heldur það hve marga kjörmenn frambjóðendur fá alls, en sá sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig, fær alla kjörmennina. 

Þetta olli því til dæmis, að í forsetakosningunum árið 2000 varð George W. Bush forseti þótt Al Gore hefði fengið fleiri atkvæði samtals í öllu landinu. 

Hæstiréttur varð að skera úr um úrslit kosninganna í Flórída og þar munaði einu atkvæði í réttinum varðandi það mál, en áberandi var að forsetar Republikana höfðu valið einum fleiri dómara í réttinn en forsetar Demokrata.  

Kjörmannafyrirkomulagið varð líka til þess að í forsetakosningunum 1964 fékk Lyndon B. Johnson tífalt fleiri kjörmenn en Barry Goldwater, þótt atkvæðamunurinn á milli þeirra hefði ekki verið nema brot af þessu mun á fjölda kjörmanna.

Önnur veila er sú hve miklu fólk þarf að kosta til til þess að fá að kjósa og makalaust er, að í sumum Suðurríkjunum komu hvítir menn skipulega í veg fyrir að svartir menn fengju að kjósa, jafnvel með því að ráðast á þá og drepa þá.

Kosningaþátttaka í Bandaríkjunum er langt fyrir neðan það sem við þekkjum í okkar heimshluta, rétt slefar yfir helming. 

 

Í bandarískri sjónvarpsmynd um kosningarnar, sem sýnd var í Sjónvarpinu í kvöld, var gefin afar góð lýsing á styrkleikum og veikleikum frambjóðendunum nú og reynt að útskýra hvers vegna fylgi þeirra er eins jafnt og og það er.

Uppeldi og lífshlaup þeirra virðist að mörgu leyti hafa mótað eiginleika þeirra frá barnsaldri, stundum næstum sjúklega leyndarhyggju hennar og grimman hroka hans.

Áberandi var í upprifjun á vandamálum þeirra í einkalífinu, hve stóran þátt hnýsni, skinhelgi og hræsni eiga hjá Bandaríkjamönnum, - svo mjög, að má oft furðu gegna að mál geti fellt forseta eða forsetaframbjóðanda, sem víðast í Evrópu þætti aðeins prívatmál.

Fyrir aðeins fáum árum hefði engum komið í hug, að miklu máli gæti skipt óánægja verkafólks og tekjulægri hluta millistéttarinnar í mörgum ríkjum vestra með atvinnuleysi og kjararýrnun (afsakið hina klassísku orðanotkun, lægri stétt, millistétt yfirstétt sem er byggð á því að skipta fólki í hópa eingöngu eftir tekjum og eignum).

Á þessu hefur Trump grætt og Bernie Sanders þreifst á þessu líka á undan honum, nokkuð sem Hillary Clinton hefur ekki séð fyrir, hvað þá að hún hefði getað séð fyrir, að atvinnuleysingjarnir myndu vilja kjósa milljarðamæringinn Trump sem sjálfur olli því á ferli sínum að græða milljarða á meðan þeir, sem höfðu fjárfest í því sem hann var að auglýsa, töpuðu öllu sínu.

Trump keyrir á trúna á "ameríska drauminn", - að hamingja, velgengni og velferð fáist með því að taka lífið sem eins konar frumskógarbaráttu, þar sem þeir hæfustu halda velli og sigra og geta lifað í vellystingum, en hinir veikari tapa og eiga það skilið að lepja dauðann úr skel.

Trump kann út í æsar galdra sjónvarpsins sem getur falið í sér eina veiluna í nútíma samfélagi, - hann hefur nýtt sér með öllum tiltækum ráðum til að gera sig heimsfrægan og gert hann að glæsimenni, eins konar Superman, sem alltaf sigrar, líka þegar hann tapar í gjaldþrotum og málaferlum, af því að hann viðurkennir aldrei tap og biðst aldrei afsökunar á neinu.

"Kalinn á hjarta þaðan slapp ég" eru ljóðlínur Gríms Thomsen varðandi stjórnmálin, og þær eiga vel við lífshlaup Hillary Clinton.  

Þess vegna getur önnur setning úr Íslandssögunni átt við hana: "Enginn frýr henni vits en meira er hún grunuð um græsku", þegar leyndarhyggja hennar hefur ítrekað reynst henni skaðleg og það allt fram á þennan dag. 

Ljóst er að hún hefur alla tíð viljað vel og fóstrað háar hugsjónir, en því meiri og langvarandi sem ákafinn er til að ná fram breytingum, svo sem í heilbrigðismálum, því meiri er hættan á að haga sér þannig, að tilgangurinn helgi alltaf meðalið.

Manni líður ekkert sérstaklega vel þegar hugsað er til þess tíma sem framundan er þar til kosningunum lýkur í Guðs eigin landi.

Óvissan er næstum óbærileg, enda um að ræða að velja manneskju, sem mun hafa hönd á hnappnum, sem hægt er að nota til að hefja kjarnorkustríð.     

  

 


mbl.is Trump á alvöru möguleika á sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjum hefur hún viljað vel?  Ekki Rússum og Evrópu.  Það er nokkuð ljóst.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 07:35

2 identicon

Alveg eru einstaklega hrekklaus Ómar.

Hafi Hillary Clinton einhverntíma verið góðviljuð eða haft háar hugsjónir er svo langt síðan að flestir eru dauðir sem muna eftir því.

Í dag er verið að fletta endanlega ofan af því sem flestir hafa vitað lengi,Hillary er í stjórnmálum af óseðjandi græðgi og valdafíkn,engu öðru.

Það eer að sjá að serverinn hennar viðfrægi hafi verið settur upp til að leyna stöðugum auðgunarbrotum og mafíustarfsemi sem á engann sinn líkann í heimssögunni að umfangi.

Að hluta til virðist hann einnig hafa þjónað þeim tilgangi að leyna því að hún fylgdi að hluta til eigin utanríkisstefnu og fór á bakvið Obama í mikilvægum málum.

Þess vegna eyddi hún 33.000 e-mailum,til að leyna þessum staðreyndum.

Maður þarf að vera í meira lagi grænn til að leggja trúnað á að hún hafi sent þennan fjölda pósta til ættingja og vina í ráðherratíð sinni.

Nú hefur FBI tekið upp rannsóknina á máli Clinton eftir að hafa fundið 650.000 pósta á einkatölvu Huma Abedin,(nánasta samstarfsmanni Hillar)sem tengjast þessu máli.

Skjalið sem þessir póstar voru geymdir í bar nafnið, Líftrygging.

Það virðist sem Huma Abedin ,sem þekkti Hillary vafalaust betur en nokkur annar hafi talið nauðsinlegt að hafa líftryggingu í þessu formi.

Núna er Huma upp í FBI og "tístir eins og fugl" til að reyna að milda dóminn sem hún fær fyrir þetta tiltæki sitt.

Það virðist vera kominn flótti í samverkamenn Hillary ,og allir reyna að bjarga eigin skinni áður en hinn langi armur laganna nær til þeirra.

Það er ekki gott að segja hvernig þetta endar af því að þessi spillingar og lygavefur virðist ná út um allt stjórnkerfið og fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Þarna er ekki um að ræða að menn hafi dregið sér smá fé eða þegið mútur ,heldur virðist vera um að ræða stórfengleg afbrot af mörgu tagi og framin með vitund og atgerfi embættismanna út um allt kerfið.

Það er hætt við að ef þetta verður rannsakað ofan í kjölinn og allir dæmdir sem unnið hafa til saka verði bæði stjórnkerfið og fjölmiðlar meira og minna óvirkir.

Kerfið og fjölmiðlarnir róa nú lífróður til að koma Hillary í forsetastólinn til að komast hjá frekari rannsókn og koma Hillary í skjól.

Spurningin er hvort Obama fórnar því litla sem eftir er af mannorðinu til að náða Hillary ef hún nær ekki kjöri.

Hann hefur þegar verið staðinn að lygum í sambandi við póstamálið.

Ef hún nær kjöri er uppi sú einkennilega staða að hún getur náðað sjálfa sig.

Þó virðist ekki alveg á hreinu hvort það gildir um afbrot sem eru framin áður en forseti sest í stólinn. Á það hefur aldrei reynt.

Flest bendir til að Hillary hafi ekki verið haldin leyndarhyggju,heldur hafi hún verið að hylma yfir stórkostlega glæpi.

Clinton foundation er einn af þeim póstum sem er til rannsóknar núna.

Það virðist sem þessi hjálparstofnun hafi í raun verið notuð til að þvo peninga sem Hillary tókst að knýja út úr ríkisstjórnum og fyrirtækjum víða um heim.

Meira en 90% af fjármunum stofnunarinnar virðist hafa verið veitt til fyrirtækja sem eru "friends of bill Clinton" eins og sagt er í einum póstinum og í mörgum tilfellum hafi þessi fyrirtæki ekki unnið verkið sem þau fengu peninginn út á.

Bókhaldið er í fínu lagi,það sýnir að einn af "friends of Bill Clinton " hafi fengið úthlutað milljón dollurum til að byggja skóla á Haiti ,til dæmis.

Gallinn er að það varð ekki til neinn skóli á Haiti.Það virðist sem óhemju fjármunum hafi verið stolið með þessum hætti.

Póstar sem hafa kiomið frá Wiki Leaks benda eindregið til þess.

Þetta er svo sem ekkert einsdæmi af því að það er aragrúi svonefndra NGO um allan heim sem eru notuð í sama tilgangi,þvo peninga og færa mútufé á milli landa.

Ágætt dæmi um þetta er er fyrirbrygði sem er vinsælt í dag og kallast White Helmets.

White Helmets er svokallað NGO sem er í eigu nokkurra ríkja sem nota stofnunina til að koma fjármunum til Al Nsra front í Sýrlandi.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 12:47

3 identicon

Fyrst það stefnir í valdatöku Trumps verður maður bara að drífa í því að panta þáttaröðina Doomsday preppers á National Geographic. (https://en.wikipedia.org/wiki/Doomsday_Preppers)

Ég horfði nú ekki mikið á þessa þætti en þeir fjölluðu aðallega um menn sem höfðu búið sig undir heimsendi með því að grafa 25 ára birgðir af niðursuðumat í jörð og ætluðu svo að skjóta samborgara sína ef þeir reyndu að komast í birgðirnar.

Reyndar er ein manneskja á Íslandi búinn að búa sig undir valdatöku Trumps. Það er Vigdís Hauksdóttir en hún á 127.583 glóperur í kjallaranum sínum. Það er aldrei að vita nema það komi að gagni í ragnarökum?

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 13:01

4 identicon

Ég myndi nú frekar veðja á allar perurnar hennar Vigdísar en tómu tunnuna sem þeir lömdu saman, Illugi og Vilhjálmur niðri á Austurvelli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 13:14

5 identicon

Alveg eru einstaklega hrekklaus Ómar.

Hafi Hillary Clinton einhverntíma verið góðviljuð eða haft háar hugsjónir er svo langt síðan að flestir eru dauðir sem muna eftir því.

Í dag er verið að fletta endanlega ofan af því sem flestir hafa vitað lengi,Hillary er í stjórnmálum af óseðjandi græðgi og valdafíkn,engu öðru.

Það eer að sjá að serverinn hennar viðfrægi hafi verið settur upp til að leyna stöðugum auðgunarbrotum og mafíustarfsemi sem á engann sinn líkann í heimssögunni að umfangi.

Að hluta til virðist hann einnig hafa þjónað þeim tilgangi að leyna því að hún fylgdi að hluta til eigin utanríkisstefnu og fór á bakvið Obama í mikilvægum málum.

Þess vegna eyddi hún 33.000 e-mailum,til að leyna þessum staðreyndum.

Maður þarf að vera í meira lagi grænn til að leggja trúnað á að hún hafi sent þennan fjölda pósta til ættingja og vina í ráðherratíð sinni.

Nú hefur FBI tekið upp rannsóknina á máli Clinton eftir að hafa fundið 650.000 pósta á einkatölvu Huma Abedin,(nánasta samstarfsmanni Hillar)sem tengjast þessu máli.

Skjalið sem þessir póstar voru geymdir í bar nafnið, Líftrygging.

Það virðist sem Huma Abedin ,sem þekkti Hillary vafalaust betur en nokkur annar hafi talið nauðsinlegt að hafa líftryggingu í þessu formi.

Núna er Huma upp í FBI og "tístir eins og fugl" til að reyna að milda dóminn sem hún fær fyrir þetta tiltæki sitt.

Það virðist vera kominn flótti í samverkamenn Hillary ,og allir reyna að bjarga eigin skinni áður en hinn langi armur laganna nær til þeirra.

Það er ekki gott að segja hvernig þetta endar af því að þessi spillingar og lygavefur virðist ná út um allt stjórnkerfið og fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Þarna er ekki um að ræða að menn hafi dregið sér smá fé eða þegið mútur ,heldur virðist vera um að ræða stórfengleg afbrot af mörgu tagi og framin með vitund og atgerfi embættismanna út um allt kerfið.

Það er hætt við að ef þetta verður rannsakað ofan í kjölinn og allir dæmdir sem unnið hafa til saka verði bæði stjórnkerfið og fjölmiðlar meira og minna óvirkir.

Kerfið og fjölmiðlarnir róa nú lífróður til að koma Hillary í forsetastólinn til að komast hjá frekari rannsókn og koma Hillary í skjól.

Spurningin er hvort Obama fórnar því litla sem eftir er af mannorðinu til að náða Hillary ef hún nær ekki kjöri.

Hann hefur þegar verið staðinn að lygum í sambandi við póstamálið.

Ef hún nær kjöri er uppi sú einkennilega staða að hún getur náðað sjálfa sig.

Þó virðist ekki alveg á hreinu hvort það gildir um afbrot sem eru framin áður en forseti sest í stólinn. Á það hefur aldrei reynt.

Flest bendir til að Hillary hafi ekki verið haldin leyndarhyggju,heldur hafi hún verið að hylma yfir stórkostlega glæpi.

Clinton foundation er einn af þeim póstum sem er til rannsóknar núna.

Það virðist sem þessi hjálparstofnun hafi í raun verið notuð til að þvo peninga sem Hillary tókst að knýja út úr ríkisstjórnum og fyrirtækjum víða um heim.

Meira en 90% af fjármunum stofnunarinnar virðist hafa verið veitt til fyrirtækja sem eru "friends of bill Clinton" eins og sagt er í einum póstinum og í mörgum tilfellum hafi þessi fyrirtæki ekki unnið verkið sem þau fengu peninginn út á.

Bókhaldið er í fínu lagi,það sýnir að einn af "friends of Bill Clinton " hafi fengið úthlutað milljón dollurum til að byggja skóla á Haiti ,til dæmis.

Gallinn er að það varð ekki til neinn skóli á Haiti.Það virðist sem óhemju fjármunum hafi verið stolið með þessum hætti.

Póstar sem hafa kiomið frá Wiki Leaks benda eindregið til þess.

Þetta er svo sem ekkert einsdæmi af því að það er aragrúi svonefndra NGO um allan heim sem eru notuð í sama tilgangi,þvo peninga og færa mútufé á milli landa.

Ágætt dæmi um þetta er er fyrirbrygði sem er vinsælt í dag og kallast White Helmets.

White Helmets er svokallað NGO sem er í eigu nokkurra ríkja sem nota stofnunina til að koma fjármunum til Al Nsra front í Sýrlandi.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 14:02

6 identicon

Heirðu Ómar Ragnarson, þú ætlar þó varla að halda því fram að Bandaríki Norður Ameríku, séu Lýðræði. Eitthvað er nú ellin farinn að segja til sín.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband