6.11.2016 | 22:05
Viðhald þyrlna krefst tvöfalt stærri flota af þeim en flugvélum.
Fáfræði um þyrlur, eðli þeirra, gerð og rekstur, hefur búið til og heldur áfram að búa til margar ranghugmyndir hjá fólki, til dæmis varðandi notkun þyrlna í stað flugvéla.
Með jöfnu millibili blossar upp umræða um það leggja eigi notkun flugvéla niður til sjúkraflugs og jafnvel farþegaflugs og nota þyrlur í staðinn. Helstu rökin eru þessi:
Þyrlur geta lent og hafið sig til flugs næstum hvar sem er en flugvélar ekki. Þess vegna eru þær fljótari á milli staða og þar af leiðandi yrði Reykjavíkurflugvöllur óþarfur ef þyrlur eru látnar leysa flugvélar af hólmi, því að þyrlurnar þurfa ekki flugbrautir.
Þyrlur hafa ekki vængi og taka því miklu minna pláss á jörðu niðri.
Hægt er að fljúga þyrlum í verra veðri heldur en flugvélum og senn munu loftför, sem eru blendingar af þyrlum og flugvélum og þurfa ekki flugbrautir, leysa venjulegar flugvélar af hólmi.
Skoðum þetta, lið fyrir lið og bætum við einu stærsta atriðnum, sem svo mörgum yfirsést.
1.
Þyrlur þurfa ekki flugbrautir. Þetta er rétt og geta þyrlna til að lóðrétts flugtaks og lendinga auk margfaldrar lipurðar í flugi er stærsti kostur þeirra.
2.
En síðan kemur atriði sem flestum yfirsést: Þyrlur eru margfalt flóknara tæki en flugvélar. Þær eru ekki vængjalausar eins og sumir segja, heldur eru stóru þyrluspaðarnir hreyfanlegir vængir, sem eru tengdir við stjórntæki og hreyfla með afar flóknum stillingarbúnaði, sem þarf mikið viðbótarviðhald, miðað við flugvélar.
Þyrlur þurfa þar að auki yfirleitt sérstaka hliðarskrúfu aftast með flókinni driflínu frá hreyfli til þess að hamla á móti því að átak stóru spaðanna snúi þeim í hringi og geri þær stjórnlausar.
Af þessum sökum tekur viðhald þyrlna margfalt meiri tíma en viðhald flugvéla og rekstur þyrlu er krefst um það bil þrefalt lengri tíma en viðhald flugvelar af svipaðri stærð auk þess sem rekstur þyrlna er líka margfalt meiri og tímafrekari.
Þetta er skýringin á því af hverju þyrlusveit Varnarliðsins þurfti fimm þyrlur hið minnsta, helst sex. Vegna þess að hver þeirra eyddi að meðaltali meir en tvöfalt lengri tíma í viðhaldi og skoðunum á jörðu niðri en í flugi, þurfti að gera ráð fyrir því að þrjár væru óflughæfar á hverjum tíma og þá voru aðeins eftir tvær flughæfar.
3. Þyrlur geta flogið í verra veðri en flugvélar. Rangt. Þær geta að vísu flogið í verra skyggni en flugvélar en þær geta ekki flogið ofar veðrum og eru ekki með jafnþrýstiklefa.
4. Þyrlur eru fljótari á milli staða. Bæði rétt og rangt. Þær eru fljótari á stuttum vegalengdum, en á lengri vegalengdum eru þær lengur á milli staða, því að vegna þess að vængirnir/spaðarnir snúast í hring í láréttu plani, fara blöðin á móti flugstefnunni öðru megin en með flugstefnunni hinum megin. Þess vegna er hámarksrhraði þyrlna mun minni en sambærilegra flugvéla og helmingi minni en hjá flugvélum þegar um sjúkraþyrlu af algengustu stærð er að ræða. Eftir því sem loftfarið verður stærra verður munurinn meiri því að þyrlur komast ekki yfir 250-300 kílómetra hraða, hversu stórar sem þær eru en skrúfuþotur og þotur geta flogið á allt að 900 kílómetra hraða.
5. Senn mun ný tækni, blanda af þyrlu og flugvél, leysa flugvélar og flugvelli af hólmi. Rangt. Þetta var líka sagt fyrir 10 árum, 20 árum og 30 árum, og enn eru menn engu nær.
Það er einfaldlega vegna þess að það er margfalt hagkvæmara og ódýrara að láta fasta vængi fá loft undir sig í flugtaksbruni svo að flugtak verði mögulegt heldur en að láta hreyfanlega vængi með flóknum og dýrum drif- og stjórnbúnaði útvega lyftikraftinn.
Meira en 70 prósent af sjúkraflugi hér á landi er með flugvélum. Af hverju? Af því í öllum þessum tilfellum er flugið þægilegra, styttra og miklu, miklu ódýrara en ef þyrla væri notuð.
Sama gildir um flug með farþega og varning.
Tvær þyrlanna ekki í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þyrlur eru notaðar hér nú þegar í miklum mæli, til dæmis til að sækja slasaða menn langt út á haf, og það oft í slæmum veðrum. Einnig upp á hálendið og ekki eru nú margir flugvellir uppi á hálendinu eða í hverjum dal allt í kringum landið.
Ef maður slasast til dæmis alvarlega í Skíðadal í Dalvíkurbyggð, sem hefur nú komið fyrir, yrði hann sóttur þangað á þyrlu en ekki flugvél, og þyrlum mun fjölga hér með aukinni velmegun á næstu áratugum, eins og ætlunin hefur verið undanfarin ár.
Rúmlega 70% þjóðarinnar búa við sunnanverðan Faxaflóa, frá Akranesi að Garði, og þurfi að flytja fólk á Landspítalann er það flutt þangað með sjúkrabíl eða þyrlu en ekki flugvél. Og margt slasað fólk hefur verið flutt á Landspítalann af Suðurlandi með þyrlu en ekki flugvél, til dæmis fólk sem slasast hefur í umferðarslysum.
Við þurfum því engan veginn heilan flugvöll við Landspítalann. Þar er nóg að hafa þyrlupall, líkt og þann sem er við Landspítalann í Fossvogi, áður Borgarsjúkrahúsið.
Steini Briem, 4.11.2009
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:13
Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna frá Reykjavík sjúkraflugi á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og langflestir Íslendinga búa á þessu svæði.
Einnig sjúkraflugi á hafinu allt í kringum landið.
Og þar að auki sjúkraflugi sem ekki hefur verið hægt að sinna með flugvél frá Akureyri, til að mynda á Vestfjörðum.
Ísafjörður er nær Reykjavík en Akureyri og Vestmannaeyjar eru mun nær Reykjavík en Akureyri.
Landhelgisgæslan á nú þegar góða sjúkraflugvél og getur allt eins átt sjúkraflugvél á Akureyri, enda vill Gæslan nú sinna öllu sjúkraflugi hér á Íslandi og á hafinu í kringum landið.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar geta flogið á um fimm kílómetra hraða á mínútu en flugvél Gæslunnar, TF-SIF, getur flogið á átta kílómetra hraða á mínútu.
Flugvélin er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs, hún þolir 36 hnúta hliðarvind (67 km/klst), þarf einungis 1.300 metra langa flugbraut og flugþolið er tíu klukkustundir.
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:18
Í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl að Landsspítalanum af öllu höfuðborgarsvæðinu.
Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi nú þegar fluttir á Landspítalann með þyrlum.
Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlum, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.
"Fastur kostnaður flugsviðs Landhelgisgæslunnar er um 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.
Það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:21
7.9.2013:
"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.
Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.
Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.
Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.
Völlurinn er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."
Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins
Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.
En það er einskis virði í augum "umhverfisverndarsinnans" Ómars Ragnarssonar.
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:25
11.9.2013:
Innanríkisráðherra segir að virða þurfi skipulagsvald Reykjavíkur
6.9.2013:
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur fráleitt að taka skipulagsvaldið af Reykjavík
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:26
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:28
"Nú var að koma út úttekt Mannvits sem sýnir að munurinn á kostnaði við að þétta Reykjavíkurborg eða dreifa henni enn frekar er 350 milljarðar króna."
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:29
19.4.2013:
"Í samkomulaginu eru talin upp atriði sem varða deiliskipulag [en ekki aðalskipulag] á svæðinu og að því verði hraðað þannig að hægt verði að hefja ráðgerðar endurbætur sem fyrst.
Samkvæmt samkomulaginu verður norðaustur/suðvestur flugbrautin lögð af og landið sem losnar sunnan vallarins skipulagt undir blandaða byggð."
Aðalskipulag [en ekki deiliskipulag] Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Steini Briem, 14.11.2013
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:34
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:37
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:38
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:39
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:40
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Steini Briem, 8.5.2016
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:49
22.3.2016:
Dómur um NA/SV-flugbrautina á Vatnsmýrarsvæðinu (sem segir nákvæmlega það sem undirritaður hefur alltaf sagt hér um þetta mál)
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:51
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:52
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:55
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:
"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda.
Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga.
Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:57
14.3.2013:
"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði.
Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu.
Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli.
Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun.
Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi.
Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."
Ný 800 íbúða byggð í Skerjafirði - Reykjavíkurborg
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 22:59
Sumum, til að mynda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Ómari Ragnarssyni, finnst allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 23:04
26.10.2016:
Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi nema Framsóknarflokkurinn vilja að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 23:11
Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 23:22
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 23:28
26.8.2016:
"Ríkið hafði fullnægjandi heimildir til að selja Reykjavíkurborg landspildur við Reykjavíkurflugvöll og var skylt að ganga frá sölunni.
Þetta kemur fram í minnisblaði sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Andstæðingar þess að loka einni flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafa dregið í efa að ríkið hafi haft heimild til að selja jörðina.
Það er vegna þess að heimild til sölunnar var aðeins að finna í fjárlögum ársins 2013 en ekki var gengið frá sölunni fyrr en í ár.
Í minnisblaðinu segir að Hæstiréttur hafi með dómi í júní staðfest að ríkinu væri heimilt að selja borginni landið.
Borgaryfirvöld kröfðust þess að ríkið yrði látið ganga frá sölusamningi og loka norðaustur/suðvestur-flugbrautinni.
Hæstiréttur varð við því og hafnaði þeim rökum ríkisins að söluheimild væri fallin úr gildi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði grein í Morgunblaðið í vikunni þar sem hann sagði að ríkið hefði skort heimild til sölunnar óháð því hvort heimild fyrir slíku væri gefin í fjárlögum eða ekki.
Hann sagði að ríkið þyrfti heimild í almennum lögum en ekki fjárlögum til að mega selja eignir sínar og kvað lögfræðinga almennt sammála um slíkt.
Þessu sjónarmiði er andmælt í minnisblaði fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Þar segir að áratugalöng stjórnskipunarvenja liggi fyrir því að sala fasteigna hafi verið talin heimild á grundvelli sérstakrar lagaheimildar í þeirri grein fjárlaga sem fjalli um kaup, sölu og leigu á fasteignum ríkisins og öðrum lögum."
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 23:31
Þorsteinn Briem, 6.11.2016 kl. 23:32
Ómar...!
Enn og aftur.........?????????
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 05:17
Getur ekki einhver opnað bloggsíðu fyrir þennan Steina Briem svo hann hætti að þjösnast á annara manna! Eða gefið honum eitthvað róandi. Vonandi verður flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni. Frábær staðsetning, og mér þykir alltaf einhver sjarmi yfir vellinum þar sem hann er nú, og hefur lengi verið.
Dagga (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 06:30
Kæri Steini. Þótt maður sé næsta fljótur að rúlla niður yfir 24 athugsasemdir sem þú telur nauðsynlegt að gubba út copy paste í hundraðasta sinn, - er ekki hægt að fá þig til að draga úr þessum ósköpum?
Ekkert sambærilegt sést neins staðar í blogg- eða netheimum.
"Bara örlítið hærra plan?"
Ómar Ragnarsson, 7.11.2016 kl. 11:52
Nokkuð flott grein, margt til í þessu, held að það þurfi alltaf samblöndu af þyrlum og flugvélum þegar sjúkraflug er annarsvegar. En með það að Þyrlur geti ekki flogið í verra verði en flugvélar þá verð ég að vera ósammála þér. Þyrlur fljúga ekki yfir veðrahvolfið það er rétt en það gera sjúkraflugvélar ekki heldur á milli landshluta. Í medium til sever turbulence myndi ég alltaf kjósa að vera í þyrlu frekar en flugvél. Hún tekur einfaldlega miklu minni ókyrrð á sig en flugvél.
Jóhannes Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 14:27
En þá má ekki gleyma því að í ísingu eiga þyrlur verulega bágt, miðað við fastvængjur.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.11.2016 kl. 14:51
Dagga, Steini Briem er með blogg. En svo undarlegt sem það er í ljósi manískrar þarfar hans að tjá sig á bloggi Ómars Ragnarssonar, þá hefur Steini ekki skrifað stafkrók á sitt blogg frá því á vormánuðum 2008.
Ég dáist Ómar, að þolinmæði þinni og jafnaðargeði gagnvart þessum "ósköpum"!
Góð grein!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2016 kl. 14:54
Sjúkraflugvélarnar, sem notaðar eru hér á landi, geta komist í allt að 25 þúsund feta hæð.
Vegna norðlægrar legu landsins nægir það langoftast til að komast upp fyrir skýjatoppana, sem eru yfirleitt neðar en það.
Ómar Ragnarsson, 7.11.2016 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.