Er Trump aðalþátttakandinn í "svindlinu" sem hann geymir í erminni?

Ég tók eftir aðstæðunum, sem Donald Trump var boðið upp á við að kjósa í mynd í sjónvarpsfréttum í kvöld. Ef íslenskir hæstaréttardómarar hafa séð þetta í sjónvarpinu má búast við að þeir hefðu fengið áfall.Trump að kjósa

Á þessari mynd, sem er tekin út úr sjónvarpsfréttamynd vestra sést, að klefarnir eru miklu lægri en klefarnir voru í stjórnlagaþingkosningunum hér heima 2010, sem Hæstiréttur ógilti á þeim forsendum að hægt væri að kíkja og sjá, hvað menn voru að kjósa. 

Hér voru skilrúmin meira en mannhæð, en jafnvel þótt Trump beygi sig, sendur hann vel upp úr klefanum! 

Klefinn er opinn að aftanverðu og þar stendur maður!! 

Á íslenska kjörseðlinum þurftu menn að velja milli 512 frambjóðenda og setja langar talnarunur á seðilinn, þannig að í raun var engin leið að sjá hvað ritað var í heild á seðilinn, hvað þá að muna það. 

Bandaríkjamenn eru því líklega heppnir að íslenskir hæstaréttardómarar skuli ekki geta skipt sér af kosningunum vestra, því bandarískir hæstaréttardómarar virðast ekki sjá neitt athugavert við þetta. 

Af frásögn Íslendinga, sem fóru til að kynna sér kosningar í Sviss sumarið 2011, mátti ráða að íslensku hæstaréttardómararnir hefðu líka fengið margfalt áfall þar. 

Nú þurfa íslenskir tilbiðjendur Trumps að drífa sig í því að fá íslensku hæstaréttardómarana til að hringja í starfsbræður sína í Hæstarétti Bandaríkjanna, senda þeim þessa mynd og fá þá til að vera tilbúna til að ógilda kosningarnar ef Trump tapar. 

Það yrði glæsileg ógilding, því að aðalþátttakandinn í "svindlinu" yrði Trump sjálfur! 

Hver veit, nema þetta sé atriðið, sem gæti varpað ljósi á, af hverju hann var svona viss um það fyrirfram að geta bent á "svindl" ef hann tapaði? 


mbl.is Teikn um sigur Trumps í N-Karólínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru sem sagt ekki leynilegar, að mati Hæstaréttar Íslands.

Atkvæði greidd í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012

Steini Briem, 10.3.2013



Þorsteinn Briem, 9.11.2016 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband