Nýtt met í að hafna viðtengingarhætti?

Ég minnist þess ekki að hafa séð viðtengingarhætti hafnað eins mikið og í tengdri frétt á mbl.is um úrskurð í Héraðsdómi.

Í fréttinni er sagt frá úrskurði Skipulagsstofninar um "að sólarkísilverksmiðja á Grundartanga þarfi ekki að fara í umhverfismat" og síðar í fréttinni er tvísvegis talað um beiðni um að hrnekkja úrskurði Skipulagsstofnunar um "að sólarkísilverksmiðjan "þarf" ekki að fara í umhverfismat." 

Viðtengingarháttur er alls sniðgenginn fjórum sinnum í þessari stuttu frétt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að hafna umhverfismati er annað met og verra. Framleiðsla á kísilmálmi og sólarkísil er afar sóðaleg og mengandi. Með því versta sem þekkist í efnaframleiðslu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2016 kl. 23:36

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tek undir þetta.  Hér keyptu menn hráar fullyrðingar eigenda verksmiðjunnar um að hún starfaði eftir alveg nýrri tæknilegri vinnsluaðferð, sem hefði nánast enga mengun í för með sér.

Ekki verður betur séð en að íslensk yfirvöld hafi eingöngu treyst orðum eigendanna, sem hafa vafasaman feril að baki eins og Haraldur Sigurðsson hefur bent á. 

Þótt ég fullyrði við einhvern, að ég hafi fundið upp búnað til þess að minnka útblástur á jöklajeppanum mínum niður í nánast ekki neitt, er ég þó skyldur til að fara með hann í lögbundna bifreiðaskoðun og láta mæla útblásturinn. 

Það yrði talið hneyksli ef ég einn þyrfti ekki að láta mæla útblásturinn. 

Í því tilfelli yrði þó aðeins um einn bíl að ræða af 200 þúsund bíla flota en ekki stóra verksmiðju í þungaiðnaði.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2016 kl. 01:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þeir Haraldur og Ketill Sigurjónsson reyndu að halda uppi einhverri rannsóknarblaðamennsku vegna þessa máls. Stóriðjugreifunum tókst að hrekja Ketil út úr blogginu, illu heilli.  Einstök atriði komu þó fram, t. d. að þessi splunkunýja galdraaðferð hefði hvergi verið tekin upp og því yrði verksmiðjan á Grundartanga tilraunastarfsemi!  

Já, já, sennilega alveg lyktarlaus meira að segja. En eins og Ragnar Reykás sagði um árið: Það er einhver skítalykt af málinu. 

Ómar Ragnarsson, 10.11.2016 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband