12.11.2016 | 02:10
Stundum hefur einn þingmaður ráðið úrslitum um stjórnarmyndun.
Stundum hefur það nægt fyrir stjórnarmyndun að einn þingmaður, annað hvort utan flokka eða með eigin flokk á bak við sig, hafi stutt stjórnina.
Í þessari stöðu var Eggert Haukdal 1980 og Stefán Valgeirsson var það svo sannarlega 1988.
Síðan eru dæmi um gríðarleg áhrif í hina áttina, að hindra að mynduð væri stjórn eftir ákveðnu mynstri.
Eftir hið óvænta þingrof Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra 1931 risu öldur mjög hátt hjá Sjálfstæðismönnum og Alþýðuflokksmönnum, einkum hinum síðarnefndu.
Vildu sumir að myndað yrði bandalag þessara flokka sem héldi þingstörfum áfram upp á eigin spýtur í krafti þess að meirihluti þingmanna styddi hana.
En til þess að svo gæti orðið varð að fá stuðning utanflokkaþingmaðurinn Gunnars á Selalæk.
Hann vildi ekki taka þátt í þessu og sögðu hörðustu kratarnir að Sjallar hefðu guggnað á hugmyndinni og borið Gunnar á Selalæk fyrir sig.
Áratugum saman eftir þingrofið deildu fræðimenn um það hvort þingrofið hefði verið stjórnarskrárbrot eða ekki.
Því ollu og valda enn mótsagnakenndi ákvæði stjórnarskrárinnar.
En fyrst einn þingmaður gat ráðið svona miklu í ofangreindum tilfellum, er ljóst að fjórir þingmenn, eins og Samfylkingin hefur nú, geta það ekki síður.
Í fyrstu skoðanakönunum fyrir kosningarnar 2007 sást, að Íslandshreyfingin gat fellt þáverandi ríkisstjórn og komist með þremur þingmönnum í oddaaðstöðu miðað við það að vera fyrir ofan 5% múrinn, eins og hún var á þessum tíma.
Á þeim tímapunkti sáu menn það ekki fyrir að stærri stjórnarflokkurinn, Sjallar, og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Samfylking, myndu mynda ríkisstjórn eftir kosningar og að engu skipti hvort nýr flokkur kæmi mönnum á þing eða ekki.
Kratar og Sjallar voru í aðstöðu snemmvetrar 1979-80 að ná meirihluta í nefndum Alþingis með því að gera bandalag um kosningu í þær og bæti með því aðstöðu til samvinnu þessra flokka um stjórnarmyndun.
Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins og fleiri voru því andvígir, og fyrir bragðið var ný Viðreisnarstjórn ekki inni í myndinni þennan vetur.
Síðar átti Jón Baldvin Hannibalsson eftir að kalla þetta "pólitískt umferðarslys", enda tafðist myndun stjórnar þessara tveggja flokka um tólf ár.
Logi ætlar að ræða við Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru þeir ekki bara þrír?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.