Af hverju ekki Katrín eins og Steingrímur?

Steingrímur Hermannsson myndaði fjögurra flokka stjórn frá miðju út á vinstri 1988 með tæpustu aðstöðu á þingi sem um getur og tókst að halda henni á lífi þar til honum tókst að fá þingmenn úr Borgaraflokknum til að verða fimmti flokkurinn í stjórninni. 

Hún sat síðan út kjörtímabilið. 

Steingrímur var að sönnu afburða laginn verkstjóri með hæfileika til að fá menn til samvinnu. 

En hvers vegna skyldi Katrín ekki getað náð árangri eins og Steingrímur? 

Hún hefur hingað til getið sér gott orð fyrir lagni í persónulegum samskiptum og þess er að geta að á síðasta kjörtímabili var óvenju mikil samstaða meðal stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, sem rekinn var endahnúturinn á með fundinum í Lækjarbrekku í kosningavikunni. 

Viðreisn er í lykilaðstöðu eins og er varðandi það hvort þar á bæ verði frekar hallað sér að stjórn til vinstri eða til hægri.

Svo er að sjá að Bjarni Benediktsson hafi ekki treyst sér til að gefa nógu mikið eftir í Evrópu- og sjávarútvegsmálum, sem sterkustu og ríkustu bakhjarlar flokksins leggja mikla áherslu á.

Ef Katrín getur boðið Viðreisn betur, og nýtt tilboð kemur ekki frá Sjöllum, kann svo að fara að Viðreisn slái til varðandi stjórn til vinstri, því að aldrei er að vita hvort Framsókn verði tekin með í staðinn, ef Viðreisn verður ekki með.

Annars er taflið flókið og Framsókn enn að jafna sig eftir Panamaskjölin og framgöngu Sigmundar Davíðs allt til þessa dags.  

 


mbl.is Fimm flokka stjórn raunhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðild Íslands að Evrópusambandinu er aðalmarkmið Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.

Framsóknarflokkurinn er eindregið á móti því markmiði og verða því ekki í ríkisstjórn með þessum flokkum.

Þar að auki hafa Vinstri grænir, Píratar og Samfylkingin engan áhuga á að vera í ríkisstjórn með Panamaflokkunum Framsókn og Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 17.11.2016 kl. 19:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tæpum tveim vikum fyrir alþingiskosningarnar [í síðastliðnum mánuði] buðu Píratar Vinstri grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Viðreisn að hefja formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. [21]"

Þorsteinn Briem, 17.11.2016 kl. 19:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Líklegasta ríkisstjórnin hefur allt frá alþingiskosningunum í síðastliðnum mánuði verið ríkisstjórn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar með Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra.

Þorsteinn Briem, 17.11.2016 kl. 20:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir líta út fyrir að flokkurinn sé í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndun.

Áður en hann hélt inn á fund forseta sagðist hann aðspurður ekki útiloka neitt stjórnarsamstarf nema eitt og átti þá við að ganga inn í meirihlutasamstarf með fráfarandi ríkisstjórnarflokkum."

Þorsteinn Briem, 17.11.2016 kl. 20:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðuneyti Steingríms Hermannssonar 10.9.1989 - 30.4.1991

(Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Borgaraflokkurinn og Samtök um jafnrétti og félagshyggju.)

Alþingiskosningarnar árið 1987

Þorsteinn Briem, 17.11.2016 kl. 20:11

7 Smámynd: rhansen

Það er ekki liku saman að jafna Katinu Kakobs og Steingrimi Hermannssyni og ekki hægt að nefna i sama orðinu  ...Og starfhæf Stjorn verður ekki i landinu aftur fyrr en eftir næstu kosningar þegar Sjálfstæðið og Framsókn þurfa klóra vinsti menn upppúr skitnum að venju með SDG i fararbroddi  ...bara svo einfallt er það !

rhansen, 17.11.2016 kl. 22:15

8 identicon

Og hvernig tókst til í efnahagsmálum í þessu pólitíska hópsexi,sem vigrakarlana dreymir um?frown

Svar:

Aðgerðir stjórnvalda vegna versnandi efnahagsástands árið 1988 voru m.a. þrjár gengisfellingar á árinu auk ýmissa ráðstafana hins opinbera til að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu hjá fyrirtækjum sem voru í rekstarvanda. Verðbólga jókst þó og varð um 26% það ár.

Þjóðólfur á Kleppi (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 22:49

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verðbólgan 1988 var framlenging á getuleysi stjórnarinnar 1987-88 og þessi stjórn Steingríms var svo sem lítið betri eða verri en aðrar á undan henni, - beitti til dæmis gamaldags sértækum aðgerðum í sjávarútvegs- og atvinnumálum, sem voru umdeilanlegar. 

En á valdatíma hennar unnu aðilar vinnumarkaðarins stærsta pólitíska afrekið á síðari hluta 20. aldarinnar að stöðva verðbólguna með svonefndri Þjóðarsátt. 

Stjórn Steingríms og hann sjálfur lögðu þar sitt af mörkum enda þótt heiðurinn af Þjóðarsáttinni ættu aðilar vinnumarkaðarins fyrst og fremst. 

Ómar Ragnarsson, 17.11.2016 kl. 23:28

10 identicon

Gaman að sjá núna hvað hin brosandi og faðmútbreydda Kata felur Steingrím Joð vel. Líka Björn Val. Ef hún kemst í stjórn fáum við þá báða með, einfallt,

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.11.2016 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband