22.11.2016 | 07:30
Vann í rússneskri rúllettu og á að vera ánægður með að aðrir tapi.
Ég fór í rússneska rúllettu í fyrra og var svo heppinn að vera vinningshafi eftir að hafa beðið í sjö mánuði eftir að vera myndaður og fá úrskurð um að ákveðið fyrirbæri í nýranu væri ekki krabbamein.
En fyrirfram var uppgefið af læknunum, að biðtíminn á biðlistanum mætti alls ekki vera lengri en þrír mánuðir, því að ef hann yrði lengri, væri tekin of mikil áhætta á því að tapa, jafnvel lífinu ef svo bæri undir.
Á biðlistunum þá voru þúsundir fólks og ég gat ómögulega verið ánægður með þetta ástand í þjóðfélagi sem telur sig vera með þeim ríkustu í heimi.
Ég vissi að þótt ég hefði sloppið væru einhverjir þarna úti, sem hefðu tapað, dáið ótímabærum dauða á biðlista.
Það er nefnilega staðreynd.
Lesa má stanslaust hér á blogginu að með því að segja frá þessu séu ég og fleiri sem vilja úrbætur að níða niður land mitt og þjóð.
Ósk Kára Stefánssonar, mín og þeirra tuga þúsunda sem skrifuðu undir áskorun um betra heilbrigðiskerfi feli í sér að við aðhyllumst fyrirbæri, sem kalla skuli "ónýta Ísland.
Sú stefna okkar að útrýma biðlistum skuli heita "ónýta Ísland" og vera svo forkastanleg að það sé tuggið upp aftur og aftur hvers konar afstyrmi við séum.
Sagt er að við "séum á móti", og það sé höfuðsynd.
Nú er búið að kyrja þennan söng svo lengi, að maður á að sætta sig við það að það sé talið nánast saknæmt að vera með lífinu og á móti ótímabærum og óþörfum dauða.
Nei, maður á að þegja og hætta að vera svo neikvæður að berjast gegn veikindum og dauða.
Fá með reglulegu millibili framan í sig: "Stefna þin er ónýta Ísland," skammastu þín!
Maður á að vera því glaðari, sem maður vinni fleiri rússneskar rúlletur biðlistanna, og glaðastur ef maður tapi strax. Þá er einum röflaranum færra.
Staðreynd að fólk deyr á biðlistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn
Þorsteinn Briem, 22.11.2016 kl. 07:40
Skrítið með þetta "ónýta Ísland". Það sést hvergi nema hjá einhverjum sem segja einhverja aðra tala um það. Og venjulega er það sett upp þannig að "minn málflutningur hlýtur að vera góður og réttur vegna þess að hinir tala um "ónýta Ísland" sem allir sjá að er rangt." Enda gamalt og gott áróðursbragð að gefa málflutningi sínum vægi með því að kenna einhverja vitleysu upp á þá sem ekki taka undir og samþykkja.
Eins virkar vel, og Ómar notar óspart, að taka alla gagnrýni á einn málaflokk og yfirfæra á annan. Ómar tekur gagnrýni á "á móti" hug hans til stóriðju, vegagerðar og virkjana og umorðar það sem gagnrýni á hug hans til heilbrigðiskerfisins.
Og náttúrulega eru stefnur Ómars þær einu sem eru með lífinu og á móti ótímabærum og óþörfum dauða. Allir sem ekki fylgja stefnum Ómars eru á móti lífinu og fylgjandi ótímabærum og óþörfum dauða. Málstaður Ómars er svo góður í öllum málum að það geta aðeins verið hin verstu illmenni sem ekki samþykkja allt sem Ómar segir, dusilmenni sem tala um "ónýta Ísland".
Hábeinn (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 10:49
"Allir sem ekki fylgja stefnum Ómars eru á móti lífinu og fylgjandi ótímabærum og óþörfum dauða."
Hábeinn, egregiously dopey!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.11.2016 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.